Uppsetning á kælikerfi í Nanortalik á Grænlandi

Uppsetning á kælikerfi í Nanortalik á Grænlandi

Starfsmenn KAPP eru þessa dagana í Nanortalik á Grænlandi að bæta við nýjum búnaði í viðbót við OptimICE ískrapakerfi sem var sett upp í fyrra fyrir fiskvinnsluhús Arctic Prime Fisheries.

Vinna við viðbótina tekur um hálfan mánuð og hefur gengið vel þrátt fyrir vonsku veður, -15°C og sterkan vind, megnið að af tímanum.

Verkefnið er ansi fjölþætt en hlut af því var að setja upp flöguískerfi sem á að þjónusta smábáta að sumarlagi. Auk þess er öflugt OptimICE krapakerfi í verksmiðjunni sem er notað til að kæla fisk við vinnsluna. Fiskurinn sem áður var frosinn, hefur verið afþýddur og svo haldið köldum við vinnsluna, til að halda fullum gæðum, bæði í vinnslu og svo flutningi í framhaldi af henni.

Með ískrapalausnum frá OptimICE um borð í skipum og í landi næst hámörkun á aflaverðmætum. Með því að halda kælingu á hráefninu við 0°C allan vinnslutímann verða gæðin í hámarki allt frá því fiskurinn er veiddur og þar til hann er fullunninn.

Meðfylgnadi myndir voru teknar af starfsmönnum KAPP og útmyndirnar tók Jónas Hallur Finnbogason sem við þökkum kærlega fyrir að leyfa okkur að nota þær.

 

Fleiri fréttir

 • Öflugt renniverkstæði hjá KAPP

  Öflugt renniverkstæði hjá KAPP

 • Rafstöð sett upp fyrir Krónuna á Fitjum

  Rafstöð sett upp fyrir Krónuna á Fitjum

 • Óson lyktareyðing fyrir veitingastaði

  Óson lyktareyðing fyrir veitingastaði

 • Mikil þróun á kæli- og frystibúnaði. Bylting í meðferð hráefnis.

  Mikil þróun á kæli- og frystibúnaði. Bylting í meðferð hráefnis.

 • Mikið úrval af hurðum hjá KAPP

  Mikið úrval af hurðum hjá KAPP

 • Samsettir frysti- og kæligámar hjá Sælkerabúðinni

  Samsettir frysti- og kæligámar hjá Sælkerabúðinni

 • Skötuveisla KAPP sló öll met

  Skötuveisla KAPP sló öll met

 • Pikkoló - sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu

  Pikkoló - sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu

 • Reynir Pétur kominn heim

  Reynir Pétur kominn heim

 • KAPP er Framúrskarandi fyrirtæki 2019-2023

  KAPP er Framúrskarandi fyrirtæki 2019-2023

 • Ný töskubelti í Leifsstöð

  Ný töskubelti í Leifsstöð

 • KAPP og Eðalfiskur skrifa undir samning á Aqua Nor

  KAPP og Eðalfiskur skrifa undir samning á Aqua Nor