Sprautuvélarkerfið RAF-S900 samhæfir kosti sprautuvélar, pækilblöndunar, pækilframleiðslu og skráningu á vinnsluþáttum. Pækilblöndunarkerfið, sem blandar í kör fyrir aftan sprautuvél og í sprautuvélina sjálfa, er innbyggt í sprautuvélinni. Með því er hægt að samtvinna vinnslu sprautuvélar og blöndunar á einum stað, sem auðveldar notanda að skipta á milli mismunandi afurðategunda yfir vinnsludaginn.
RAF-S900 Sprautuvélakerfi
Sprautuvél
Sprautuvél RAF-S900 er vél sem hefur sérstaklega verið hönnuð til sprautunar á fiskafurðum með það að markmiði að hámarka nýtingu og gæði afurðarinnar. Þessum markmiðum er náð fram með nýjustu tækni sem gerir notendanum kleift að stjórna vélinni á nákvæman og skilvirkan hátt.
Kostir sprautuvélar
Nálarhaus
Sprautuvél frá KAPP getur bæði sprautað flök og flattan fisk. En fer það eftir hvaða nálarhaus er valinn. Hægt er að fá nálarhaus þar sem nálarnar sitja fastar og er notaður fyrir flök. Nálarhaus fyrir flattan fisk gefur nálum frelsi til að lyftast upp ef þær rekast í bein. Hver nál hefur gorm sem þrýstir nálinni niður.
Síun
Síun fyrir Sprautuvél er gerð með tveimur síuböndum sem sitja ofan á forðakari. Síböndin samanstanda af grófsíu (2mm möskvi) og fínsíu (1mm möskvi). Síuböndin hleypa aðeins vökva sem hefur farið í gegnum bæði bönd í forðakar. Ef þörf er á að kæla pækil og viðhalda ákveðið hitastig er hægt að fá kælisíu sem er með tvöföldu byrði fyrir kælimiðil. Hægt að fá kælipressu fyrir kælisíu.
Blöndun í sprautuvél
Sprautuvélin kallar á nýja blöndu þegar blanda í síu er undir lámarki. Lokar á blöndunarkassa ásamt hæðanema stjórna magni af vatni, pækli og íblöndunarefni samkvæmt uppskrift. Ef blöndunarkerfið er tengt við RAF-IBL skömmtunarstöðina er hægt að stjórna öllum aukefnunum og blanda þeim í pækilblönduna með sprautuvélinni. Kerfið skráir það sem blandað hefur verið yfir daginn og birtir það á litasnertiskjá. Með því að nota RAF-SPGraf skráningarkerfið er hægt að geyma þessi gögn í gagnagrunni.
Blöndun í kör
Þegar kar er sett í blöndunarstæði fer kerfið sjálfvirkt í gang og blandar þá pækilblöndu sem valin var. Blöndunarkerfi kara stjórnar einnig því afurðamagni sem sett er í karið með fiskskömmtunarbandi og stuðlar því að betri nýtingu
Skráningarkerfi RAF-SpGraf
SpGraf er viðbót sem heldur utan um og skráir lykilupplýsingar úr RAF-S900 sprautuvél og RAF-BL blöndunarkerfi. Hægt er að setja aflestrarforrit gagnagrunns upp á eins margar tölvur og þörf er á hjá notanda.
Bæklingar og gagnablöð fyrir sprautuvélina og tengdan búnað
Þjónusta
Hjá KAPP færðu alltaf fyrsta flokks þjónustu. Við reynum alltaf að koma til móts við þig á einhvern hátt því það mikilvægasta fyrir okkur er að þú gangi sáttur frá borði. Einnig bjóðum við upp á þjónustu allan sólarhringinn.