Frábær starfsmannaferð í Fljótshlíðina

Frábær starfsmannaferð í Fljótshlíðina

Um síðustu mánaðarmót var starfsmannafélag KAPP með árlega Sumargleði. Farið var í helgarferð í Fljótshlíðina þar sem fjöldi starfamanna mætti með maka og börn.

Hópurinn gisti í Tjörvalundi þar sem frábær aðstaða er fyrir gistingu, leiki og veisluhöld. Um áttatíu manns mættu og skemmtu sér í þrjá daga.

Á laugardeginum var farið í jeppaferð með SouthCoast Adventure á Eyjafjallajökul. Farið var alveg upp á topp þar sem útsýnið er stórfenglegt. Á leiðinni biðu okkar snjósleðar fyrir þá sem vildu leika sér á sleðum, aðrir voru á fjórhjóli og sumir tóku með sér skíði og renndu sér niður jökulinn.

Eftir sjö tíma ferð var slegið til grillveislu. Boðið var upp á holugrillað lambalæri að hætti Óskars framkvæmdastjóra KAPP ásamt fleiri veitingum í föstu og fljótandi formi.

Þegar tók rökkva var slegið í brekkusögn við varðeld þar sem trúbador úr sveitinni hélt uppi stuðinu. Að því loknu var haldið í hlöðuna á Tjörvalundi þar sem fjörið stóð fram undir morgun.

Það voru því kátir stafsmenn KAPP sem héldu heim í rólegheitum á sunnudeginum og allir staðráðnir í að mæta aftur á næsta ári.

Fleiri fréttir

  • KAPP hlaut umverfisframtak ársins hjá SA

    KAPP hlaut umverfisframtak ársins hjá SA

  • KAPP Skaginn ehf kaupir eignir þrotabús Skagans 3X á Akranesi

    KAPP Skaginn ehf kaupir eignir þrotabús Skagans 3X á Akranesi

  • KAPP er Framúrskarandi fyrirtæki 2019-2024

    KAPP er Framúrskarandi fyrirtæki 2019-2024

  • Fjör á KAPP básnum á IceFish í Fífunni

    Fjör á KAPP básnum á IceFish í Fífunni

  • Thor Landeldi kaupir GMT frá Innovasea

    Thor Landeldi kaupir GMT frá Innovasea

  • Ólafur Karl ráðinn sem aðstoðarforstjóri KAPP

    Ólafur Karl ráðinn sem aðstoðarforstjóri KAPP

  • KAPP skrifar undir samning við Atlas Premium Seafood

    KAPP skrifar undir samning við Atlas Premium Seafood

  • Saltsprautuvel-RAF-S900-visir-hf

    Vísir hf. fær afhenta nýja saltsprautuvél frá KAPP

  • Ny-Fiskur-CO2-Krapavel-OptimICE

    Ný-Fiskur fær fyrsta eintakið af nýrri CO2 krapavélina frá KAPP

  • Hágæða hnífabrýni fyrir hringhnífa

    Hágæða hnífabrýni fyrir hringhnífa

  • Carrier kælikerfi fyrir sendibíla Mata ehf

    Carrier kælikerfi fyrir sendibíla Mata ehf

  • Rafvirkjanemar í heimsókn hjá KAPP

    Rafvirkjanemar í heimsókn hjá KAPP