Ný töskubelti í Leifsstöð

Ný töskubelti í Leifsstöð

Í gær var tekin í notkun ný gerð af töskubeltum á Keflavíkurflugvelli

Við óskum Isavia til hamingju með beltin sem eru í nýjum töskusal í austurálmu í Leifsstöð. Þetta er fyrsti hluti af innleiðingu nýrra töskubelta í komusal og munu næstu áfangar verða teknir í notkun á næstu mánuðum.

KAPP hefur komið að þessu viðamikla verkefni á undanförnum mánuðum þar sem færibönd teygja sig víða um húsið. Töskubeltin eru í grunnin færibönd og beltin í móttökusalnum eru eins og toppurinn á ísjakanum þar sem stærsti hlutinn af færiböndunum eru ekki sýnileg almennum ferðamönnum.

Frétt af þessu birtist á Stöð 2 í gærkvöldi, sjá hér

KAPP býður upp á allt tengt færiböndum; ráðgjöf, sérsmíði, uppsetningu, þjónustu og almennt viðhald og viðgerðir. Sjá nánar hér.

Hér fyrir neðan má sjá mynd af starfsmönnum KAPP vinna við færiböndin í Leifsstöð.

KAPP_færibönd_Leifsstöð_töskubleti_Isavia_Keflavíkurflugvöllur

 

 

Related posts

  • KAPP og Eðalfiskur skrifa undir samning á Aqua Nor

    KAPP og Eðalfiskur skrifa undir samning á Aqua Nor

  • OptimICE krapakæling  fyrir löndun uppsjávarafla

    OptimICE krapakæling fyrir löndun uppsjávarafla

  • Viðtal við Frey Friðriksson í Morgunblaðinu, mörg tækifæri framundan.

    Viðtal við Frey Friðriksson í Morgunblaðinu, mörg tækifæri framundan.

  • KAPP ehf selur saltsprautukerfi til Vísis hf í Grindavík

    KAPP ehf selur saltsprautukerfi til Vísis hf í Grindavík

  • Heimsókn frá mótorhjólahóp í Færeyjum

    Heimsókn frá mótorhjólahóp í Færeyjum

  • CO2 kælimiðill í allar krapavélar

    CO2 kælimiðill í allar krapavélar