Nýr Kaldbakur EA1 með Optim-ICE® kælingu frá KAPP

Nýr Kaldbakur EA1 með Optim-ICE® kælingu frá KAPP

Uppsetning er nú á fullu hjá Slippfélaginu Akureyri á vinnslubúnaði í nýjum Kaldbak EA1 sem er í eigu Samherja.

Að sögn Hjörvars Kristjánssonar, verkefnastjóra nýsmíða hjá Samherja, er lögð mikil áhersla á öfluga blæðingu, þvott og góða kælingu á fisknum og er hann fullviss að gæði afurða úr Kaldbak verði framúrskarand.

Optim-ICE® kælibúnaður frá KAPP er í Kaldbak. BP-130 krapavél og T-4000 forðatankur.

Kælibúnaðurinn hefur á undanförnum tuttugu árum sannað sig sem sérlega góð kæling fyrir útgerðir og fiskvinnslur.

Optim-ICE® er fljótandi ís sem leysir af hólmi hefðbundinn flöguís og er framleiddur um borð í skipinu. Kælingin umlykur fiskinn og heldur honum í kringum 0 °C allan fiskveiðitúrinn, í löndum, í flutningi þvert í kringum landið, til annarra landa og allt til endanlegs viðskiptavinar.

Kælikeðjan rofnar því aldrei með Optim-ICE® kælingu.

Sjá nánar í fréttum:

Slippurinn Akureyri

Fiskifréttir

200milur.is

Related posts

 • CO2 kælimiðill í allar krapavélar

  CO2 kælimiðill í allar krapavélar

 • Ný OptimICE krapavél fyrir smábáta

  Ný OptimICE krapavél fyrir smábáta

 • KAPP kaupir RAF ehf

  KAPP kaupir RAF ehf

 • OptimICE krapavél í Helgu Maríu RE-1

  OptimICE krapavél í Helgu Maríu RE-1

 • Halli kveður eftir 53 ár

  Halli kveður eftir 53 ár

 • Óskum Krónunni og Akureyringum til hamingju með nýja umhverfisvæna Krónuverslun á Akureyri

  Óskum Krónunni og Akureyringum til hamingju með nýja umhverfisvæna Krónuverslun á Akureyri