Við tökum að okkur bæði stór og smá verkefni. Meðal sérfræðinga okkar eru reynslumiklir tæknifræðingar, verkfræðingar og iðnfræðingar ásamt öflugum iðnaðarmönnum. Við erum með áratugareynslu í heildarlausnum eins og hönnun og uppsetningu á frysti,- & kælikerfum, færiböndum og stjórnkerfum. Við bjóðum upp á fyrsta flokks búnað og framúrskarandi þjónustu. Okkar lausnir hafa sannað sig fyrir að vera áreiðanlegar og afkastamiklar. Hjá okkur finnurðu allt til þess að gera hugmyndina þína að veruleika.
Heildarlausnir
Kæli & frystikerfi
Við bjóðum upp á vönduð kæli,- & frystikerfi, bæði stór og smá. Kæling er okkar sérfag en við höfum hannað, sett upp og þjónustað kæli,- & frystikerfi hjá stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum, matvælafyrirtækjum og matvöruverslunum á Íslandi í fjölda ára. Sérstök áhersla er lögð á nýstárleg umhverfisvæn, skilvirk og hagkvæm kerfi sem innihalda nýjustu tækni. Meðal kæli,- & frystikerfa kerfa sem við bjóðum upp á eru Ammoníakskerfi, Co2 kerfi og Glycol kerfi frá leiðandi framleiðendum. Við vinnum náið með okkar birgjum í hönnun og uppsetningu þessara kerfa.
Færibönd
KAPP er leiðandi í hönnun og smíðum á hágæða færiböndum sem eru sérsmíðuð fyrir allar aðstæður. Færiböndin eru smíðuð úr hágæða efnum sem eru viðurkennd fyrir matvælavinnslu. Að umfangsmeta, hanna og þróa vönduð færibönd sem virka er okkar sérfag. Við vinnum í smáatriðum eftir þínum þörfum.
Ryðfrí sérsmíði
Reynsla og þekking okkar gerir okkur kleift að bjóða upp á öflugt teymi sem samanstendur af reynslumiklum hönnuðum, verkfræðingum og suðumönnum. Teymið okkar tekur að sér allskonar verkefni í hönnun og nýsmíði, framúrskarandi lausna. Ekki hika við að hafa samband við teymið okkar hér fyrir neðan þar sem möguleikarnir eru endalausir.
Ósonkerfi
KAPP hefur verið leiðandi í hönnun og uppsetningu á ósonkerfum í yfir 20 ár. Notagildi ósons er mikið og er til dæmis hægt að nota óson í sundlaugum, til lyktareyðingar, til hreinsunar á matvinnsluvélum, til að auka geymsluþol matvæla, fyrir fráveitur og vatnshreinsun. Margvíslegar lausnir eru í boði en eina slíka má sjá hér á mynd fyrir neðan.
Súrefnistæki
KAPP býður upp á fjölbreytt úrval súrefnistækja frá AirsSp-Caire, INMATEC og PCi í öllum stærðum. Hvort sem það verið er að byrja, endurnýja eða stækka þá getur KAPP boðið upp á réttu lausnina. Hægt að fá súrefnistæki sem nota PSA eða VSA tækni, einnig er hægt að fá átöppunar stöðvar.
Stjórnkerfi
Í yfir tvo áratugi höfum við hannað, forritað og sett upp stjórnkerfi fyrir margskonar búnað. Okkar stjórnkerfi eru hönnuð nákvæmlega eftir þörfum viðskiptavina okkar. Við getum skapað stjórnkerfi í öllum stærðum og gerðum, allt frá litlum stýringum upp í stór stjórnkerfi eins og SCADA kerfi. Markmiðið er alltaf að auka hagkvæmni og sjálfbærni. Stærri kerfin tengja saman mismunandi búnað í eitt stjórnkerfi sem safnar gögnum sem eru notuð til að fylgjast stöðugt með búnaðinum og bæta framleiðsluhagkvæmni.
Styrkleikar okkar
Uppsjávarvinnsluhús LVF
Nýja uppsjávarvinnsluhús Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði (LVF) er meðal stærstu uppsjávarvinnsluhúsa á Íslandi en það er sérhæft til vinnslu á uppsjávarfiski: loðnu, síld og makríl.
Nýja vinnslan er búin nýjustu tækni en KAPP sá um hönnun og uppsetningu á frystikerfinu í vinnslunni sem keyrir á ammoníaki. Frystikerfið er hannað til þess að hámarka afköst en á sama tíma lágmarka umhverfisáhrif. Þess vegna varð ammoníak fyrir valinu en það er einstaklega öflugur og umhverfisvænn kælimiðill.