KAPP skrifar undir samning við Atlas Premium Seafood

KAPP skrifar undir samning við Atlas Premium Seafood

Í síðustu viku skrifaði Atlas Premium Seafood undir samning við KAPP um framleiðslu og uppsetningu á OptimICE® BP-120 krapvél í fiskvinnslu fyrirtækisins í Riga, Lettlandi OptimICE® hefur verið selt um allan heim síðan árið 1999 og er þekkt fyrir gæði og áreiðanleika í kælingu á sjávarafurðum.

OptimICE® - Þar sem kælikeðjan rofnar aldrei

OptimICE® er ískrapakerfi sem kemur í stað fyrir hefðbundinn flöguís. Krapaísinn er framleiddur úr sjóvatni eða saltvatni bæði um borð og á landi. Krapaísinn umlykur fiskinn og kælir hann fljótt niður fyrir 0°C og heldur hitastiginu í kringum -0.5°C. Á meðan veiðiferðin stendur, við löndun, við flutning til framleiðslu og til neytanda helst fiskurinn við sama hitastig án þess að frjósa sem tryggir hámarksgæði. Þess vegna rofnar kælikeðjan aldrei með OptimICE® krapakerfinu.

Stöðugur ferskleiki

Hröð og skilvirk kæling aflans tryggir ferskleika og hámarksgæði afurðarinnar. OptimICE® ískrapakerfið tryggir að kælingin rofnar aldrei þegar fiskurinn er í flutningi á landi. Jafnvel þó að kæling í flutningavagni bili, hættir kælingin á fiskinum aldrei, þökk sé OptimICE® krapakerfisins.

Áhersla á gæði

OptimICE® BP-120 krapavélinni sem verður sett upp í vinnslustöð Atlas Premium Seafood í Riga er stór partur af því að viðhalda háum gæðastöðlum í fiskvinnslunni. Með því að innleiða þessa áreiðanlegu tækni er Atlas Premium Seafood að tryggja að vörur þeirra haldist ferskar og í háum gæðum í gegnum öll fremleiðslustig afurðarinnar.

Lærðu meira um OptimICE®

Í tvo áratugi hefur OptimICE® verið áreiðanlegur valkostur í kælingu sjávarafurða. Ef þú villt vita hvort OptimICE® búnaðurinn getur gagnast þinni starfsemi, endilega hafðu samband við okkur.

Nánar um Atlas Premium Seafood

Nánar um OptimICE®

Sjá allar vörur OptimICE®

Fleiri fréttir

  • Ólafur Karl ráðinn sem aðstoðarforstjóri KAPP

    Ólafur Karl ráðinn sem aðstoðarforstjóri KAPP

  • Saltsprautuvel-RAF-S900-visir-hf

    Vísir hf. fær afhenta nýja saltsprautuvél frá KAPP

  • Ny-Fiskur-CO2-Krapavel-OptimICE

    Ný-Fiskur fær fyrsta eintakið af nýrri CO2 krapavélina frá KAPP

  • Hágæða hnífabrýni fyrir hringhnífa

    Hágæða hnífabrýni fyrir hringhnífa

  • Carrier kælikerfi fyrir sendibíla Mata ehf

    Carrier kælikerfi fyrir sendibíla Mata ehf

  • Rafvirkjanemar í heimsókn hjá KAPP

    Rafvirkjanemar í heimsókn hjá KAPP

  • Samsettir gámar hjá ESJU Gæðafæði

    Samsettir gámar hjá ESJU Gæðafæði

  • Frábæri sjávarútvegssýning í Barcelona lokið

    Frábæri sjávarútvegssýning í Barcelona lokið

  • Öflugt renniverkstæði hjá KAPP

    Öflugt renniverkstæði hjá KAPP

  • Rafstöð sett upp fyrir Krónuna á Fitjum

    Rafstöð sett upp fyrir Krónuna á Fitjum

  • Óson lyktareyðing fyrir veitingastaði

    Óson lyktareyðing fyrir veitingastaði

  • Mikil þróun á kæli- og frystibúnaði. Bylting í meðferð hráefnis.

    Mikil þróun á kæli- og frystibúnaði. Bylting í meðferð hráefnis.