Þjónusta

Verkstæði KAPP samanstendur af véla,- kæli,- og renniverkstæði ásamt ryðfrírri stálsmiðju. Fjölbreytt starfsemi KAPP gerir okkur kleift að bjóða upp á þjónustu alla leið. Allar deildir KAPP vinna saman að einu markmiði sem er að veita framúrskarandi þjónustu enda enda eru einkunnarorð fyrirtækisins „Þú finnur traust í okkar lausn“.

Varahlutir

KAPP býður upp á varahluti frá OptimICE®, Carrier, Schmitz, Kæli- og frystikerfi, Hurðir, o.fl. Við eigum einnig mikið að varahlutum á lager frá Danfoss, Georg Fischer og fleiri framleiðendum.

Við höfum þjónað í rúmlega 90 ár

KAPP rekur sögu sína til ársins 1929 þegar vélaverkstæðið Egill Vilhjálmsson hf var stofnað. Frá stofnun hefur þjónusta verið rauði þráðurinn í rekstrinum og í dag þjónum við fjölbreyttum atvinnugreinum á Íslandi og víðar, þar á meðal sjávarútvegi, fiskeldi, matvöruverslunum, vöruhúsum og flutningaiðnaði.