Hliðarkæling er lausn sem hentar sjávarútvegi einstaklega vel. Þú umbreytir freonkerfum og minnkar freon á kerfunum um allt að 90%.Nú býður KAPP upp á lausn sem minnkar notkun Freons. Hvort sem það er fyrir kælingu í lestum eða frystingu á millidekki. Freon hefur í gegnum tíðina verið aðalkælimiðillinn sem notaður hefur verið í fiskiskipum til að kæla lestarrými og aðra staði í skipinu. Freon er mjög slæmt fyrir umhverfið og því mikið kappsmál að útrýma því.