KAPP skógurinn - fyrsta gróðursetning
Nú um helgina var haldin árleg sumarhátíð KAPP.
Starfsmenn og fjölskyldur þeirra fara í Háamúla í Fljótshlíð og eiga góða stund saman sem endar á alvöru grillveislu sem stendur langt fram á nótt.
Að þessu sinni var hluti af dagskrá helgarinnar að hefja formlega ræktun á KAPP skóginum með því að gróðursetja fyrstu græðlingana.
Mikil stemning myndaðist eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
KAPP skógurinn, sem er hluti af sjálfbærnivegferð KAPP, er unninn í samvinnu við Skógræktina með það að markmiði að kolefnisjafna alla starfsemi KAPP og gott betur.
Skógurinn sem er á jörð KAPP í Háamúla í Fljótshlíð mun verða 34 hektarar til að byrja með og gæti orðið vel yfir 200 ha þegar fram líða stundir.