OptimICE hraðkæling sett í tvö skip

OptimICE hraðkæling sett í tvö skip

Undanfarna daga hefur verið unnið að því að setja OptimICE ísþykknibúnað í tvö skip, Ottó N. Þorláksson VE-5 og Gullver NS-12.

Ottó N. Þorláksson, sem er í eigu Ísfélags Vestmannaeyja, er 50m langur skuttogari smíðaður í Garðabæ 1981. Hann er 878 brúttótonn og 264 nettótonn, gerður út frá Vestmannaeyjum. Ísþykknibúnaður sem settur var í Ottó er BP-130 krapavél og T-4000 forðatankur.

Gullver, sem er í eigu Síldarvinnslunnar hf, er 50m langur skuttogari smíðaður í Noregi 1983. Hann er 674 brúttótonn og 202 nettótonn, gerður út frá Seyðisfirði. Ísþykknibúnaður sem settur var í Gullver er BP-130 krapavél og T-3000 forðatankur.

Við óskum útgerðum og áhöfnum skipanna til hamingju með nýja hraðkælandi ísþykkninbúnaðinn.

 

OptimICE hraðkæling

OptimICE® er fljótandi krapaís sem framleiddur er úr sjó um borð í skipinu og leysir af hólmi hefðbundinn flöguís. 

Hraðkælingin umlykur fiskinn, kemur honum hratt niður fyrir 0°C og heldur honum í kringum -0,5 °C allan veiðitúrinn, í löndun, í flutningi þvert í kringum landið og allt til endanlegs viðskiptavinar.

Kælikeðjan rofnar því aldrei með OptimICE® hraðkælingu og fiskurinn helst ferskur í hámarksgæðum allan tímann.

 

 

 

Fleiri fréttir

  • Ólafur Karl ráðinn sem aðstoðarforstjóri KAPP

    Ólafur Karl ráðinn sem aðstoðarforstjóri KAPP

  • KAPP skrifar undir samning við Atlas Premium Seafood

    KAPP skrifar undir samning við Atlas Premium Seafood

  • Saltsprautuvel-RAF-S900-visir-hf

    Vísir hf. fær afhenta nýja saltsprautuvél frá KAPP

  • Ny-Fiskur-CO2-Krapavel-OptimICE

    Ný-Fiskur fær fyrsta eintakið af nýrri CO2 krapavélina frá KAPP

  • Hágæða hnífabrýni fyrir hringhnífa

    Hágæða hnífabrýni fyrir hringhnífa

  • Carrier kælikerfi fyrir sendibíla Mata ehf

    Carrier kælikerfi fyrir sendibíla Mata ehf

  • Rafvirkjanemar í heimsókn hjá KAPP

    Rafvirkjanemar í heimsókn hjá KAPP

  • Samsettir gámar hjá ESJU Gæðafæði

    Samsettir gámar hjá ESJU Gæðafæði

  • Frábæri sjávarútvegssýning í Barcelona lokið

    Frábæri sjávarútvegssýning í Barcelona lokið

  • Öflugt renniverkstæði hjá KAPP

    Öflugt renniverkstæði hjá KAPP

  • Rafstöð sett upp fyrir Krónuna á Fitjum

    Rafstöð sett upp fyrir Krónuna á Fitjum

  • Óson lyktareyðing fyrir veitingastaði

    Óson lyktareyðing fyrir veitingastaði