Thor Landeldi kaupir GMT frá Innovasea
KAPP er á IceFish sjávarútvegssýningunni í Fífunni í Kópavogi. Þessi sýning er haldin á þriggja ára fresti og nú er 40 ára afmæli sýningarinnar.
Á fyrsta degi sýningarinnar undirrituðu KAPP og Thor landeldi kaupsamning á þremur GMT fyrir landeldisstöð sína í Þorlákshöfn.
GMT er sambyggður Loftari og Low-Head sem losar CO2 og súrefnisbætir vatnið í stöðinni. Hún kemur frá Innovasea í Noregi og Bandaríkjunum en KAPP er samstarfsaðili þeirra og mun sjá um uppsetningu og þjónustu við kerfið.
Innovasea sérhæfir sig í tæknivæddum vatnslausnum fyrir fiskeldi. Sjá nánar á heimasíðu þeirra hér.
Hér fyrir neðan eru svo fleiri fréttir um Innovasea og GMT:
https://www.salmonbusiness.com/land-based-producer-taps-innovasea-for-smolt-facility-in-iceland/