Við höfum þjónað í rúmlega 90 ár

KAPP á uppruna sinn að rekja til vélaverkstæðis Egils Vilhjálmssonar hf sem stofnað var árið 1929. Okkar markmið er alltaf að bjóða upp framúrskarandi vörur og lausnir ásamt því að veita fyrsta flokks þjónustu. 

Okkar þjónustur

 • Kæliverkstæði

  KAPP sinnir allri almennri kæliþjónustu fyrir verslanir, vöruhús og flutningaiðnaðinn svo eitthvað sé nefnt.

  Sjá meira
 • Vélaverkstæði

  KAPP rekur við eitt öflugasta vélaverkstæði landsins þar sem boðið er upp á fjölbreyttar viðgerðarþjónustur.

  Sjá meira
 • Renniverkstæði

  KAPP rekur eitt öflugasta renniverkstæði landsins. Meðal þess sem við bjóðum upp á er rennismíði, fræsum, 3D prentun og suða og samsetning. 

  Sjá meira
 • Viðhald á vörum

  KAPP býður upp á framúrskarandi viðhaldsþjónustu þar sem áhersla er lögð á hröð og vönduð vinnubrögð. Við erum með þjónustusamninga fyrir vörur og lausnir frá okkur þar sem í boði er 24/7 þjónusta og skipulagðar þjónustuskoðanir. Markmiðið er alltaf að hámarka afköst og auka líftíma tækjanna.

 • Stjórnkerfi

  Í yfir tvo áratugi höfum við hannað, forritað og sett upp stjórnkerfi fyrir margskonar búnað. Okkar stjórnkerfi eru hönnuð nákvæmlega eftir þörfum viðskiptavina okkar.

  Sjá meira
 • Hönnun og sérsmíði

  Við bjóðum upp á hönnun og sérsmíði á tækjum og búnaði fyrir allan iðnað. Ein af okkar sérþekkingum er ryðfrí sérsmíði.

  Sjá meira
 • Véla og tækjaþjónusta

  Við sjáum um viðhald, viðgerðir og uppsetningu á ýmsum tækjum og búnaði fyrir margskonar iðnað. 

  Sjá meira
 • Flutningaþjónusta

  Við bjóðum upp á fjölbreytta þjónustu og lausnir fyrir flutningaiðnaðinn. KAPP er umboðsaðili Carrier Transicold kælivéla á Íslandi og Schmitz trailer vagna og vörukassa.

  Sjá meira

Ráðgjöf

Við sérhæfum við okkur í kæli- og frystibúnaði, vélum, hönnun og sérsmíði, rennismíði og fræsun, auk ýmissa raflausna. Hafðu samband við sérfræðinga okkar og við aðstoðum þig við að finna áreiðanlegustu og bestu lausnina fyrir þig.

24/7 Þjónusta

Við bjóðum upp á vaktþjónustu allan sólarhringinn fyrir kælibúnað þar sem við fylgjumst með kælibúnaði viðskiptavinsins í gegnum fjartengingu. Kerfið okkar sýnir öll mikilvæg gögn eins og hitastig kælibúnaðar og ef eitthvað er óeðlilegt fáum við tilkynningu um leið.

Í neyðartilvikum er vaktsími kæliþjónustunnar +3548942700, hann er opinn allan sólarhringinn. Við erum einnig með neyðarþjónustu allan sólarhringinn fyrir OptimICE® ískrapakerfið. Neyðarnúmerið fyrir OptimICE® er +3546641310.

Varahlutir

Við sendum varahluti um allan heim. Við vitum að tími skiptir máli og þess vegna eigum varahluti á lager og ef vandamál kemur upp og erum fljótir að afgreiða þá. Ef þig vantar varahluti fyrir OptimICE® ískrapakerfið er best að vera með serial númerið við hendi. Þú getur pantað varahluti með því að hafa samband hér fyrir neðan eða hringt í aðalnúmerið okkar. Í neyðartilfellum er hægt að hringja í neyðarsíma OptimICE® sem er opinn allan sólarhringinn.

Skipaþjónusta

KAPP sérhæfir sig í skipaþjónustu og leggur áherslu á skjóta og vandaða vinnu. Meðal viðskiptavina okkar eru leiðandi sjávarútvegsfyrirtæki á heimsvísu. Ryðfrí stálsmíði er eitt af okkar sérfögum og einnig höfum við mikla þekkingu og reynslu í kæliviðgerðum, uppsetningu vélakerfa, hönnun búnaðar og allri suðuvinnu svo eitthvað sé nefnt. 

Verslanir og vöruhús

Þjónusta við matvælaiðnaðinn er ein af megin starfsemi KAPP. Í meira en áratug höfum við þjónustað stærstu verslanir og vöruhús á Íslandi ásamt minni aðilum. Við sjáum um hönnun og uppsetningu á kæli- og frystikerfum ásamt alhliða þjónustu á þeim. Megin áhersla er lögð á öflug, nýstárleg og umhverfisvæn kerfi eins og CO2 kerfi. Einnig bjóðum við upp á margskonar sérsmíði ásamt viðhaldi og uppsetningu á iðnaðarhurðum og fleira. Við bjóðum upp á þjónustu allan sólarhringinn þar sem við fylgjumst með kælikerfum viðskiptavina í gegnum fjarbúnað. 

Verktakavinna

Hjá KAPP starfar fjöldinn allur af reyndum suðumönnum og stálsmiðum. Við getum tekið að okkur bæði stór og smá verkefni í verktakavinnu. Við höfum getið okkur gott orðspor fyrir framúrskarandi þjónustu og vönduð vinnubrögð. 

Heildarlausnir

Við tökum að okkur bæði stór og smá verkefni. Meðal sérfræðinga okkar eru reynslumiklir tæknifræðingar, verkfræðingar og iðnfræðingar ásamt öflugum iðnaðarmönnum. Við erum með áratugareynslu í heildarlausnum eins og hönnun og uppsetningu á frysti- & kælikerfum, færiböndum og stjórnkerfum.

Finnur þú ekki þjónustuna sem þú leitar af?

Starfsmenn KAPP eru með þekkingu og reynslu á víðu sviði. Hafðu samband og sjáðu hvort við getum ekki aðstoðað þig.