KAPP framleiðir OptimICE, hágæða ísþykknivélar, sem gera viðskiptavinum kleift að hámarka gæði, afköst og þægindi.
Um okkur
KAPP er véla,- kæli,- og renniverkstæði hefur þjónustað hvers kyns iðnað í yfir 90 ár. Þjónusta er okkar sérfag en við þjónustum kælibúnað og annan véla og tækjabúnað fyrir allan iðnað. Við framleiðum eigin vélar og tæki fyrir matvælaiðnaðinn og veitum faglega ráðgjöf ásamt því að bjóða upp á ýmsar lausnir, hönnun og sérsmíði. Einnig erum við heildsala á ýmsum kælibúnaði og varningi fyrir flutningaiðnaðinn svo eitthvað sé nefnt. Véla og renniverkstæðið okkar er þekkt fyrir mikla reynslu og vönduð vinnubrögð. Þú finnur traust í okkar lausn.
Deildir KAPP
Kæliverkstæðið okkar þjónustar og sér um viðgerðir, viðhald, sölu og uppsetningu á öllum frysti- og kælikerfum, stórum sem smáum.
KAPP býður upp á fjölbreytta sérsmíði fyrir sjávarútveg, matvælaiðnað og flutningageirann svo eitthvað sé nefnt.
Við smíðum úr ryðfríu stáli fyrir hvers kyns iðnað.
Renniverkstæðið okkar vinnur náið með bæði véla- og kæliverkstæði í úrlausnum hinna ýmsu verkefna. Auk þess sem það sérhæfir sig í allri almennri fræsun og rennismíði. Það þjónustar mikið af framleiðslufyrirtækjum í smíði á alls kyns íhlutum og fleiru.
KAPP ehf er með fjölmörg umboð sem tengjast starfseminni hér að ofan en þar má nefna:
Incold - Kæli- og frystiklefar og vélakerfi.
Titan Containers - Gámar í öllum stærðum og gerðum, þar með talið kæli- og frystigámar.
Carrier - Kælikerfi til að kæla kassa og vagna í flutningabílum.
Schmitz Cargobull - Kassar og vagnar fyrir flutningabíla
SCM Frigo - Umhverfisvæn CO2 kælikerfi.
Pisces - Fiskvinnsluvélar fyrir bleikfisk og uppsjávarfisk.
Nowicki - Þvottastöðvar fyrir matvælaiðnaðinn