Vinna í millidekki á nýrri Vestmannaey hafin hjá Slippnum Akureyri

Vinna í millidekki á nýrri Vestmannaey hafin hjá Slippnum Akureyri

Hin nýja Vestmannaey hélt norður til Akureyrar hinn 6. ágúst sl. og munu þar starfsmenn Slippsins ganga frá millidekki skipsins. Áður höfðu starfsmenn Vélaverkstæði Þórs í Vestmannaeyjum gengið frá lestarfæribandinu um borð.

Millidekkið verður um þriðjungi stærra og að ýmsu leyti fullkomnara en var í gömlu Vestmannaey (núverandi Smáey). Þar verða meðal annars tveir stærðarflokkarar og krapakerfi frá KAPP. Þá er lögð áhersla á að vinnuaðstaða á dekkinu verði öll hin besta og líkamlegt álag á áhöfnina í lágmarki.

Gert er ráð fyrir að hin nýja Vestmannaey geti hafið veiðar um miðjan september.

Ljósm. Þorgeir Baldursson.

Fréttin birtist upphaflega á facebook síðu Síldarvinnslunnar

Related posts

  • Ný töskubelti í Leifsstöð

    Ný töskubelti í Leifsstöð

  • KAPP og Eðalfiskur skrifa undir samning á Aqua Nor

    KAPP og Eðalfiskur skrifa undir samning á Aqua Nor

  • OptimICE krapakæling  fyrir löndun uppsjávarafla

    OptimICE krapakæling fyrir löndun uppsjávarafla

  • Viðtal við Frey Friðriksson í Morgunblaðinu, mörg tækifæri framundan.

    Viðtal við Frey Friðriksson í Morgunblaðinu, mörg tækifæri framundan.

  • KAPP ehf selur saltsprautukerfi til Vísis hf í Grindavík

    KAPP ehf selur saltsprautukerfi til Vísis hf í Grindavík

  • Heimsókn frá mótorhjólahóp í Færeyjum

    Heimsókn frá mótorhjólahóp í Færeyjum