Í yfir tvo áratugi höfum við hannað, forritað og sett upp stjórnkerfi fyrir margskonar búnað. Okkar stjórnkerfi eru hönnuð nákvæmlega eftir þörfum viðskiptavina okkar. Við getum skapað stjórnkerfi í öllum stærðum og gerðum, allt frá litlum iðnstýringum upp í stór stjórnkerfi eins og SCADA kerfi. Markmiðið er alltaf að auka hagkvæmni og sjálfbærni.
Stjórnkerfi

Við bjóðum upp á heildarlausn
Iðnstýringar
Við erum sérfræðingar þegar kemur að sjálfvirkni fyrir smærri kerfi. Iðnstýringar auka sjálfvirkni og afkastagetu. Við bjóðum upp á fjölbreyttar og sveigjanlegar lausnir fyrir margs konar iðnað þar sem þú ræður hvað þú stjórnar.

Dæmi um lausnir sem við bjóðum upp á
Skjákerfi (SCADA)
Við höfum mikla þekkingu og reynslu af skjákerfum í margs konar gerðum. Tilgangur skjákerfa er að gefa þér yfirsýn yfir tækjabúnað í framleiðslu eða annarskonar starfsemi í gegnum eitt stjórnkerfi. Skjákerfin geta gefið upp margvíslegar upplýsingar og aðgerðamöguleika og eru sérsniðin að þínum þörfum.
Við eigum fjölmörg verkefni að baki í skjákerfum fyrir verksmiðjur.
Helmholz
KAPP selur búnað frá Helmholz. En búnaðurinn hjá Helmholz býður upp á ýmsa möguleika hvað varðar fjartengingu sem og að tengja saman mismunandi samskipta staðla og láta stýrivélar frá mismunandi framleiðendum hafa samskipti sín á milli.
Með REX netbeinir er hægt að tengja notanda beint við stýribúnað og getur haft yfirlit með búnaði í gangi, lesið villur, gögn og mælingar í rauntíma. Opnar þetta möguleika fyrir tæknimann að geta bilannagreint hvar sem er í heiminum. Eina sem tæknimaður þar aukalega er aðgang að myREX24, sem er hugbúnaður frá Helmholz, og sér um að stofna tengingu á milli tæknimanns og stýribúnaðar. Bíður búnaðurinn líka uppá að senda SMS og/eða e-mail ef villa kemur. Með Web2Go opnast möguleiki að tengjast skjá í gegnum netvafra.
Bæklingar fyrir helsta búnað frá Helmholz er hægt að nálgast hér fyrir neðan:
Okkar kostir
Heildarlausnir
Við tökum að okkur bæði stór og smá verkefni. Meðal sérfræðinga okkar eru reynslumiklir tæknifræðingar, verkfræðingar og iðnfræðingar ásamt öflugum iðnaðarmönnum. Við erum með áratugareynslu í heildarlausnum eins og hönnun og uppsetningu á frysti,- & kælikerfum, færiböndum og stjórnkerfum.
