Frábæru ævistarfi Unnþórs lýkur um áramótin

Frábæru ævistarfi Unnþórs lýkur um áramótin

G. Unnþór Stefánsson hættir hjá KAPP um áramótin eftir farsælt ævistarf 

Hann sem er 73 ára snillingur sem getur allt og hefur afrekað meira en flestir enda leikur allt í höndunum á honum.

Unnþór fæddist 1948 og ólst upp í Reykjavík. Átta ára flutti hann til Vestmannaeyja og tveimur árum seinna í sveitina hjá Lóni austan við Höfn þar sem bóndadraumurinn fæddist. Tólf ára flutti hann svo að Krossi á Skarðsströnd og tók hann virkan þátt í búskap næstu árin.

Þegar Unnþór var 16 ára og var hann staðráðinn í því að verða bóndi og skellti sér í nám á Hvanneyri. 18 ára útskrifaðist hann sem búfræðingur en örlögin tóku í taumana og hann var aftur kominn á höfuðborgarsvæðið um tvítugt.

Þar byrjaði Unnþór að vinna hjá þýsku fyrirtæki sem sá um að dýpka höfnina í Straumsvík og seinna á sama stað hófst iðnaðarmannaferillinn, nú í pípulögnum. Við tóku nokkur ár þar sem Unnþór aflaði sér mismunandi reynslu, m.a. á Fiat verkstæðinu og hjá Elliða Nordal á Electra þar sem Unnþór byrjaði tengslin við sjávarútveginn m.a. með smíði og viðhaldi á handfæravindum.

Sjávarútvegurinn heillaði sem endaði með því að Unnþór stofnaði fyrirtækið Sjóvélar við annan mann. Megin starfsemi þess var að smíða og gera við vélar og tæki fyrir sjávarútveginn. 

Fljótlega þróaðist starfsemin og tækninýjungar urðu æ strærri hluti af starfseminni enda eigendurnir sérstaklega útsjónasamir. Margar byltingarkenndar lausnir þróuðust hjá þeim, bæði í öryggismálum og eins til að létta vinnu sjómanna.

Unnþór átti Sjóvélar einn um tíma eða allt fram til 1990 þegar hann skipti um starfsvetfang og hóf störf hjá Ískerfum, sem runnu síðan inn í Optimar, þar sem Unnþór sá um smíði á OptimICE krapavélunum. KAPP kaupir síðan Optimar 2015 og Unnþór hélt áfram smíðinni við góðan orðstír allt fram á daginn í dag.

Árið 1971 kvæntist hann Margréti Guðmundsdóttur og eignuðust þau fjóra drengi. Einn dó sex mánaða sem var mikill harmleikur fyrir fjölskylduna. Hinir strákarnir komust vel til manns og eru sprenglærðir í dag.

Árið 1979 byggði Unnþór sér hús á Álftanesinu. Þegar útveggirnir voru komnir upp tók hann alfarið við smíðinni og klárði restina af mikilli fagmennsku, þakið, eldhúsinngréttinguna og allt þar á milli.

Hann fór einnig létt með að gera upp bíla og búa til verðmæti úr úrsérgengnum hlutum.

Unnþór er sannur Lionsmaður enda einn af stofnendum Lionsklúbbsins á Álftanesi sem hefur alla tíð unnið að góðgerðarmálum ásamt því að halda hina víðfrægu skötuveislu á Þorláksmessu.

Fljótlega eftir að Unnþór flutti á Álftanesið gekk hann í Kirkjukór Bessastaðakirkju enda tenór góður. Með kórnum fór hann í tónleikaferðalag um Bretlandi sem endaði á að syngja fyrir fullu húsi í Royla Albert Hall, einn fárra Íslendinga.

Við þökkum þessum einstaklega hæfileikaríka manni kærlega fyrir samfylgdina öll þessi ár og óskum honum og fjölskyldu hans velfarnaðar á komandi árum.

Fleiri fréttir

  • KAPP kaupir Kami Tech Inc. í Seattle

    KAPP kaupir Kami Tech Inc. í Seattle

  • KAPP hlaut umverfisframtak ársins hjá SA

    KAPP hlaut umverfisframtak ársins hjá SA

  • KAPP Skaginn ehf kaupir eignir þrotabús Skagans 3X á Akranesi

    KAPP Skaginn ehf kaupir eignir þrotabús Skagans 3X á Akranesi

  • KAPP er Framúrskarandi fyrirtæki 2019-2024

    KAPP er Framúrskarandi fyrirtæki 2019-2024

  • Fjör á KAPP básnum á IceFish í Fífunni

    Fjör á KAPP básnum á IceFish í Fífunni

  • Thor Landeldi kaupir GMT frá Innovasea

    Thor Landeldi kaupir GMT frá Innovasea

  • Ólafur Karl ráðinn sem aðstoðarforstjóri KAPP

    Ólafur Karl ráðinn sem aðstoðarforstjóri KAPP

  • KAPP skrifar undir samning við Atlas Premium Seafood

    KAPP skrifar undir samning við Atlas Premium Seafood

  • Saltsprautuvel-RAF-S900-visir-hf

    Vísir hf. fær afhenta nýja saltsprautuvél frá KAPP

  • Ny-Fiskur-CO2-Krapavel-OptimICE

    Ný-Fiskur fær fyrsta eintakið af nýrri CO2 krapavélina frá KAPP

  • Hágæða hnífabrýni fyrir hringhnífa

    Hágæða hnífabrýni fyrir hringhnífa

  • Carrier kælikerfi fyrir sendibíla Mata ehf

    Carrier kælikerfi fyrir sendibíla Mata ehf