KUBBUR að keppa á King of the Hammers í Bandaríkjunum
Magnús Sigurðsson er þessa dagana að keppa á ofurbílnum KUBBI í Johnson Valley í Kalíforníu, þar sem hann munu taka þátt í einni af stærstu “Off-Road” keppnum í heiminum sem er kölluð “King of the Hammers” dagana 31. Janúar – 9. Febrúar 2020.
KUBBUR hefur verið að standi sig mjög vel í forkeppnunum hingað til og komst í gegnum undanúrslit í gær og mun því keppa í aðal úrslitakeppninni sem hefst á morgun föstudag 7. feb.
Almennt er talað um að þessi keppni sé sú stærsta og erfiðast utanvegakeppni í heimi þar sem yfir 7.000 þátttakendur etja kappi.
Við hjá KAPP erum afar stoltir af Magnúsi enda höfum við verið styrktaraðili hans í mörg ár og óskum honum velfarnaðar í úrslitakeppninni á morgun.
Hægt er að fylgjast með honum á heimasíðu keppninnar, númerið hans er 636:
http://yb.tl/kohutv2020?fbclid=IwAR3afrjxMCs0JLW749m_Q727OudSwfSyJx9rZuRAOPsau1oGvisqC8T7VkQ
Hér eru svo nokkrir linkar fyrir áhugasama:
Linkur á Icelandicformulaoffraoad:
https://foiceland.com/magnus-gerir-klart-fyrir-fostudaginn/
Meðfylgjandi eru myndir frá keppnisstað og eins eldri myndir af KUBBI hér heima: