Co2 Kæli & Frystikerfi

KAPP ehf er umboðsaðili fyrir SCM Frigo kælikerfin.

CO2 eru eitt af sérsviðum KAPP. Þarfagreining, nýsmíði, uppsetning, eftirlit og viðhald. SCM Frigo vélakerfin eru leiðandi í CO2 lausnum og hafa þróað lausnir með það að markmiði að hámarka sjálfbærni með sem lægstu umhverfisáhrifum. 

CO2 kælikerfi SCM Frigo eru flutt út um allan heim og erum við í KAPP stollt að geta boðið viðskiptavinum okkar umhverfisvænar lausnir í kælingu. 

CO2 kælikerfið er 100% vistvænt. Það er hannað þannig að kolefnissporið sé í algjöru lágmarki, uppsetning á því sé einföld og viðhald verði lítið. Rekstrarkostnaður kælikerfisins er einstaklega hagkvæmur.

Meðfylgjandi myndir er frá uppsetningu á vistvæna CO2 kælikerfinu hjá Sláturfélagi Suðurlands. Kælikerfið er frá SCM Frigo var sett upp hjá Kjötiðnaðarstöð SS á Hvolsvelli sem er sú stærsta og fullkomnasta á Íslandi en þar eru m.a. framleiddar hinar heimsfrægu SS pylsur og 1944 réttirnir.

Fjölbreyttar vörur og lausnir fyrir allan iðnað