KAPP ehf fékk frábærar undirtektir á rússnesku sjávarútvegssýningunni

KAPP ehf fékk frábærar undirtektir á rússnesku sjávarútvegssýningunni

Rússneska sjávarútvegssýningin Global fishery forum (seafoodexporussia.com) var haldin 8.-10. sept. 2021 í St. Petersburg.

Á sýninguna var vel mætt og telja sýnendur að allt að 63.000 gestir hafi komið á sýninguna hvaðan að úr heiminum.

KAPP ehf var með bás á sýningunni og var mjög vel mætt á básinn til að kynna sér þær lausnir sem KAPP hefur uppá að bjóða frá veiðum til neytanda.

Pallborðsumræða KAPP um nauðsyn kælingar á hráefni

Freyr Friðriksson eigandi KAPP hélt fyrirlestur á sýningunni undir heitinu "From catch through production" þar sem að hann fór yfir þætti kæliaðferða er snúa að veiðum, meðhöndlun afla um borð, hráefniskælingar í vinnslum o.s.frv.

Vel var mætt á fyrirlesturinn og eru KAPP starfsmenn því alveg í skýjunum með þær mótttökur og undirtektir sem félagið fékk á sínum framleiðsluvörum. 

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá sýningunni.

Ásamt þeim fjölda fulltrúa sjávarútvegsfyrirtækja sem heimsóttu KAPP básinn mætti rússneski sjávarútvegsráðherrann Mr. Shestakov og landbúnaðarráðherrann Mr. Patrushev (mynd A). Einnig kom Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnarðarráðherra á básinn ásamt Árna Þór Sigurðssyni sendiherra Íslands í Rússlandi (mynd B).

 

Fleiri fréttir

  • Öflugt renniverkstæði hjá KAPP

    Öflugt renniverkstæði hjá KAPP

  • Rafstöð sett upp fyrir Krónuna á Fitjum

    Rafstöð sett upp fyrir Krónuna á Fitjum

  • Óson lyktareyðing fyrir veitingastaði

    Óson lyktareyðing fyrir veitingastaði

  • Mikil þróun á kæli- og frystibúnaði. Bylting í meðferð hráefnis.

    Mikil þróun á kæli- og frystibúnaði. Bylting í meðferð hráefnis.

  • Mikið úrval af hurðum hjá KAPP

    Mikið úrval af hurðum hjá KAPP

  • Samsettir frysti- og kæligámar hjá Sælkerabúðinni

    Samsettir frysti- og kæligámar hjá Sælkerabúðinni

  • Skötuveisla KAPP sló öll met

    Skötuveisla KAPP sló öll met

  • Pikkoló - sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu

    Pikkoló - sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu

  • Reynir Pétur kominn heim

    Reynir Pétur kominn heim

  • KAPP er Framúrskarandi fyrirtæki 2019-2023

    KAPP er Framúrskarandi fyrirtæki 2019-2023

  • Ný töskubelti í Leifsstöð

    Ný töskubelti í Leifsstöð

  • KAPP og Eðalfiskur skrifa undir samning á Aqua Nor

    KAPP og Eðalfiskur skrifa undir samning á Aqua Nor