Ólafur Karl ráðinn sem aðstoðarforstjóri KAPP

Ólafur Karl ráðinn sem aðstoðarforstjóri KAPP

Ólafur Karl Sigurðarson hefur verið ráðin sem aðstoðarforstjóri KAPP. Ólafur mun styðja Frey Friðriksson forstjóra og eiganda KAPP, við daglegan rekstur ásamt því að bera ábyrgð á uppbyggingu og rekstri erlendrar starfsemi félagsins. Á síðasta ári fjárfesti sjóðurinn IS HAF í 40% eignarhlut félagsins, sem er liður í vaxtaráformum KAPP. Með ráðningu Ólafs Karls hyggjumst við styrkja stöðu okkar enn frekar á alþjóðamarkaði.  

KAPP er íslenskt tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í kæliþjónustu, framleiðslu, sölu og þjónustu á tækjabúnaði fyrir sjávarútveg, fiskeldi og annan iðnað. KAPP hefur framleitt og selt OptimICE krapavélar og RAF sprautusöltunarvélar um allan heim með góðum árangri. OptimICE er fljótandi krapaís sem framleiddur er úr sjó um borð í skipum og leysir af hólmi hefðbundinn flöguís. 

KAPP metur svo að mikil tækifæri eru fyrir vörur félagsins að bjóða félögum í sjávarútvegi á vesturströnd Bandaríkjanna, Kanada og í Alaska og er ráðning Ólafs liður í þeirri vegferð. 

Ólafur þekkir vel til í sjávarútvegi eftir 9 ára starf hjá Marel, þar sem hann hefur meðal annars leitt þjónustusvið og vöruþróun fiskiðnaðar. Síðastliðin 2 ár hefur Ólafur starfað sem framkvæmdastjóri fiskiðnaðar Marel og framkvæmdastjóri Marel á Íslandi.  

„KAPP er afar flott fyrirtæki, sem byggir á sterkum grunni og hefur skýr vaxtarmarkmið. Orðspor félagsins er sterkt og byggir á góðum gildum ásamt öflugu starfsfólki og eignarhaldi. Ég hlakka mikið til að kynnast fyrirtækinu betur og því öfluga fólki sem þar starfar ásamt því að styðja við næsta vaxtarskeið fyrirtækisins. Tækifærin eru fjölmörg þar sem KAPP getur orðið leiðandi í að tryggja jákvæð áhrif á virðiskeðju matvæla í heiminum í framtíðinni,” segir Ólafur Karl. 

Við eigendur og stjórn KAPP fögnum því að fá svona öflugan liðstyrk til okkar. Reynsla Ólafs mun nýtast okkur vel til frekari vaxtar og styrkingar á alþjóðavettvangi. Við hlökkum til að vinna með Ólafi Karli og ná enn meiri árangri á komandi tímum! 

Fleiri fréttir

  • KAPP kaupir Kami Tech Inc. í Seattle

    KAPP kaupir Kami Tech Inc. í Seattle

  • KAPP hlaut umverfisframtak ársins hjá SA

    KAPP hlaut umverfisframtak ársins hjá SA

  • KAPP Skaginn ehf kaupir eignir þrotabús Skagans 3X á Akranesi

    KAPP Skaginn ehf kaupir eignir þrotabús Skagans 3X á Akranesi

  • KAPP er Framúrskarandi fyrirtæki 2019-2024

    KAPP er Framúrskarandi fyrirtæki 2019-2024

  • Fjör á KAPP básnum á IceFish í Fífunni

    Fjör á KAPP básnum á IceFish í Fífunni

  • Thor Landeldi kaupir GMT frá Innovasea

    Thor Landeldi kaupir GMT frá Innovasea

  • KAPP skrifar undir samning við Atlas Premium Seafood

    KAPP skrifar undir samning við Atlas Premium Seafood

  • Saltsprautuvel-RAF-S900-visir-hf

    Vísir hf. fær afhenta nýja saltsprautuvél frá KAPP

  • Ny-Fiskur-CO2-Krapavel-OptimICE

    Ný-Fiskur fær fyrsta eintakið af nýrri CO2 krapavélina frá KAPP

  • Hágæða hnífabrýni fyrir hringhnífa

    Hágæða hnífabrýni fyrir hringhnífa

  • Carrier kælikerfi fyrir sendibíla Mata ehf

    Carrier kælikerfi fyrir sendibíla Mata ehf

  • Rafvirkjanemar í heimsókn hjá KAPP

    Rafvirkjanemar í heimsókn hjá KAPP