Óskum Krónunni og Akureyringum til hamingju með nýja umhverfisvæna Krónuverslun á Akureyri

Óskum Krónunni og Akureyringum til hamingju með nýja umhverfisvæna Krónuverslun á Akureyri

KRÓNAN opnaði nýja verslun á Akureyri fyrir skömmu, þá fyrstu á Norðurlandi

Verslunin er stórglæsileg og óskar KAPP Krónunni og öllum Akureyringum innilega til hamingju með hana.

Verslunarrýmið er alls um 2.000 fermetrar að stærð og mun fjöldi vörutegunda í nýju versluninni hlaupa á þúsundum.

KAPP_Kronan_Akureyri_Co2_kaelimidlar_Umhverfisvaen_Sjalfbaer_Svansvottud

KAPP_Kronan_Akureyri_Co2_kaelimidlar_Umhverfisvaen_Sjalfbaer_Svansvottud

Sérstök áhersla er lögð á umhverfisþætti og sem dæmi er allt kælikerfið knúið Co2 í stað F-gasa (Freon) og verslunin er Svansvottuð.

KAPP ehf sá um kæli- og frystihlutann í versluninni en KAPP sérhæfir sig í að skipta út kælikerfum knúnum slæmum kælimiðlum, F-gösum, og setja ný umhverfisvænni kælikerfi í staðinn, Co2.

Co2 kælikerfið er 100% vistvænt. Það er hannað þannig að kolefnissporið sé í algjöru lágmarki, uppsetning á því sé einföld og viðhald verði lítið. Rekstrarkostnaður kælikerfisins er einstaklega hagkvæmur.

Dæmi um mismun á GWP milli kælimiðla: (Global Warming Potential)

250 kg af kælimiðli í versluninni

  • Eldri verslun með Freon 404a = 3.922 GWP. Alls eru 250 kg í henni sem gera 980.500 GWP í eldri versluninni.
  • Ný verslun með Co2 = 1 GWP.  Alls eru 250 kg í henni sem gera = 250 GWP
  • Sparnaðurinn er því 980.250 GWP.

Gróðurhúsalofttegundir hafa mismunandi áhrif á hitastig í andrúmsloftinu. Hver lofttegund fær sinn stuðul, kallaður hlýnunarmáttsstuðull (GWP). Því lægri stuðull því betra.

Krónan mun einnig styðja við umhverfisvænan lífsstíl Akureyringa og bjóða umbúðalausar lausnir eins og þurrvörubar, þar sem viðskiptavinum gefst kostur á að fylla á eigin ílát. Jafnframt er í boði að fá vörur Krónunnar heimsendar.

Sjá nánar hér á frétt á kronan.is

KAPP_Kronan_Akureyri_Co2_kaelimidlar_Umhverfisvaen_Sjalfbaer_Svansvottud

RUB 23 og Wok On

Meðal þess sem verður að finna í nýju versluninni er útibú veitingastaðarins RUB23 þar sem hægt verður að fá rétti frá þessum margrómaða veitingastað. Jafnframt mun hin vinsæla keðja Wok On opna í versluninni og bjóða í fyrsta sinn upp á núðlurétti sína á Akureyri, auk þess sem ferskt kjöt verður skorið og pakkað á staðnum.  
 
Þá geta Akureyringar frá fyrsta degi nýtt Skannað og skundað, þar sem hægt er að skanna vörur með símanum og greiða fyrir í appi.

  • Opnunartími er frá 9-21 alla daga

  • Grænu innkaupakerrurnar úr endurunnu plasti úr sjónum prýða verslunina

  • Umhverfisvænt CO2 vélakerfi keyrir alla kæla og frysta

  • Verslunin er Svansvottuð

  • Þurrvöru og sápubar

Meðfylgjandi eru nokkrar myndar af starfsmönnum KAPP að leggja lokahöndina á kæliskápa og annan kælibúnað. Einnig eru nokkrar myndir frá opnuninni, fengnar að láni á heimasíðu Krónunnar.

KAPP_Kronan_Akureyri_Co2_kaelimidlar_Umhverfisvaen_Sjalfbaer_Svansvottud

KAPP_Kronan_Akureyri_Co2_kaelimidlar_Umhverfisvaen_Sjalfbaer_Svansvottud

KAPP_Kronan_Akureyri_Co2_kaelimidlar_Umhverfisvaen_Sjalfbaer_Svansvottud

KAPP_Kronan_Akureyri_Co2_kaelimidlar_Umhverfisvaen_Sjalfbaer_Svansvottud

KAPP_Kronan_Akureyri_Co2_kaelimidlar_Umhverfisvaen_Sjalfbaer_Svansvottud

KAPP_Kronan_Akureyri_Co2_kaelimidlar_Umhverfisvaen_Sjalfbaer_Svansvottud

KAPP_Kronan_Akureyri_Co2_kaelimidlar_Umhverfisvaen_Sjalfbaer_Svansvottud

 

Fleiri fréttir

  • Öflugt renniverkstæði hjá KAPP

    Öflugt renniverkstæði hjá KAPP

  • Rafstöð sett upp fyrir Krónuna á Fitjum

    Rafstöð sett upp fyrir Krónuna á Fitjum

  • Óson lyktareyðing fyrir veitingastaði

    Óson lyktareyðing fyrir veitingastaði

  • Mikil þróun á kæli- og frystibúnaði. Bylting í meðferð hráefnis.

    Mikil þróun á kæli- og frystibúnaði. Bylting í meðferð hráefnis.

  • Mikið úrval af hurðum hjá KAPP

    Mikið úrval af hurðum hjá KAPP

  • Samsettir frysti- og kæligámar hjá Sælkerabúðinni

    Samsettir frysti- og kæligámar hjá Sælkerabúðinni

  • Skötuveisla KAPP sló öll met

    Skötuveisla KAPP sló öll met

  • Pikkoló - sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu

    Pikkoló - sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu

  • Reynir Pétur kominn heim

    Reynir Pétur kominn heim

  • KAPP er Framúrskarandi fyrirtæki 2019-2023

    KAPP er Framúrskarandi fyrirtæki 2019-2023

  • Ný töskubelti í Leifsstöð

    Ný töskubelti í Leifsstöð

  • KAPP og Eðalfiskur skrifa undir samning á Aqua Nor

    KAPP og Eðalfiskur skrifa undir samning á Aqua Nor

  • OptimICE krapakæling  fyrir löndun uppsjávarafla

    OptimICE krapakæling fyrir löndun uppsjávarafla