Yfirbyggður kassi og vörulyfta á Benz Atego vörubíl fyrir Öskju

Yfirbyggður kassi og vörulyfta á Benz Atego vörubíl fyrir Öskju

KAPP var að leggja lokahönd á yfirbyggingu kassa ásamt því setja vörulyftu á nýjan sýningarbíl fyrir Öskju. Bíllinn er af gerðinni Benz Atego1530 vörubíll.

Vélaverkstæði KAPP hefur á undaförnum árum sérhæft sig í að setja kassa og vörulyftur á grindarbíla og aðlaga að íslenskum aðstæðum þar sem kuldi og veðurfar ásamt misjöfnu vegakerfi geta tekið sinn toll.

Í samstarfi við Schmitz Cargobull býður KAPP upp á margar gerðir af Trailer vögnum og kössum sem henta við allar aðstæður.

Vörulyftan er frá Dhollandia sem býður upp á ótrúlegt úrval af vörulyftum fyrir hinar ýmsu aðstæður.

KAPP óskar Öskju til hamingju með nýja Atego vörubílinn sem áhugasamir geta skoðað nánar á sýningarsvæði þeirra að Krókhálsi 11-13 í Reykjavík.

Meðfylgjandi eru myndir af vinnu KAPP við yfirbyggingu kassans og ísetningu vörulyftunnar.

 

Related posts

 • Ný töskubelti í Leifsstöð

  Ný töskubelti í Leifsstöð

 • KAPP og Eðalfiskur skrifa undir samning á Aqua Nor

  KAPP og Eðalfiskur skrifa undir samning á Aqua Nor

 • OptimICE krapakæling fyrir löndun uppsjávarafla

  OptimICE krapakæling fyrir löndun uppsjávarafla

 • Viðtal við Frey Friðriksson í Morgunblaðinu, mörg tækifæri framundan.

  Viðtal við Frey Friðriksson í Morgunblaðinu, mörg tækifæri framundan.

 • KAPP ehf selur saltsprautukerfi til Vísis hf í Grindavík

  KAPP ehf selur saltsprautukerfi til Vísis hf í Grindavík

 • Heimsókn frá mótorhjólahóp í Færeyjum

  Heimsókn frá mótorhjólahóp í Færeyjum