Ný reglugerð: heimilt að draga frá 7% með notkun á ísþykkni

Ný reglugerð: heimilt að draga frá 7% með notkun á ísþykkni

Sjávarútvegsráðherra hefur undirritað breytingu á reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla. Nú er heimilt að draga frá 7% af heildarþyngd þegar notað er ísþykkni við kælingu á sjavarafla.

Í frétt hjá Fiskifréttum, segir Kristján Þór Sjávarútvegsráðherra, í tilkynningu frá ráðuneytinu:

„Það hefur verið áhugavert að fylgjast með þeirri framþróun sem orðið hefur á undanförnum árum við kælingu á afla með notkun á ísþykkni. Það er mikilvægt að stjórnvöld fylgist með þessari þróun og liðki fyrir henni, m.a. með því að sjá til þess að regluverkið hvetji til slíkrar framþróunarenda til þess fallið að viðhalda gæðum aflans enn betur. Það er meginmarkmið þeirra breytinga sem við erum hér að gera.“

Breytingin lýtur að reglum um afla sem veginn er á hafnarvog frágenginn til útflutnings, beint í flutningsfar.

 

OptimICE® ísþykknikæling frá KAPP hefur sannað sig sem afburða kæling og kælir aflann margfalt hraðar niður undir 0°C heldur en flöguís.

OptimICE® er fljótandi ís sem leysir af hólmi hefðbundinn flöguís og er framleiddur um borð í skipinu. Kælingin umlykur fiskinn og heldur honum í kringum 0 °C allan fiskveiðitúrinn, í löndun, í flutningi þvert í kringum landið, til annarra landa og allt til endanlegs viðskiptavinar. Kælikeðjan rofnar því aldrei með OptimICE® kælingu.

Eins og sést á grafinu hér fyrir ofan, sem kom út úr rannsókn frá Seafish Scotland, þá fer hitinn í ýsunni úr 16°C niður undir 0°C á innan við einni klst. Með notkun á flöguís lækkar hitinn aðeins um 4°C og eftir fimmtán klst. nær hann varla niður að 0°C.

Auðveldar vinnu um borð og sparar kostnað

Notkun á OptimICE ísþykkni er mun auðveldari en flöguís. Ísþykknið er unnið úr sjó og því þarf ekki að framleiða ís í landi og flytja hann um borð. Ekki þarf að moka ísnum yfir fiskinn því hann er fljótandi og er sprautað úr slöngum sem eru í lestinni. Rannsóknir frá Háskólanum á Akureyri og Matís frá 2019 sýna að upptaka seltu er óveruleg og hefur ekki áhrif á gæði aflans.

  • Framleiðsla um borð
  • Ísþykknið umlykur allan aflann
  • Mun hraðari kæling
  • Minnkar bakteríumyndum til muna
  • Hefur ekki áhrif á seltumagn í aflanum
  • Hillutími eykst um 5-7 daga

Á samsettu myndinn hér fyrir ofan sést hvernig unnið er með OptimICE ísþykknið.

  • Kælivökvanum er sprautað yfir fiskinn jafnharðan og fisknum er raðað í karið. 
  • Hann umlykur fiskinn og þekur hann allann.
  • Ísmyndun byrjar strax og seltan drenast úr karinu í gengnum sérstök göt.
  • Eftir skamman tíma hefur ísinn kælt fiskinn niður undir 0°C.
  • Þannig helst kælingin þangað til aflinn er unninn.

Fleiri fréttir

  • KAPP hlaut umverfisframtak ársins hjá SA

    KAPP hlaut umverfisframtak ársins hjá SA

  • KAPP Skaginn ehf kaupir eignir þrotabús Skagans 3X á Akranesi

    KAPP Skaginn ehf kaupir eignir þrotabús Skagans 3X á Akranesi

  • KAPP er Framúrskarandi fyrirtæki 2019-2024

    KAPP er Framúrskarandi fyrirtæki 2019-2024

  • Fjör á KAPP básnum á IceFish í Fífunni

    Fjör á KAPP básnum á IceFish í Fífunni

  • Thor Landeldi kaupir GMT frá Innovasea

    Thor Landeldi kaupir GMT frá Innovasea

  • Ólafur Karl ráðinn sem aðstoðarforstjóri KAPP

    Ólafur Karl ráðinn sem aðstoðarforstjóri KAPP

  • KAPP skrifar undir samning við Atlas Premium Seafood

    KAPP skrifar undir samning við Atlas Premium Seafood

  • Saltsprautuvel-RAF-S900-visir-hf

    Vísir hf. fær afhenta nýja saltsprautuvél frá KAPP

  • Ny-Fiskur-CO2-Krapavel-OptimICE

    Ný-Fiskur fær fyrsta eintakið af nýrri CO2 krapavélina frá KAPP

  • Hágæða hnífabrýni fyrir hringhnífa

    Hágæða hnífabrýni fyrir hringhnífa

  • Carrier kælikerfi fyrir sendibíla Mata ehf

    Carrier kælikerfi fyrir sendibíla Mata ehf

  • Rafvirkjanemar í heimsókn hjá KAPP

    Rafvirkjanemar í heimsókn hjá KAPP