Skipaþjónusta

KAPP sérhæfir sig í skipaþjónustu og leggur áherslu á skjóta og vandaða vinnu. Meðal viðskiptavina okkar eru leiðandi sjávarútvegsfyrirtæki á heimsvísu. Ryðfrí stálsmíði og kæliviðgerðir eru meðal okkar sérfaga ásamt öllum almennum viðgerðum á vélum og tækjum svo eitthvað sé nefnt. Við leggjum ríka áherslu á góða þjónustu enda eru einkunnarorð fyrirtækisins „Þú finnur traust í okkar lausn“.

Tengiliður

  • Þjónustustjóri - útgerðir og fiskvinnsla

    Sævar Hjalti Óskarsson

    saevar@kapp.is

    664 1302

Kæliþjónusta

Við erum sérfræðingar í kæli- og frystikerfum og veitum alhliða kæliþjónustu fyrir sjávarútveginn. Við sinnum viðhaldi og viðgerðum ásamt hönnun, smíði og uppsetningu kæli- og frystikerfa. Við leggjum mikla áherslu á umhverfisvænar lausnir eins og CO2 og ammoníak. Meðal þess sem við sérhæfum okkur í er að skipta út F-gösum (t.d freon) í kælikerfum og setja inn nýjan umhverfisvænni kælimiðil í staðinn, þessa lausn köllum við hliðarkælingu. 

Ryðfrí stálsmíði

Við erum sérfræðingar í ryðfrírri stálsmíði. Hjá okkur starfa öflugir suðumenn með áratuga reynslu sem tækla verkefnin hratt og örugglega. Einnig bjóðum við upp á hönnun og sérsmíði á öllu sem snýr að málmi.

Viðgerðir og breytingar um borð

Við erum með mikla reynslu í breytingum um borð í skipum. Hjá okkur færðu allt á einum stað, hvort sem það kemur að kælingu, vélum, stálsmíði, tækniþjónustu eða lagnavinnu þá finnurðu þekkinguna hjá okkur.

Óson

Óson er eitt af sérsviðum KAPP en við bjóðum upp á margar lausnir, allt frá litlum ósontækjum upp í stór ósonkerfi. Við sinnum allri þjónustu við ósonkerfi og bjóðum einnig upp á að  sérsmíða ósonkerfi. 

OptimICE®

KAPP er með viðhaldsþjónustu fyrir OptimICE® búnað um allan heim. Við bjóðum upp á þjónustusamninga fyrir viðskiptavini okkar þar sem við sinnum skipulögðum þjónustuskoðunum og vaktþjónustu allan sólarhringinn. 

Þjónusta alla leið

Fjölbreytt starfsemi KAPP gerir okkur kleift að bjóða upp á þjónustu alla leið. Starfsmenn KAPP eru með ólíka menntun, þekkingu og reynslu og að meðaltali eru um 17 iðnaðarstörf hjá okkur hverju sinni. Allar deildir fyrirtækissins vinna saman að einu markmiði sem er að veita framúrskarandi þjónustu enda enda eru einkunnarorð fyrirtækisins „Þú finnur traust í okkar lausn“.

Aðrar þjónustur

Allar þjónustur