Hraðkælikerfi sem framleiðir krapa úr sjóvatni eða saltvatni um borð í skipinu eða á landi.
OptimICE® 120 Krapavél
Þar sem kælikeðjan rofnar aldrei
OptimICE® er ískrapakerfi sem kemur í stað fyrir hefðbundinn flöguís. Krapaísinn er framleiddur úr sjóvatni eða saltvatni bæði um borð og á landi. Krapaísinn umlykur fiskinn og kælir hann fljótt niður fyrir 0°C og heldur hitastiginu í kringum -0.5°C. Á meðan veiðiferðin stendur, við löndun, við flutning til framleiðslu og til neytanda helst fiskurinn við sama hitastig án þess að frjósa sem tryggir hámarksgæði. Þess vegna rofnar kælikeðjan aldrei með OptimICE® krapakerfinu.
Upplýsingar
Það sem við þurfum að vita um þína starfsemi;
- Er starfsemin á landi eða um borð.
- Magn afurðar á klukkustund.
- Hæsta hitastig afurðar.
- Hvert markhitastig afurðarinnar er.
- Hæsta vatnshitastig (sem notað er til ísframleiðslu).
- Stutt lýsing á þínu framleiðsluferli.
- Rafmagnsupplýsingar.
CO2 í öllum OptimICE® krapavélum
Við bjóðum nú upp á Krapavélar knúnar 100% CO2 kælimiðli sem eru hannaðar til að halda kolefnissporinu í algeru lágmarki en á sama tíma minnka rekstrarkostnað. CO2 er 100% vistvænn kælimiðill.
Sjá fleiri OptimICE® vörur
Leyfðu okkur að hjálpa þér að hámarka gæðin þín
OptimICE® kerfin koma í mismunandi gerðum og geta verið aðlöguð eftir þínum þörfum. Við vinnum náið með viðskiptavinum okkar til þess að finna bestu lausnina fyrir hverja starfsemi.