Slippurinn Akureyri ehf og KAPP ehf gera samning um búnað fyrir sjö skip.

Slippurinn Akureyri ehf og KAPP ehf gera samning um búnað fyrir sjö skip.

KAPP ehf og Slippurinn Akureyri ehf, undirrituðu í dag samning um kaup Slippsins á Optim-ICE® kælibúnaði sem fer í skip frá fjórum útgerðum, Samherja, Bergur Huginn, Útgerðarfélag Akureyringa og Nergård Havfiske í Noregi.

Slippurinn sér um alla framleiðslu og uppsetningu á vinnsludekki í umrædd skip en KAPP ehf, sér um framleiðslu og uppsetningu á Optim-ICE ískrapakerfum um borð.

Að sögn Ólafs Ormssonar frá Slippnum og Freys Friðrikssonar frá KAPP, verður áhersla lögð á að hafa vinnsludekkið einfalt og skilvirkt enda skilar það skilar sér í betri og öruggari aflameðferð og minnkar áhættuna á miklu viðhaldi.

Optim-ICE® kælibúnaðurinn fer í eftirtalin skip:
Björgúlfur  EA 312 – Samherji
Björg EA 007 – Samherji
Kaldbakur EA 001 – Útgerarfélag Akureyringa
Harðbakur EA – Útgerarfélag Akureyringa
Vestmannaey VE 444  – Bergur Huginn
Bergey VE 544 – Bergur Huginn
NÝSMÍÐI – Nergård Havfiske

Optim-ICE® kælibúnaður hefur á undanförnum tuttugu árum sannað sig sem sérlega góð kæling fyrir útgerðir og fiskvinnslur.

Optim-ICE® er fljótandi ís sem leysir af hólmi hefðbundinn flöguís og er framleiddur um borð í skipinu. Kælingin umlykur fiskinn og heldur honum í kringum 0 °C allan fiskveiðitúrinn, í löndum, í flutningum þvert í kringum landið og til annarra landa og allt til endanlegs viðskiptavinar.

Kælikeðjan rofnar því aldrei með Optim-ICE® kælingu.

Sjá umfjöllun MBL.is hér!

Myndatexti: Freyr Friðriks­son, hjá KAPP, og Ólaf­ur Orms­son, hjá Slippn­um, und­ir­rituðu samn­ing­inn á Sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing­unni í Brus­sel í gær (07-05-19).

Related posts

 • Ný töskubelti í Leifsstöð

  Ný töskubelti í Leifsstöð

 • KAPP og Eðalfiskur skrifa undir samning á Aqua Nor

  KAPP og Eðalfiskur skrifa undir samning á Aqua Nor

 • OptimICE krapakæling fyrir löndun uppsjávarafla

  OptimICE krapakæling fyrir löndun uppsjávarafla

 • Viðtal við Frey Friðriksson í Morgunblaðinu, mörg tækifæri framundan.

  Viðtal við Frey Friðriksson í Morgunblaðinu, mörg tækifæri framundan.

 • KAPP ehf selur saltsprautukerfi til Vísis hf í Grindavík

  KAPP ehf selur saltsprautukerfi til Vísis hf í Grindavík

 • Heimsókn frá mótorhjólahóp í Færeyjum

  Heimsókn frá mótorhjólahóp í Færeyjum