RAF Ósonkerfi

KAPP hefur verið leiðandi í hönnun og uppsetningu á ósonkerfum í yfir 20 ár. Notagildi ósons er mikið og er til dæmis hægt að nota óson í sundlaugum, til lyktareyðingar, til hreinsunar á matvinnsluvélum, til að auka geymsluþol matvæla, fyrir fráveitur og vatnshreinsun. Margvíslegar lausnir eru í boði en eina slíka má sjá hér á mynd fyrir neðan.

Lykillinn í að viðhalda gæðum, hreinleika og öryggi.

Óson framleiðslutæki fyrir iðnað

Suez TOGC 

Hægt að stilla flæði og styrk. Virka fyrir jákvæðan og neikvæðan þrýsting á óson úttaki. Loftpressa og súrefnisframleiðsla innbyggt og þarf því engan aukabúnað til að framleiða óson.

Suez ozonia CFS

Hægt að stilla flæði og styrk. Hægt að keyra með súrefni eða með hreinsað þrýstiloft. Framleiðslugetan á ósoni minnkar um meira en helming ef notað er þrýstiloft.

Aukin nýting, gæði og geymsluþol

Óson er einn sterkasti náttúrulegi oxarinn til gerileyðingar og sótthreinsunar sem til er í heiminum og getur drepið allt að 99,9% allra gerla, baktería, vírusa og annara örvera sem finnast í matvælum. Óson skilur heldur ekki eftir sig nein hættuleg aukaefni eftir að það hefur gegnt hlutverki sínu og hentar því einstaklega vel við gerla- og bakteríudráp fyrir matvælaiðnað.

Framfarir í ósonframleiðslu og aukinni þekkingu á réttri ósonmeðhöndlun á matvælum hefur stuðlað að góðum árangri í að hreinsa matvæli og auka nýtingu, gæði og geymslutíma. Auk þess hafa nýjustu rannsóknir sýnt að með réttum aðferðum mun óson ekki oxa fitu eða lækka prótein innihald í t.d. fiski heldur þvert á móti minnka losið í fisknum og minnka þannig vökvatap (drip) og stuðla að hærra proteininnihaldi í afurðunum.

Með því að beita óson íblöndun í andrúmsloft, þvotta/skolun og í ísvélar/krapavélar er hægt að ná eftirsóknarverðum árangri í að halda bakteríum í skefjum, auka geymsluþol og bættum gæðum á afurðum. Slíkur árangur skilar sér síðan áfram í auknum sveigjanleika í flutningsleiðum, betri söluvöru og hærra verði á mörkuðum.

Lofthreinsun

Hægt er að hreinsa andrúmsloft með því að blanda ósoni saman við það. Þannig má drepa bakteríur, minnka sjúkdómahættu og eyða burt ólykt. Flugur og önnur skordýr þola ekki við í óson blönduðu andrúmslofti og því er hægt að halda slíkum skaðvöldum í skefjum með ósonhreinsun. Einnig er hægt að nota óson til sótthreinsunar.

Ósoninu er þá blandað í miklum styrk og látið standa í sólahring og loftræst síðan vel á eftir. Þetta hentar t.d. vel í landbúnaði þegar sótthreinsa á rými áður en ný dýr eru sett inn. Ósontækin er hægt að fá í mismunandi stórum einingum og því alltaf hægt að raða saman tæki sem henta öllum fyrirtækjum jafnt stórum sem smáum.

Vatnshreinsun

Reynst hefur afar vel að blanda ósoni saman við skolvatn þegar hráefni er skolað áður en það fer í vinnslu eða áður en það fer í pökkun. Með því að skola hráefnið í óson blönduðu vatni fæst fallegra útlit og geymsluþolið eykst á vörunni.

Óson blandaður ís sem notaður er til kælingar hægir enn frekar á allri gerlamyndum og varan helst fersk lengur og geymsluþol eykst í samanburði við hefðbundin ís.

Ósonblöndun til hreinsunar á fráveituvatni hefur verið í þróun hjá KAPP síðan 2008 og hefur skilað góðum árangri.

Með öflugri ósontækjum og blöndunarbúnaði hefur ósonhreinsun á sundlaugum verið að ryðja sér rúms. Með réttri hönnun og uppsetningu á ósonhreinsuninni er hægt að nota eingöngu óson til að hreinsunar á sundlaugum og heitum pottum.

  • Aukin nýting, gæði og geymsluþol

    Óson er einn sterkasti náttúrulegi oxarinn til gerileyðingar og sótthreinsunar sem til er í heiminum og getur drepið allt að 99,9% allra gerla, baktería, vírusa og annara örvera sem finnast í matvælum. Óson skilur heldur ekki eftir sig nein hættuleg aukaefni eftir að það hefur gegnt hlutverki sínu og hentar því einstaklega vel við gerla- og bakteríudráp fyrir matvælaiðnað.

    Framfarir í ósonframleiðslu og aukinni þekkingu á réttri ósonmeðhöndlun á matvælum hefur stuðlað að góðum árangri í að hreinsa matvæli og auka nýtingu, gæði og geymslutíma. Auk þess hafa nýjustu rannsóknir sýnt að með réttum aðferðum mun óson ekki oxa fitu eða lækka prótein innihald í t.d. fiski heldur þvert á móti minnka losið í fisknum og minnka þannig vökvatap (drip) og stuðla að hærra proteininnihaldi í afurðunum.

    Með því að beita óson íblöndun í andrúmsloft, þvotta/skolun og í ísvélar/krapavélar er hægt að ná eftirsóknarverðum árangri í að halda bakteríum í skefjum, auka geymsluþol og bættum gæðum á afurðum. Slíkur árangur skilar sér síðan áfram í auknum sveigjanleika í flutningsleiðum, betri söluvöru og hærra verði á mörkuðum.

  • Lofthreinsun

    Hægt er að hreinsa andrúmsloft með því að blanda ósoni saman við það. Þannig má drepa bakteríur, minnka sjúkdómahættu og eyða burt ólykt. Flugur og önnur skordýr þola ekki við í óson blönduðu andrúmslofti og því er hægt að halda slíkum skaðvöldum í skefjum með ósonhreinsun. Einnig er hægt að nota óson til sótthreinsunar.

    Ósoninu er þá blandað í miklum styrk og látið standa í sólahring og loftræst síðan vel á eftir. Þetta hentar t.d. vel í landbúnaði þegar sótthreinsa á rými áður en ný dýr eru sett inn. Ósontækin er hægt að fá í mismunandi stórum einingum og því alltaf hægt að raða saman tæki sem henta öllum fyrirtækjum jafnt stórum sem smáum.

  • Vatnshreinsun

    Reynst hefur afar vel að blanda ósoni saman við skolvatn þegar hráefni er skolað áður en það fer í vinnslu eða áður en það fer í pökkun. Með því að skola hráefnið í óson blönduðu vatni fæst fallegra útlit og geymsluþolið eykst á vörunni.

    Óson blandaður ís sem notaður er til kælingar hægir enn frekar á allri gerlamyndum og varan helst fersk lengur og geymsluþol eykst í samanburði við hefðbundin ís.

    Ósonblöndun til hreinsunar á fráveituvatni hefur verið í þróun hjá KAPP síðan 2008 og hefur skilað góðum árangri.

    Með öflugri ósontækjum og blöndunarbúnaði hefur ósonhreinsun á sundlaugum verið að ryðja sér rúms. Með réttri hönnun og uppsetningu á ósonhreinsuninni er hægt að nota eingöngu óson til að hreinsunar á sundlaugum og heitum pottum.

Við bjóðum einnig upp á smærri ósontæki

Þjónusta

Hjá KAPP færðu alltaf fyrsta flokks þjónustu. Við reynum alltaf að koma til móts við þig á einhvern hátt því það mikilvægasta fyrir okkur er að þú gangi sáttur frá borði. Einnig bjóðum við upp á þjónustu allan sólarhringinn.

Tengiliðir