KAPP ehf kaupir Kistufell bifreiðaverkstæði

KAPP ehf kaupir Kistufell bifreiðaverkstæði

KAPP ehf hefur keypt véla- og bifreiðaverkstæðið Kistufell ehf. Þar með er KAPP ehf að styrkja vélarhlutann í starfsemi sinni enn frekar hér á landi. 

Vélaverkstæðið Kistufell, stofnað árið 1952 af bræðrunum Guðmundi og Jónasi Jónassonum, hefur starfað í 700 fermetra eigin húsnæði að Tangarhöfða 13. Fyrirtækið sérhæfir sig í vélaviðgerðum á all flestum tegundum af vélum, slípun sveifarása, borun á vélablokkum, þrýstiprófun hedda og samsetningum á vélum. Hjá fyrirtækinu starfa sjö bifvélavirkjar þar af eru tveir bifvélavirkjameistarar.

„Fyrirtækið verður rekið áfram með svipuðu sniði og áður og með sama mannskap. Þó er stefnt að því að efla starfsemina með alhliða þjónustu á vélasviði og þá í samvinnu með KAPP," er haft eftir Guðmundi Inga Skúlasyni, framkvæmdastjóra Kistufells og aðaleiganda fyrirtækisins frá árinu 2004.

KAPP sinnir vélaviðgerðum og rennismíði, selur og þjónustar kæli-, frysti- og vinnslubúnað ásamt því að hanna, framleiða og smíða ryðfríar vörur fyrir matvælaiðnaðinn. KAPP framleiðir meðal annars OptimICE ísþykknivélar sem hafa verið mjög vinsælar í sjávarútvegi um allan heims undanfarin tuttugu ár. 

„Kistufell er öflugt vélaverkstæði með mikla sögu og vel tækjum búið. Fyrirtækið hefur verið í rekstri af þremur kynslóðum í sömu fjölskyldu í tæpa sjö áratugi. Þessi kaup styrkja þjónustu okkar á innanlandsmarkaði mikið og gera okkur sem heild enn sterkari að sækja fram í okkar starfsemi og þjónustu fyrir viðskiptavini," segir Óskar Sveinn Friðriksson, framkvæmdastjóri KAPP.

 

Fleiri fréttir

  • Öflugt renniverkstæði hjá KAPP

    Öflugt renniverkstæði hjá KAPP

  • Rafstöð sett upp fyrir Krónuna á Fitjum

    Rafstöð sett upp fyrir Krónuna á Fitjum

  • Óson lyktareyðing fyrir veitingastaði

    Óson lyktareyðing fyrir veitingastaði

  • Mikil þróun á kæli- og frystibúnaði. Bylting í meðferð hráefnis.

    Mikil þróun á kæli- og frystibúnaði. Bylting í meðferð hráefnis.

  • Mikið úrval af hurðum hjá KAPP

    Mikið úrval af hurðum hjá KAPP

  • Samsettir frysti- og kæligámar hjá Sælkerabúðinni

    Samsettir frysti- og kæligámar hjá Sælkerabúðinni

  • Skötuveisla KAPP sló öll met

    Skötuveisla KAPP sló öll met

  • Pikkoló - sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu

    Pikkoló - sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu

  • Reynir Pétur kominn heim

    Reynir Pétur kominn heim

  • KAPP er Framúrskarandi fyrirtæki 2019-2023

    KAPP er Framúrskarandi fyrirtæki 2019-2023

  • Ný töskubelti í Leifsstöð

    Ný töskubelti í Leifsstöð

  • KAPP og Eðalfiskur skrifa undir samning á Aqua Nor

    KAPP og Eðalfiskur skrifa undir samning á Aqua Nor