Halli kveður eftir 53 ár

Halli kveður eftir 53 ár

Halli, Haraldur Guðjón Samúelsson, kveður okkur í dag eftir rúm fimmtíu og þrjú farsæl ár.

Halli fæddist á aðfangadag 1950 og bjó fyrstu árin á bóndabæ Fremstuhúsum Dýrafirði. Fljótlega flutti hann að Fossvogsbletti 39, rétt hjá Borgarspítalanum.

Heimili Halla að Fossvogsbletti brann þegar hann var enn á barnsaldri. Í húsinu sem var á tveimur hæðum voru foreldrar hans ásamt öllum sex systkinum Halla.

Haraldur Guðjón Samúelsson kveður KAPP ehf eftir 53 ár sem rennismiður

Frétt um húsbrunann á æskuheimili Halla.

 

Snemma fór hann í sveit í Dýrafirði hjá afa sínum og ömmu og var þar öll sumur þangað til hann varð 14 ára. Á veturnar var hann í Hlíðaskóla og stundaði fimleika hjá Val. Helstu áhugmál hans á þessum árum var að gera við hjól vina sinna og fá að hjóla á þeim í staðin.

Starfsferillin byrjaði snemma en upp úr tíu ára byrjað hann að vinna með skóla í sendlastörfum o.þ.h. Fjórtán ára vann hann í fiskbúð og ári seinna byrjaði hann hjá Málningarverksmiðju Slippfélagsins

 

Námið

Eftir að grunnskóla lauk fór Halli, þá fimmtán ára, í Reykjanesskóla við Ísafjarðardjúp sem var verkmenntaskóli.

Að námi loknu fór hann aftur í Slippfélagið og hafði sett stefnuna á Vélskólann um haustið. Þegar kom að því að skrá sig í Vélskólann fór hann á síðasta degi til að skrá sig en á leiðinni þangað hitti hann vin sinn sem sagði að það væri partý hjá Jónu og þar fór Vélskólinn.

Halli hélt þá bara áfram hjá Slippfélaginu en nokkrum vikum seinna kallaði samstarfsmaður hans á hann og plataði Halla með sér upp í Iðnskóla því hann væri að fara í bifvélavirkjun þar. Halli fór með og þar með breyttist allt. Kennari í rennismíði sá Halla á göngunum, kannaðist eitthvað við pabba hans, dróg hann í tíma og þar með var hann kominn í iðnám í rennismíði.

Þegar að grunnnáminu var að ljúka, 1969, kom kennarinn til hans og sagði að hann ætti að mæta í Egil Vélaverkstæði 2. júlí og fara á nemasamning sem og hann gerði.

Haraldur Guðjón Samúelsson kveður KAPP ehf eftir 53 ár sem rennismiður

Húsnæði Egils Vilhjálmssonar á horni Laugavegar og Ruðarárstíg.

 

Fjölskyldan

Nokkrum árum seinna skellti Halli sér í Sigtún og hitta þar draumastúlkuna, Ástu Benediktsdóttur. Hann bauð henni upp í dans og þá var ekki aftur snúið. 1977 giftu þau sig og eru enn hjón í dag.

Þess má geta að Ásta vann á skrifstofunni hjá Agli Vilhjálmssyni þegar Halli hóf störf þar en þau hittust sjaldan þar.

Þau eignuðust þrjú börn en sonurinn dó 2 ára gamall úr heilahimnubólgu. Fyrir átti Ásta tvö börn og því var oft fjör á heimilinu.

Þau hófu búskap í Fellsmúlanum en þau flutt oft og er Halli mjög stoltur af því hve mögrum fasteignasölum hann hefur haldið uppi í gegnum tíðina.

 

Áhugamál

Björgunarsveit Ingólfs hefur átt hug hans öll fullorðinsárin. Hann byrjaði þar 1973 og hefur verið þar í öllum hlutverkum sl. 50 ár þó svo að viðveran sé orðin minni núna. Hann byrjaði sem bílstjóri, fór í mörg hundruð útköll, var að selja jólatré og flugelda og hefur gert við ótal tæki og bíla í störfum sínum hjá Björgunarsveitinni.

Halla þótti einstaklega gaman að fara í Þórsmörk í góðra vina hóp enda sameinaði það útiveruna, bílavesen og skemmtilegan félagsskap.

Haraldur Guðjón Samúelsson kveður KAPP ehf eftir 53 ár sem rennismiður

Hér er Halli á Wranglernum í einum af fjölmörgum útköllum hjá Björgunarsveitinni Ingólfi.

 

Haraldur Guðjón Samúelsson hjá KAP

Halli í fullum skrúða við stjórnun hjá Landsbjörgu

 

KAPP_Halli_Haraldur Guðjón Samúelsson_rennismiður

 Halli á góðri stundu með bræðrum sínum í Björgunarsveitinni.

 

Árin hjá KAPP

Eins og fyrr sagði byrjaði Halli 2. júní 1969 hjá Agli Vélaverkstæði hf, þá 18 ára gamall og hefur hann unnið þar samfleitt síðan en í dag heitir fyrirtækið KAPP ehf.

Egill Vélaverkstæði var á þessum tíma við Laugaveg 118, hornhús á Laugavegi og Rauðarárstíg en þar hóf Halli störf sem rennismiður. 1977 flutti fyrirtækið á Smiðjuveg þegar fyrirtækinu var skiptu í tvennt og eldri starfsmenn keyptu út véla- og renniverkstæðið og breyttu nafninu í Vélaverkstæði Egils.

Árið 2000 kaupir Freyr Friðriksson, eigandi KAPP í dag, sig inn í Vélaverkstæði Egils og er gerður að framkvæmdastjóra.

2008 flytur Vélaverkstæði í Miðhraun í Garðbæ og breytti jafnframt um nafn, í Egill ehf.

Freyr verður 100% eigandi af Agli ehf 2011 og setur ný markmið í rekstrinum, jafnframt er breytt um nafn, yfir í KAPP ehf. 2021 flytur svo KAPP ehf í nýtt glæsilegt húsnæði að Turnahvarfi 8 í Kópavogi.

 

Haraldur Guðjón Samúelsson hjá KAPP

 Rennismiðurinn Halli í vinnunni.

 

Halli vann sem rennismiður í mörg ár en fór jafnframt í önnur störf og gat sinnt öllum viðgerðastörfum hjá Agli Vélaverkstæði. Hann varð svo verksjóri og gengdi því starfi þangað til aldurinn færðist yfir og hann færði sig yfir í stressminna starf þar sem hann lauk starfsferlinum.

 

KAPP ehf þakkar Halli innilega fyrir störfin öll þessi ár, hans framlag var ómetanlegt og verður seint nægilega þakkað.

Kveðjupartý var haldið í KAPP ehf 21. janúar 2023 þar sem hátt í 70 manns mættu til að þakka Halla fyrir samstarfið. Boðið var upp á veitingar í föstu og fljótandi formi að hætti KAPP. Að hófinu loknu fór langferðabíll með mannskapinn í Hörpuna þar sem hópurinn fór á Eyjalíf tónleikana.

Hér fyrir neðan eru svo nokkrar myndir af Halla í leik og starfi:

 

KAPP kveður Harald Guðjón Samúelsson eftri 53 ár í KAPP

Hluti af hópnum sem kvaddi Halla og fór á tónleikana.

 

Haraldur Guðjón Samúelsson hjá KAPP

50 ára starfsafmæli Halla fagnað. Sævar Hjalti, Halli, Kristján Magnússon. 

 

 

Haraldur Guðjón Samúelsson hjá KAPP

Tveir reynsluboltar í starfamannaferð KAPP á leiðinni upp á Eyjafjallajökul. Halli og Aðalsteinn Aðalsteinsson.

 

KAPP kveður Harald Guðjón Samúelsson eftri 53 ár í KAPP

Freyr Friðriksson, eigandi KAPP ehf, afhendir Halla kveðjugjöf.

 

Haraldur Guðjón Samúelsson hjá KAPP

Halli tekur sem vel út í KAPP jakkanum.

 

KAPP kveður Harald Guðjón Samúelsson eftri 53 ár í KAPP

Halli í símanum að skoða skilaboð frá Björgunarsveitinni.

 

Haraldur Guðjón Samúelsson hjá KAPP

 Halli sýnir réttu handtökin.

 

KAPP kveður Harald Guðjón Samúelsson eftri 53 ár í KAPP

Fullkomið tilefni til að fá sér í nefið.

Fleiri fréttir

  • Ólafur Karl ráðinn sem aðstoðarforstjóri KAPP

    Ólafur Karl ráðinn sem aðstoðarforstjóri KAPP

  • KAPP skrifar undir samning við Atlas Premium Seafood

    KAPP skrifar undir samning við Atlas Premium Seafood

  • Saltsprautuvel-RAF-S900-visir-hf

    Vísir hf. fær afhenta nýja saltsprautuvél frá KAPP

  • Ny-Fiskur-CO2-Krapavel-OptimICE

    Ný-Fiskur fær fyrsta eintakið af nýrri CO2 krapavélina frá KAPP

  • Hágæða hnífabrýni fyrir hringhnífa

    Hágæða hnífabrýni fyrir hringhnífa

  • Carrier kælikerfi fyrir sendibíla Mata ehf

    Carrier kælikerfi fyrir sendibíla Mata ehf

  • Rafvirkjanemar í heimsókn hjá KAPP

    Rafvirkjanemar í heimsókn hjá KAPP

  • Samsettir gámar hjá ESJU Gæðafæði

    Samsettir gámar hjá ESJU Gæðafæði

  • Frábæri sjávarútvegssýning í Barcelona lokið

    Frábæri sjávarútvegssýning í Barcelona lokið

  • Öflugt renniverkstæði hjá KAPP

    Öflugt renniverkstæði hjá KAPP

  • Rafstöð sett upp fyrir Krónuna á Fitjum

    Rafstöð sett upp fyrir Krónuna á Fitjum

  • Óson lyktareyðing fyrir veitingastaði

    Óson lyktareyðing fyrir veitingastaði

  • Mikil þróun á kæli- og frystibúnaði. Bylting í meðferð hráefnis.

    Mikil þróun á kæli- og frystibúnaði. Bylting í meðferð hráefnis.