KAPP hefur helgað sig því að skapa jákvæð umhverfisáhrif fyrir viðskiptavini sína með innleiðingu á umhverfisvænum kælimiðlum og byltingarkenndum lausnum. Viðskiptavinir eru alltaf í forgangi hjá okkur og við reynum alltaf uppfylla þarfir þeirra með frábærri þjónustu allan sólarhringinn og framúrskarandi vörum og lausnum.
Þú finnur traust í okkar lausn
KAPP er íslenskt tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í kæliþjónustu, framleiðslu, sölu og þjónustu á búnaði fyrir sjávarútveg, fiskeldi og annan iðnað. Við erum einnig umboðs- og þjónustuaðili fyrir erlenda framleiðendur vara og lausna sem tengjast starfsemi okkar.
Minnkaðu kolefnissporið
Um allan heim
Hjá fyrirtækinu starfa um 50 manns og eru sölufulltrúar í 7 löndum. KAPP er þekkt á heimsvísu sem traustur framleiðandi og þjónustuaðili OptimICE® krapakerfisins og RAF tæknilausna. Í áratugi höfum við afhent áreiðanlegar og nýstárlegar lausnir til viðskiptavina um allan heim og áunnið okkur orðspor fyrir mikil gæði og áreiðanleika.
Staðsetningar KAPP
Framúrskarandi og til fyrirmyndar!
Creditinfo hefur s.l. fjórtán ár vottað Framúrskarandi fyrirtæki í íslensku atvinnulífi fyrir góðan og traustan rekstur. Nú, fimmta árið í röð, er KAPP ehf. meðal 2% best reknu fyrirtækja Íslands. Við erum mjög stolt að ná þessum árangri fimmta árið í röð. Þessi viðurkenning næst ekki nema með afburða góðu starfsfólki og góðum samskiptum við viðskiptavini.
Saga KAPP
KAPP á uppruna sinn að rekja til vélaverkstæðis Egils Vilhjálmssonar hf sem stofnað var árið 1929. Síðan þá hefur fyrirtækið orðið brautryðjandi í kælitækni og þjónustu. Okkar markmið er alltaf að bjóða upp framúrskarandi vörur og lausnir ásamt því að veita fyrsta flokks þjónustu.
1929
Egill Vilhjálmsson hf bifreiðaverkstæði og varahlutaverslun var sofnað. Fyrirtækið var þekkt fyrir að bjóða upp á allt fyrir bíla á einum stað.
1950
Sala á hinum fræga Jeep Willys hófst.
1960
Fyrirtækið hóf að gera við knastása og sveifarása ásamt því að nota metco málmfyllingu. Með þessu varð Egill eitt stærsta fyrirtæki á íslandi í bílaiðnaðinum.
1984
Fyrirtækið skiptist í tvennt. Véla & renniverkstæðið var keypt af sjö starfsmönnum fyrirtækisins og endurnefnt Egill vélaverkstæði.
1999
Freyr Friðriksson verður framkæmdastjóri Vélaverkstæðis Egils.
2007
Freyr Friðriksson stofnaði KAPP. Markmið KAPP var að verða leiðandi í kælilausnum fyrir smásölu- og iðnaðargeirann.
2013
KAPP kaupir Egil Vélaverkstæði og véla og renniverkstæðið sameinast rekstri KAPP.
2015
KAPP kaupir Optimar Ísland sem er þekkt fyrir að hanna og framleiða hið víðfræga OptimICE® krapakerfi síðan 1999.
2018
KAPP kaupir Stáltech sem hefur þjónustað fiskvinnslur, kjötvinnslur og aðrar greinar matvælaiðnaðarins frá stofnun þess árið 2003. Einnig framleiða þeir og flytja inn ýmsar vörur og lausnir fyrir sjávarútveginn og annan iðnað.
2020
KAPP kaupir Kistufell sem er rótgróið vélaverkstæði, bifreiðaverkstæði og varahlutasala, stofnað árið 1952.
2023
KAPP kaupir RAF sem er hátæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í vélasmíði, innflutningi og þjónustu á tækjabúnaði fyrir sjávarútveg, fiskeldi og annan iðnað.