KAPP styrkir Mottumars 2020
Mottumars er árlegt verkefni Krabbameinsfélagsins, sem er í senn vitundarvakning um krabbamein hjá körlum og fjáröflun fyrir félagið.
Í ár er löggð áhersla á gildi hreyfingar sem forvarnar gegn krabbameinum. Rannsóknir sýna að reglubundin hreyfing dregur úr líkum á krabbameinum auk þess sem hreyfing er til góðs fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein.
KAPP er styrktaraðil Mottumars 2020 og fengu m.a. allir starfsmenn par af Stuðningssokkunum. Sokkarnir eru hannaðir af snillingunum í Kormáki og Skildi.