Nálaþvottavél

Með nálaþvottavél frá KAPP einfaldast þrif á nálarhaus. Neðsta stykkið af nálarhausnum sem heldur öllum nálunum, sem og nálaviðhaldsplatan er komið fyrir í þvottavélina og fest með tveimur boltum. Þvottavélin fer ofan í hverja nál og sprautar vatni á miklum þrýsting í gegnum hana.

Mögulegt er að nota vélina til að þrífa nálar úr nálarhausum frá öðrum framleiðendum með smávægilegum breytingum.

Fjölbreyttar vörur og lausnir fyrir allan iðnað