Við setjum upp og þjónustum vélar og tæki fyrir matvælaiðnaðinn, sjávarútveginn, verslanir o.fl. Við þjónustum viðskiptavini bæði á verkstæðinu okkar og hjá viðskiptavini. Við leggjum ríka áherslu á góða þjónustu og vandað verk enda eru einkunnarorð fyrirtækisins „Þú finnur traust í okkar lausn“.
Véla- og tækjaþjónusta
Tengiliður
Hurðaþjónusta
Við þjónustum allar hurðir fyrirtækja og gerum við á staðnum. Bjóðum einnig víðtækt úrval af nýjum hurðum frá Incold, Dynaco og AngelMir. Hraðhurðir, frysti- og kælihurðir, eldvarnarhurðir, úti hraðhurðir er vindheldar upp í „CLASS 5“, ATEX sprengihurðir o.fl.
Þjónusta við færibönd og framleiðslulínur
KAPP sinnir allri þjónustu við færibönd og framleiðslulínur. Bilanagreining, viðhald og viðgerðir. Einnig bjóðum við upp á sérsmíði á færiböndum.
Loftpressuþjónusta
Reglulegt viðhald er nauðsynlegt á öllum loftpressum. Förum á staðinn eða þjónustum loftpressur á verkstæði okkar, hvort sem það er viðhald eða viðgerðir.
Þjónusta við fiskvinnsluvélar
Við erum með mikla reynslu í viðgerðum á alls kyns fiskvinnsluvélum og sinnum öllu almennu viðhaldi. Áhersla er lögð á skjót og vönduð vinnubrögð.
Þjónusta við matvinnsluvélar
Gerum við vélar og tæki fyrir matvinnslu og sinnum öllu almennu viðhaldi. Skjót og vönduð vinnubrögð.
Þjónusta alla leið
Fjölbreytt starfsemi KAPP gerir okkur kleift að bjóða upp á þjónustu alla leið. Starfsmenn KAPP eru með ólíka menntun, þekkingu og reynslu og að meðaltali eru um 17 iðnaðarstörf hjá okkur hverju sinni. Allar deildir fyrirtækissins vinna saman að einu markmiði sem er að veita framúrskarandi þjónustu enda enda eru einkunnarorð fyrirtækisins „Þú finnur traust í okkar lausn“.