Hraðkælikerfi bæði til sjós og lands sem framleiðir ískrapa úr sjóvatni. Fljótandi ískrapinn umlykur fiskinn og kælir hann hratt niður fyrir 0°C og heldur hitastigi um -0,5°C.
Þú finnur traust í okkar lausn
KAPP er tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í kæliþjónustu, vélasmíði, innflutningi og þjónustu á tækjabúnaði fyrir sjávarútveg, fiskeldi og annan iðnað.
Stjórnkerfi
Í yfir tvo áratugi höfum við hannað, forritað og sett upp stjórnkerfi sem eru hönnuð nákvæmlega eftir þörfum viðskiptavina okkar. Við getum skapað stjórnkerfi í öllum stærðum og gerðum, allt frá litlum stýringum upp í stór stjórnkerfi eins og SCADA kerfi.

Heildarlausnir
Meðal sérfræðinga okkar eru reynslumiklir tæknifræðingar, verkfræðingar og iðnfræðingar ásamt öflugum iðnaðarmönnum. Við erum með áratugareynslu í heildarlausnum eins og hönnun og uppsetningu á frysti,- & kælikerfum, færiböndum og stjórnkerfum.

Verkstæði og þjónusta
KAPP rekur öflug verkstæði með góðum tækjabúnaði og öflugu starfsfólki. Meðal deilda KAPP er kæliverkstæði, vélaverkstæði, renniverkstæði og ryðfrí stálsmíði. KAPP leggur ríka áherslu á góða þjónustu og vandað verk enda erueinkunnarorð fyrirtækisins „Þú finnur traust í okkar lausn“.
