Þú finnur traust í okkar lausn

KAPP er íslenskt tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í kæliþjónustu, framleiðslu, sölu og þjónustu á búnaði fyrir sjávarútveg, fiskeldi og annan iðnað. Við erum einnig umboðs- og þjónustuaðili fyrir erlenda framleiðendur vara og lausna sem tengjast starfsemi okkar.

KAPP hefur helgað sig því að skapa jákvæð umhverfisáhrif fyrir viðskiptavini sína með innleiðingu á umhverfisvænum kælimiðlum og byltingarkenndum lausnum. Viðskiptavinir eru alltaf í forgangi hjá okkur og við reynum alltaf uppfylla þarfir þeirra með frábærri þjónustu allan sólarhringinn og framúrskarandi vörum og lausnum.

Hjá fyrirtækinu starfa um 50 manns og eru sölufulltrúar í 7 löndum. KAPP er þekkt á heimsvísu sem traustur framleiðandi og þjónustuaðili OptimICE® krapakerfisins. Síðan 1999 höfum við afhent áreiðanlegar og nýstárlegar lausnir til viðskiptavina um allan heim og áunnið okkur orðspor fyrir mikil gæði og áreiðanleika.

Staðsetningar KAPP

Framúrskarandi og til fyrirmyndar!

Creditinfo hefur s.l. fjórtán ár vottað Framúrskarandi fyrirtæki í íslensku atvinnulífi fyrir góðan og traustan rekstur. Nú, fimmta árið í röð, er KAPP ehf. meðal 2% best reknu fyrirtækja Íslands. Við erum mjög stolt að ná þessum árangri fimmta árið í röð. Þessi viðurkenning næst ekki nema með afburða góðu starfsfólki og góðum samskiptum við viðskiptavini. 

Deildir KAPP

Vörur og lausnir
OptimICE®

KAPP framleiðir OptimICE®, hágæða ísþykknivélar, forkæla, tanka og krapagáma sem gera viðskiptavinum kleift að hámarka gæði, afköst og þægindi.

RAF Tæknilausnir

KAPP framleiðir RAF-S900 Sprautuvélakerfi, RAF Ósonkerfi, RAF-TH1200 Nálaþvottavél og RAF-PF pækilblöndunarkerfi. Einnig bjóðum við upp hönnun og uppsetningu á súrefnistækjum.

Aðrar framleiðsluvörur

KAPP framleiðir fjölbreyttan búnað fyrir allan iðnað. Hnífabrýni, ýmis kæli- og frystikerfi eins og glycolkerfi og árekstrarvarnir eru meðal þess sem við framleiðum. 

Heildarlausnir

Við erum með áratugareynslu í heildarlausnum eins og hönnun og uppsetningu á frysti,- & kælikerfum fyrir vinnslur, færiböndum og stjórnkerfum.

Stjórnkerfi

Í yfir tvo áratugi höfum við hannað, forritað og sett upp stjórnkerfi fyrir margskonar búnað. Stjórnkerfi í öllum stærðum og gerðum, allt frá litlum iðnstýringum upp í stór stjórnkerfi eins og SCADA kerfi.

Þjónustur
Kæliþjónusta

KAPP sinnir allri almennri kæliþjónustu fyrir verslanir, vöruhús og flutningaiðnaðinn svo eitthvað sé nefnt. Kæliverkstæðið okkar þjónustar og sér um viðgerðir, viðhald, sölu og uppsetningu á öllum frysti- og kælikerfum, stórum sem smáum.

Viðhald á vörum

KAPP býður upp á framúrskarandi viðhaldsþjónustu þar sem áhersla er lögð á hröð og vönduð vinnubrögð. Við erum með þjónustusamninga fyrir vörur og lausnir frá okkur þar sem í boði er 24/7 þjónusta og skipulagðar þjónustuskoðanir. Markmiðið er alltaf að hámarka afköst og auka líftíma tækjanna. 

Vélaverkstæði

KAPP rekur við eitt öflugasta vélaverkstæði landsins sem er með fjölbreyttar viðgerðarþjónustur. Vélaverkstæðið okkar sérhæfir sig í öllum almennum vélaviðgerðum, heddplönun, borun á vélarblokkum og mörgu fleiru.

Renniverkstæði

Renniverkstæðið okkar vinnur náið með bæði véla- og kæliverkstæði í úrlausnum hinna ýmsu verkefna. Auk þess sem það sérhæfir sig í allri almennri fræsun, rennismíði og 3d prentun. Það þjónustar mikið af framleiðslufyrirtækjum í smíði á alls kyns íhlutum og fleiru.

Hönnun og sérsmíði

Við bjóðum upp á hönnun og sérsmíði á tækjum og búnaði fyrir allan iðnað. Ein af okkar sérþekkingum er ryðfrí sérsmíði.

Véla og tækjaþjónusta

Við sjáum um viðhald, viðgerðir og uppsetningu á ýmsum tækjum og búnaði eins og loftpressum, iðnaðarhurðum, fisk- og kjötvinnsluvélum, færiböndum o.fl. 

Flutningaiðnaður

Við bjóðum upp á fjölbreytta þjónustu og vörur fyrir flutningaiðnaðinn. KAPP er umboðsaðili Carrier Transicold kælivéla á Íslandi og Schmitz trailer vagna og vörukassa.

Verktakavinna

Hjá KAPP starfar fjöldinn allur af reyndum suðumönnum og stálsmiðum. Við getum tekið að okkur bæði stór og smá verkefni í verktakavinnu. Við höfum getið okkur gott orðspor fyrir framúrskarandi þjónustu og vönduð vinnubrögð.

Heildsala / innflutningur
Kæli- og frystikerfi

KAPP býður upp á fjölbreytt úrval af kæli- og frystikerfum. Við erum umboðsaðilar SCM Frigo og Carrier transicold. SCM Frigo framleiðir m.a hágæða kæli- og frystikerfi fyrir matvöruverslanir og vöruhús. Carrier Transicold er leiðandi í kæli- og frystikerfum fyrir bifreiðar og vagna.

Kæli- og frystiklefar / Yleiningar

KAPP er umboðsaðili Incold sem býður m.a upp á kæli- og frystiklefa í öllum stærðum og gerðum. Einnig er hægt að fá margskonar yleiningar.

Varmadælur

KAPP býður upp á mikið úrval af varmadælum fyrir stórnotendur frá nokkrum framleiðendum. Þjónusta er aðalsmerki KAPP og við bjóðum þér varmadælur með öllu inniföldu: Þarfagreining, ráðgjöf, uppsetning, þjónusta, varahlutir og viðgerðir, allt eftir þínum óskum.

Vöruvagnar

KAPP er umboðsaðili Schmitz sem framleiðir hágæða trailer vagna og vörukassa. Einnig bjóðum við upp á gámagrindur frá ýmsum framleiðendum og vörulyftur frá Dhollandia. 

Gámar

KAPP er umboðsaðili fyrir Titan Containers gáma sem hafa verið seldir um allan heima síðan 1987. Í boði eru Kæli- og frystigámar, þurrgámar og gámahús af þessum hágæða gámum, bæði í sölu og leigu, allt eftir þínum óskum.

Iðnaðarhurðir

KAPP býður upp á fjölbreytt úrval af iðnaðarhurðum. 

Incold Iðnaðarhurðir

  • Hraðhurðir
  • Hurðir fyrir kæli- og frystiklefa

Dynaco

  • Hraðhurðir
  • Vindheldar hurðir (CLASS 5)
  • ATEX sprengihurðir

Anger Mir

  • Brunahurðir
Fiskvinnsluvélar

KAPP þjónustar og selur fjölbreytt úrval af hinum víðfrægu amerísku Pisces fiskvinnsluvélunum. Flökunarvélar, hausarar og roðvélar. Henta fyrir silung, bleikju og lax.

Kassaþvottavélar

KAPP selur og sér um uppsetningu á Nowicki kassaþvottavélunum. Þvottavélar sem henta sérstaklega vel fyrir allskyns iðnað. Hannað til að þvo plastílát, hlífar, ílát, eurobretti, vagna o.fl. 

Vettlingaþurrkarar

KAPP býður upp á úrval af fataskápum og vettlingaþurrkara með ósoni frá Wintersteiger. Hægt er að setja upp þurrkara eða skáp með stútum til að þurrka skó, stígvél, hanska, hjálm eða grímu.

Ósontæki

KAPP býður upp á úrval af ósontækjum fyrir heimili, skrifstofur, veitingarhús, hótel og/eða bílinn til að auka loftgæði, eyða lykt, reyk og myglu.

Súrefnistæki

KAPP býður upp á fjölbreytt úrval súrefnistækja frá AirsSp-Caire, INMATEC og PCi í öllum stærðum. Hvort sem það verið er að byrja, endurnýja eða stækka þá getur KAPP boðið upp á réttu lausnina. Hægt að fá súrefnistæki sem nota PSA eða VSA tækni, einnig er hægt að fá átöppunar stöðvar.

Flæðimælar og nemar

KAPP býður upp á fjölbreytt úrval af sérhæfðum mælum og nemum til að mæla gas flæði, daggarmark, leiðni í vatni, PH, óson magn í vatni eða leka í þrýstilofti.

Saga KAPP

KAPP á uppruna sinn að rekja til vélaverkstæðis Egils Vilhjálmssonar hf sem stofnað var árið 1929. Síðan þá hefur fyrirtækið orðið brautryðjandi í kælitækni og þjónustu. Okkar markmið er alltaf að bjóða upp framúrskarandi vörur og lausnir ásamt því að veita fyrsta flokks þjónustu. 

1929

Egill Vilhjálmsson hf bifreiðaverkstæði og varahlutaverslun var sofnað. Fyrirtækið var þekkt fyrir að bjóða upp á allt fyrir bíla á einum stað. 

1950

Sala á hinum fræga Jeep Willys hófst. 

1960

Fyrirtækið hóf að gera við knastása og sveifarása ásamt því að nota metco málmfyllingu. Með þessu varð Egill eitt stærsta fyrirtæki á íslandi í bílaiðnaðinum. 

1984

Fyrirtækið skiptist í tvennt. Véla & renniverkstæðið var keypt af sjö starfsmönnum fyrirtækisins og endurnefnt Egill vélaverkstæði. 

1999

Freyr Friðriksson verður framkæmdastjóri Vélaverkstæðis Egils. 

2007

Freyr Friðriksson stofnaði KAPP. Markmið KAPP var að verða leiðandi í kælilausnum fyrir smásölu- og iðnaðargeirann.

2013

KAPP kaupir Egil Vélaverkstæði og véla og renniverkstæðið sameinast rekstri KAPP.

2015

KAPP kaupir Optimar Ísland sem er þekkt fyrir að hanna og framleiða hið víðfræga OptimICE® krapakerfi síðan 1999.

2018

KAPP kaupir Stáltech sem hefur þjónustað fiskvinnslur, kjötvinnslur og aðrar greinar matvælaiðnaðarins frá stofnun þess árið 2003. Einnig framleiða þeir og flytja inn ýmsar vörur og lausnir fyrir sjávarútveginn og annan iðnað. 

2020

KAPP kaupir Kistufell sem er rótgróið vélaverkstæði, bifreiðaverkstæði og varahlutasala, stofnað árið 1952. 

2023

KAPP kaupir RAF sem er hátæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í vélasmíði, innflutningi og þjónustu á tækjabúnaði fyrir sjávarútveg, fiskeldi og annan iðnað.