ST-123 hnífabrýnið er sérstaklega hannað til þess að brýna hringlaga hnífa á þægilegan og einfaldan hátt.
Hnífabrýni ST-123
Byggt til að endast
Brýnið hentar m.a flökunarhnífum og hausarahnífum og er hugsað fyrir alla þá sem vilja brýna hnífa fljótt og örugglega en fá jafnframt flugbeitta hnífa. Hnífabrýnið er smíðað úr ryðfríu stáli, er einfalt í þrifum og auðvelt í notkun.
Hægt er að nota Ø200 mm til Ø400 mm hnífa. Hægt er að kaupa sérstakan búnað þar sem stærðarbilið verður Ø80 til Ø400 mm.
Breidd: 530 mm.
Hæð: 610 mm.
Lengd: 755 mm.
Þyngd: 51 kg.
Afl: 0,36 kW
Spenna: 400 V AC
Tíðni: 50 Hz
Lágmarks undirflötur vélar: 530 mm * 755 mm.
CE vottun.
Þjónusta
Hjá KAPP færðu alltaf fyrsta flokks þjónustu. Við reynum alltaf að koma til móts við þig á einhvern hátt því það mikilvægasta fyrir okkur er að þú gangir sáttur frá borði. Einnig bjóðum við upp á þjónustu allan sólarhringinn.