Nýtt OptimICE krapakerfi í Ottó N. Þorláksson VE 5

Nýtt OptimICE krapakerfi í Ottó N. Þorláksson VE 5

Í dag fer skuttogarinn Ottó N. Þorklásson VE 5 frá Vestmannaeyjum í sína fyrstu veiðiferð með nýtt krapakerfi frá OptimICE.

Um borð er starfsmaður frá KAPP sem kennir áhöfninni réttu handtökin þannig að aukin gæði og hærra afurðaverð fáist frá byrjun.

Fyrir valinu varð OptimICE kælikerfi sem inniheldur BP-130 krapavél með forkæli ásamt T-4000 forðatanki.  

Mun betri gæði og hærra afurðaverð

Áður var fiskurinn kældur með flöguís en með þessari breytingu kælist aflinn margfalt hraðar niður í -0,5°C og helst hann þannig alla veiðiferðina án þess að frjósa, í uppskipun og í flutningum þvert yfir landið.

Við hraðari og endingarbetri kælingu, sem felst í því að fljótandi krapinn umlykur allan fiskinn, lengist hillutíminn til muna og fiskurinn verður sem spriklandi nýr þegar hann kemur í vinnslu í landi.

Þriðja OptimICE krapakerfið til Vestmannaeyja á þessu ári

Fyrr á þessu ári var sett OptimICE krapakerfi í bæði Vestmannaey og Bergey með góðum árangri og nú ákvað Ísfélag Vestmannaeyja, eigandi Ottós, að skipta út flöguísnum og setja upp OptimICE hágæða krapakerfið sem er einnig mun auðveldara og ódýrara að vinna með úti á sjó.

OptimICE hefur verið selt um allan heim undanfarin tuttugu ár og stærstu útgerðir í Rússlandi, Bandaríkjunum, Japan, Ástralíu og Evrópu eru að nota það daglega með góðum árangri. 

Farsæll togari í fjóra áratugi

Ottó N. Þorláksson VE 5 er skuttogari sem smíðaður var hjá Stálvík í Garðabæ árið 1981. Hann er 485 brúttólestir, 50m langur og 10m breiður. Hann er aðallega gerður út á bolfisk. Skipstjóri er Sigurður Konráðsson og Björn Guðjonsen er vélstjóri.

KAPP ehf óskar Ísfélagi Vestmannaeyja til hamingju með OptimICE krapakerfið.

Meðfylgjandi eru myndir frá uppsetningunni:

Fleiri fréttir

  • Ólafur Karl ráðinn sem aðstoðarforstjóri KAPP

    Ólafur Karl ráðinn sem aðstoðarforstjóri KAPP

  • KAPP skrifar undir samning við Atlas Premium Seafood

    KAPP skrifar undir samning við Atlas Premium Seafood

  • Saltsprautuvel-RAF-S900-visir-hf

    Vísir hf. fær afhenta nýja saltsprautuvél frá KAPP

  • Ny-Fiskur-CO2-Krapavel-OptimICE

    Ný-Fiskur fær fyrsta eintakið af nýrri CO2 krapavélina frá KAPP

  • Hágæða hnífabrýni fyrir hringhnífa

    Hágæða hnífabrýni fyrir hringhnífa

  • Carrier kælikerfi fyrir sendibíla Mata ehf

    Carrier kælikerfi fyrir sendibíla Mata ehf

  • Rafvirkjanemar í heimsókn hjá KAPP

    Rafvirkjanemar í heimsókn hjá KAPP

  • Samsettir gámar hjá ESJU Gæðafæði

    Samsettir gámar hjá ESJU Gæðafæði

  • Frábæri sjávarútvegssýning í Barcelona lokið

    Frábæri sjávarútvegssýning í Barcelona lokið

  • Öflugt renniverkstæði hjá KAPP

    Öflugt renniverkstæði hjá KAPP

  • Rafstöð sett upp fyrir Krónuna á Fitjum

    Rafstöð sett upp fyrir Krónuna á Fitjum

  • Óson lyktareyðing fyrir veitingastaði

    Óson lyktareyðing fyrir veitingastaði