Huginn VE 55 tekur upp ammóníakspressu frá Sabroe

Huginn VE 55 tekur upp ammóníakspressu frá Sabroe

Starfsmenn KAPP hafa undanfarið verið að vinna í því að taka upp Sabroe ammóníakspressu í Huginn VE 55.

Ammóníak er mjög öflugur kælimiðill þar sem það á við, sérstaklega í uppsjávarskipum, frystiskipum og stærri landvinnslum.

Skipt var um allar legur, pakkningar, þéttingar o.fl. þannig að rekstraröryggið sé tryggt næstu árin.

Huginn VE 55 er frystiskip og fjölveiðiskip gert út af Huginn ehf í Vestmannaeyjum sem fiskar bæði í nót og flottroll. Skipið veiðir einungis uppsjávarfisk. Síld, loðnu, kolmunna og makríll er frystur um borð til manneldis.

Skipið var smíðað í Chile 2001, er 68 m langt og tekur 879 tonn. Nýlega var lestarrýmið stækkað um 600 rúmmetra og verður skipið þá betur útbúið til að sjókæla aflann og landa honum ferskum en ekki frystum.

KAPP ehf sérhæfir sig í þjónustu og viðgerðum á kælibúnaði fyrir sjávarútveginn og framleiðir m.a. Optimice krapavélarnar sem eru seldar um allan heim.

Á meðfylgjandi myndum má sjá starfsmenn KAPP athafna sig um borð.

 

Fleiri fréttir

  • KAPP er Framúrskarandi fyrirtæki 2019-2024

    KAPP er Framúrskarandi fyrirtæki 2019-2024

  • Fjör á KAPP básnum á IceFish í Fífunni

    Fjör á KAPP básnum á IceFish í Fífunni

  • Thor Landeldi kaupir GMT frá Innovasea

    Thor Landeldi kaupir GMT frá Innovasea

  • Ólafur Karl ráðinn sem aðstoðarforstjóri KAPP

    Ólafur Karl ráðinn sem aðstoðarforstjóri KAPP

  • KAPP skrifar undir samning við Atlas Premium Seafood

    KAPP skrifar undir samning við Atlas Premium Seafood

  • Saltsprautuvel-RAF-S900-visir-hf

    Vísir hf. fær afhenta nýja saltsprautuvél frá KAPP

  • Ny-Fiskur-CO2-Krapavel-OptimICE

    Ný-Fiskur fær fyrsta eintakið af nýrri CO2 krapavélina frá KAPP

  • Hágæða hnífabrýni fyrir hringhnífa

    Hágæða hnífabrýni fyrir hringhnífa

  • Carrier kælikerfi fyrir sendibíla Mata ehf

    Carrier kælikerfi fyrir sendibíla Mata ehf

  • Rafvirkjanemar í heimsókn hjá KAPP

    Rafvirkjanemar í heimsókn hjá KAPP

  • Samsettir gámar hjá ESJU Gæðafæði

    Samsettir gámar hjá ESJU Gæðafæði

  • Frábæri sjávarútvegssýning í Barcelona lokið

    Frábæri sjávarútvegssýning í Barcelona lokið