Umhverfisvæn kæling um borð í Tjaldi SH 270
99% minnkun á Freon - Umhverfisvæn bylting
Starfsmenn KAPP settu upp umhverfisvæna kælingu í Tjaldi SH 270. Skipt er um kælimiðlinn Freon sem fer út fyrir Glykol.
Þessi aðferð gengur út á að skipta út kælimiðlinum R404A (Freon) fyrir umhverfisvænni kælimiðil, svo kallað secondary kerfi, þar sem magnið af kælimiðli er minnkað um 99% og komið fyrir í litlu einangruðu kælikerfi í stað þess að það sé í lögnum um allt skip.
Umhverfivæn, ódýr og einföld lausn til að skipta út kælimiðlum eins og Freoni og minnka þar með hættunna á losun F-gasa út í andrúmsloftið.
Fjölmiðlaumfjöllun
Þessi aðferð hefur vakið mikla athygli og hefur m.a. verið fjallað um hana í eftirftöldum fjölmiðlum:
Secondary kæling
Í þessari nýju aðferð eru tvö kerfi í stað eins, kælikerfi og flutningskerfi. Kælikerfið er með kælimiðlinum R449A sem stilltur er á kælingu allt niður í -8°C og liggur fast upp að flutningskerfi, sem er með umhverfisvænum Glykol vökva. Þar sem kerfin liggja þétt saman myndast hliðarkæling stundum kallað kuldaberi sem kælir Glykolið án þess að komast í snertingu við Freonið. Flutningskerfið flytur svo kalt glycol í lestarrýmið.
Með þessari aðferð minnkar hætta á að F-gös leki úr flutningskerfinu sem liggur um allt skip.
Endurnýting á núverandi kerfi
Möguleiki er að nýta stóran hluta af kælikerfinu sem eru fyrir í skipum en í mögum tilfellum, eins og í Tjaldi, þá var tækifærið notað til að endurnýja gamlar koparlagnir í nýjar öruggari lagnir og sama átti við um kælipressuna.
Tækni fyrir öll skip og báta
Með þessari nýju tækni geta öll skip sem hafa gamla Freonkerfið skipt yfir í nýju umhverfisvænu hliðarkælinguna
Freonið geymt og endurnýtt
Hægt að geyma Freonið sem tekið er úr kerfinu til að nota síðar meir og koma þannig í veg fyrir framleiðslu á nýju Freoni.
KAPP sér um ferlið frá A-Ö
Sérfræðingar hjá KAPP aðstoða við þarfagreiningu, hönnun og í framhaldi sjá um allt ferlið frá A-Ö þannig að umhverfisvænu umskiptin verði sem öruggust og þægileg fyrir útgerðina hvort sem það er fyrir kælingu eins og í Tjaldi eða fyrir frystingu á millidekki.
Hér er það sem var gert í Tjaldi
Í þessu 30 ára gamla aflaskipi, sem er í eigu KG fiskverkunar á Rifi var ákveðið að yfirfara allt kerfið og lagnir og skipta út því sem var komið á tíma en nýta það sem var í góðu lagi.Koparlögnum var skipt úr fyrir nýjar og mun öruggari lagnir og Freonið minnkað úr 2000 kg í 18 kg.
Eftirfarandi var gert:
- Skipt um kælipressu
- Skipt um eimsvala
- Freon minnkað um 99%
- Glykol sett í staðinn
- Skipt um lagnir, gamlar koparlagnir út og öruggari lagnir í staðin
- Kælimottur í lest endurnýjaðar
Tjaldur SH 270
Tjaldur er einstaklega farsæll línubátur í eigu KG fiskverkunar og gerður út frá Rifi í Snæfellsbæ.
Hann var byggður 1992 í Noregi, er 39 m að lengd og 411 brúttólestir.
Þess má geta að í honum eru þrjár BP-105 OptimICE krapavélar sem er stór þáttur í því að gæði aflans hafa verið í hæstu gæðum s.l. fimmtán ár.
Sérfæðingar í kælingu fyrir sjávarútveg
KAPP er með fjölþætta þjónustu við sjávarútveginn með áherslu á kælingu og ryðfría sérsmíði.
OptimICE krapavélarnar sem hafa verið seldar um allan heims síðan 1999 eru hannaðar og smíðaðar í KAPP.
Með því að skipta við KAPP nýtur þú þess að KAPP er með margar stoðdeildir sem auðveldar viðgerðir og nýsmíði þar sem það er sjaldgæft að stóla þurfi á þriðja aðila með aðföng o.fl. eins og sést á nokkrum dæmum hér fyrir neðan:
- Öflugt véla- og renniverkstæði
- Ryðfrí stálsmíði
- Smíði og viðgerðir á færiböndum
- Breytingar og viðgerðir á Baader
- Járnsmíði
- Rafmangsverkstæði
- Umboð fyrir Incold kæli- og frystklefum, yleiningum og hurðum
- Umboð fyrir Titan Container kæli- og frystigámum
- Umboð fyrir Carrier kælingu fyrir flutningabíla
- Umboð fyrir Pisces fiskvinnsluvélar
- Innflutningur á fjölmörgu tengdu sjávarútveginum