Tækniþjónusta 

Meðal sérfræðinga okkar eru reynslumiklir tæknifræðingar, verkfræðingar og iðnfræðingar ásamt öflugum iðnaðarmönnum. Við erum með áratugareynslu í heildarlausnum eins og hönnun og uppsetningu á frysti,- & kælikerfum, færiböndum og stjórnkerfum. Við leggjum ríka áherslu á góða þjónustu og vandað verk enda eru einkunnarorð fyrirtækisins „Þú finnur traust í okkar lausn“.

Tengiliður

Ráðgjöf og þarfagreining

Reynslumiklir sérfræðingar okkar veita ráðgjöf og finna bestu lausnina fyrir þig hverju sinni. Við sérhæfum okkur í allri ryðfrírri sérsmíði, stjórnkerfum, kæli- og frystikerfum, færiböndum og fleiri tækjum og búnaði. 

CAD hönnun

Tæknideildin okkar er með mikla reynslu í CAD hönnun. Sérfræðiþekking okkar nær yfir mörg svið en þau helstu eru kæli- og frystikerfi, færibönd og ýmis sérsmíði. Við veitum persónulega þjónustu og vinnum náið með viðskiptavinum okkar í hönnunarferlinu. 

Stjórnkerfi

Í yfir tvo áratugi höfum við hannað, forritað og sett upp stjórnkerfi fyrir margs konar búnað. Allt frá iðnstýringum eins og færibandastýringum upp í stór stjórnkerfi eins og SCADA kerfi. Okkar stjórnkerfi eru hönnuð nákvæmlega eftir þörfum viðskiptavina okkar.

Þjónusta alla leið

  • Hönnun

  • Smíði

  • Uppsetning

Fjölbreytt starfsemi KAPP gerir okkur kleift að bjóða upp á þjónustu alla leið. Starfsmenn KAPP eru með ólíka menntun, þekkingu og reynslu og að meðaltali eru um 17 iðnaðarstörf hjá okkur hverju sinni. Allar deildir fyrirtækissins vinna saman að einu markmiði sem er að veita framúrskarandi þjónustu enda enda eru einkunnarorð fyrirtækisins „Þú finnur traust í okkar lausn“.

Aðrar þjónustur

Allar þjónustur