Ný-Fiskur fær fyrsta eintakið af nýrri CO2 krapavélina frá KAPP

Ny-Fiskur-CO2-Krapavel-OptimICE

KAPP afhenti Ný-Fisk fyrsta eintakið af nýrri krapavél í höfuðstöðvum Ný-Fisks í Sandgerði á dögunum. Vélin er fyrsta krapavélin með CO2 sem er fjöldaframleidd í heiminum. Öll hönnun, þróun og smíði á vélinni hefur verið hjá KAPP en þar hafa allar krapavélar hingað til verið framleiddar.

Orkusparnaður og Hámarksafköst

CO2 krapavélin býður upp á mun betri orkunotkun en fyrri vélar, án þess að skerða afköst. Vélin tryggir áfram hámarksafköst við hraðkælingu aflans, eins og notendur OptimICE® vélanna okkar hafa vanist. Þetta gerir hana að frábærum valkosti fyrir þá sem vilja nýta nýjustu tækni í kælingu með sjálfbærni og hagkvæmni í fyrirrúmi.

Íslensk hönnun og smíði

Teymið okkar hefur lagt mikla vinnu í hönnun, þróun og smíði á þessari nýju vél. Við erum sérstaklega ánægð með að geta boðið íslenskum fyrirtækjum tæknilausnir sem eru í fremstu röð á heimsvísu.

Hluti af hópi starfsmanna KAPP sem hannaði nýju OptimICE® CO2 krapavélina ásamt erlendum sérfræðingum. Frá vinstri: Heimir Halldórsson, Friðrik Ingi Óskarsson, Valþór Hermannsson, Vilberg Ingi Kristjánsson, John King, Martin Ritche, Sævar Hjalti Óskarsson, Helgi Magnússon og Hlynur Georgsson.

Við erum viss um að CO2 krapavélin mun nýtast Ný-Fiski vel og stuðla að áframhaldandi velgengni í þeirra starfsemi.

Við hlökkum til að fylgjast með framgangi þessa nýja áfanga og sjá hvernig vélin mun stuðla að betri orkunýtingu og kælingu í sjávarútvegi.

Lesa meira um CO2 í OptimICE® Krapavélum

Fleiri fréttir

  • Ólafur Karl ráðinn sem aðstoðarforstjóri KAPP

    Ólafur Karl ráðinn sem aðstoðarforstjóri KAPP

  • KAPP skrifar undir samning við Atlas Premium Seafood

    KAPP skrifar undir samning við Atlas Premium Seafood

  • Saltsprautuvel-RAF-S900-visir-hf

    Vísir hf. fær afhenta nýja saltsprautuvél frá KAPP

  • Hágæða hnífabrýni fyrir hringhnífa

    Hágæða hnífabrýni fyrir hringhnífa

  • Carrier kælikerfi fyrir sendibíla Mata ehf

    Carrier kælikerfi fyrir sendibíla Mata ehf

  • Rafvirkjanemar í heimsókn hjá KAPP

    Rafvirkjanemar í heimsókn hjá KAPP

  • Samsettir gámar hjá ESJU Gæðafæði

    Samsettir gámar hjá ESJU Gæðafæði

  • Frábæri sjávarútvegssýning í Barcelona lokið

    Frábæri sjávarútvegssýning í Barcelona lokið

  • Öflugt renniverkstæði hjá KAPP

    Öflugt renniverkstæði hjá KAPP

  • Rafstöð sett upp fyrir Krónuna á Fitjum

    Rafstöð sett upp fyrir Krónuna á Fitjum

  • Óson lyktareyðing fyrir veitingastaði

    Óson lyktareyðing fyrir veitingastaði

  • Mikil þróun á kæli- og frystibúnaði. Bylting í meðferð hráefnis.

    Mikil þróun á kæli- og frystibúnaði. Bylting í meðferð hráefnis.