Bílakæling frá Carrier í þrjá nýja bíla frá MATA ehf.
Starfsmenn KAPP settu upp nýjar Carrier kælivélar í þrjá nýja Bens Sprinter sendibíla frá MATA ehf en KAPP hefur þjónað flutningageiranum í langan tíma með kælikerfi fyrir allar stærðir og gerðir bifreiða.
Í um 50 ár hefur Carrier verið leiðandi á heimsvísu á sviði kælivéla fyrir allar gerðir af bílum og vögnum.
Carrier kælikerfið er nett og tekur lítið pláss en á sama tíma er það mjög öflugt.
í boði er kælikerfi fyrir allar gerðir af flutningabílum.
MATA ehf
Mata hf.er leiðandi fyrirtæki í sölu og dreifingu ávaxta og grænmetis til verslana, veitingastaða og mötuneyta á Íslandi.
Fyrirtækið byggir á áratuga reynslu af innflutningi og dreifingu á ávöxtum og grænmeti, bæði innlendu og innfluttu.
Mata hf. er dótturfyrirtæki Langasjávar ehf. en systurfélög Mata hf. eru: Matfugl ehf., sem er einn stærsti framleiðandi kjúklingaafurða á Íslandi.
Síld og Fiskur ehf. sem er einn þekktasti framleiðandi á kjötáleggi og grísakjöti undir merkjum Ali og Salathúsið ehf. sem framleiðir brauðsalöt og matarsalöt undir merkjum Stjörnusalats, Eðalsalats og Salathúsins.
Sjálfbær og hávaðalaus lausn
Með því að nota nýtt orkunýtingar- og geymslukerfi, breytir Vector eCool hreyfiorku sem myndast af öxli og með bremsum í rafmagn, sem síðan er geymt í rafhlöðupakka sem knýr kælibúnaðinn. Þessi tækni skapar algjörlega sjálfstætt kerfi sem framleiðir enga beina losun koltvísýrings eða agna.
Vector eCool er einnig PIEK-samhæft, sem þýðir að þegar það er notað með City útgáfum af Vector® HE 19 er rekstrarhljóð kerfisins undir 60 dB(A). Ásamt útblástursframmistöðu sinni veitir Vector eCool fullkomna lausn fyrir strangar reglur á vegum í þéttbýli.
Carrier er leiðandi í þróun á umhverfisvænum lausnum fyrir kælikerfi í flutningabílum.
KAPP er umboðsaðili Carrier kælikerfa á Íslandi
KAPP er umboðsaðili Carrier kælikerfa fyrir bifreiðar og vagna á Íslandi. Carrier kælikerfin koma í mismunandi gerðum fyrir alla bíla sem hafa reynst einstaklega vel hér á landi. Í um 50 ár hefur Carrier verið leiðandi á heimsvísu á sviði kælikerfa fyrir bíla og vagna. Carrier leggur mikla áherslu á að kælikerfin séu orkusparandi og umhverfisvæn.
Starfsmenn KAPP sinna allri þjónustu á Carrier kerfum, ráðgjöf, sala, uppsetning og viðhald.
Kælingin er öflug og auðveld í notkun. Hægt er að fylgjast með og stjórna hitastiginu með appi.
Hér sjást Bens Sprinter bílarnir sem MATA ehf var að kaupa fyrir framan höfðstöðvar KAPP ehf við Turnahvarf í Kópavogi.
Carrier kælikferfið er nett bæði að innan og utan eins og sést vel á þessari mynd.
Viðhaldslítið kælikerfið frá Carrier passar á allar gerðir flutningabíla.