CO2 kæli- og frystikerfin frá SCM Frigo eru einstaklega umhverfisvæn þar sem GWP stuðullinn er einungis 1. Þau henta t.d. vel í verslunum, vöruhúsum og léttum iðanaði. Við erum með mikla reynslu í uppsetningu og viðhaldið á CO2 kælikerfum.
Aukin umhverfisvitund kallar á um umhverfisvæna kælimiðla og þróunin hefur verið mikil undanfari ár. Við hjá KAPP erum alltaf á tánum og fylgjumst vel með nýjungum í þeirri þróun. Við bjóðum umhverfisvæn tæki og lausnir sem standast nýjustu kröfur og höfum þekkingu og reynslu í uppsetningu og þjónustu á Kolsýrukerfum.
CO2 kolsýrukerfi, sem er með GWP stuðulinn 1, eru bæði með umhverfisvænum kælimiðli og nota talsvert minni orku en önnur sambærileg tæki.
Meðfylgjandi myndir er frá uppsetningu á vistvæna Co2 kælikerfinu hjá Sláturfélagi Suðurlands. Kælikerfið er frá SCM Frigo var sett upp hjá Kjötiðnaðarstöð SS á Hvolsvelli sem er sú stærsta og fullkomnasta á Íslandi en þar eru m.a. framleiddar hinar heimsfrægu SS pylsur og 1944 réttirnir.