Frábær starfsmannaferð í Fljótshlíðina

Frábær starfsmannaferð í Fljótshlíðina

Um síðustu mánaðarmót var starfsmannafélag KAPP með árlega Sumargleði. Farið var í helgarferð í Fljótshlíðina þar sem fjöldi starfamanna mætti með maka og börn.

Hópurinn gisti í Tjörvalundi þar sem frábær aðstaða er fyrir gistingu, leiki og veisluhöld. Um áttatíu manns mættu og skemmtu sér í þrjá daga.

Á laugardeginum var farið í jeppaferð með SouthCoast Adventure á Eyjafjallajökul. Farið var alveg upp á topp þar sem útsýnið er stórfenglegt. Á leiðinni biðu okkar snjósleðar fyrir þá sem vildu leika sér á sleðum, aðrir voru á fjórhjóli og sumir tóku með sér skíði og renndu sér niður jökulinn.

Eftir sjö tíma ferð var slegið til grillveislu. Boðið var upp á holugrillað lambalæri að hætti Óskars framkvæmdastjóra KAPP ásamt fleiri veitingum í föstu og fljótandi formi.

Þegar tók rökkva var slegið í brekkusögn við varðeld þar sem trúbador úr sveitinni hélt uppi stuðinu. Að því loknu var haldið í hlöðuna á Tjörvalundi þar sem fjörið stóð fram undir morgun.

Það voru því kátir stafsmenn KAPP sem héldu heim í rólegheitum á sunnudeginum og allir staðráðnir í að mæta aftur á næsta ári.

Related posts

  • Ný töskubelti í Leifsstöð

    Ný töskubelti í Leifsstöð

  • KAPP og Eðalfiskur skrifa undir samning á Aqua Nor

    KAPP og Eðalfiskur skrifa undir samning á Aqua Nor

  • OptimICE krapakæling  fyrir löndun uppsjávarafla

    OptimICE krapakæling fyrir löndun uppsjávarafla

  • Viðtal við Frey Friðriksson í Morgunblaðinu, mörg tækifæri framundan.

    Viðtal við Frey Friðriksson í Morgunblaðinu, mörg tækifæri framundan.

  • KAPP ehf selur saltsprautukerfi til Vísis hf í Grindavík

    KAPP ehf selur saltsprautukerfi til Vísis hf í Grindavík

  • Heimsókn frá mótorhjólahóp í Færeyjum

    Heimsókn frá mótorhjólahóp í Færeyjum