KAPP kaupir RAF ehf

KAPP kaupir RAF ehf

Á sjávarútvegssýningunni í Barcelona í apríl 2023 var gengið frá kaupum KAPP ehf á öllu hlutafé í hátæknifyrirtækinu RAF ehf.

Freyr Friðriksson, eigandi KAPP, segir að með þessum kaupum sjái hann mikil tækifæri til frekari vaxtar KAPP.
,,Ég met það svo að sú mikla þekking og reynsla starfsfólks RAF sem og sá vélbúnaður sem fyrirtækið framleiðir muni styrkja KAPP til frekari sóknar í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi," segir Freyr.

KAPP_kaupir_RAF_sprautuvel_Ososn_hátækni_

RAF 900 sprautuvélakerfi


KAPP þjónustar fyrirtæki í matvælavinnslu til sjós og lands og er kæling matvæla þar í lykilhlutverki. Fyrirtækið rekur einnig véla- og renniverkstæði og sér auk þess um innflutning á kælitækjum frá Incold, Carrier og Titan containers svo eitthvað nefnt.

 

Styrkir KAPP til frekari sóknar í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi

RAF er hátæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í vélasmíði, innflutningi og þjónustu á tækjabúnaði fyrir sjávarútveg, fiskeldi og annan iðnað.

KAPP_kaupir_RAF_sprautuvel_Ososn_hátækni_
Ósónkerfi 

Valþór Hermannsson, sem stýrt hefur RAF í tæp 20 ár, segir að sameiginlega munu félögin bjóða enn betri þjónustu, styrkja framleiðslu á vörum fyrirtækjanna og þróa nýjar og spennandi lausnir á komandi árum. Hann segir að engar breytingar verði á starfsmannahaldi RAF eða þeirri þjónustu og búnaði sem RAF hefur boðið viðskiptavinum sínum um árabil ,,Með KAPP munu auknir kraftar losna úr læðing þar sem mikill mannauður og reynsla sameinast í þessum tveimur fyrirtækjum," segir Valþór, sem kemur jafnframt inn í stjórnendateymi KAPP.

KAPP_kaupir_RAF_sprautuvel_Ososn_hátækni_
Stjórkerfi SCADA. Forritun fyrir stýringar.

,,Eftir 12 ára eignarhald okkar í RAF og góðan rekstur síðustu ára teljum við að núna sé réttur tímapunktur til að selja félagið. Við höfum átt mjög gott samstarf við stjórnendur KAPP á undanförnum árum og samtöl undanfarna mánuði leiddu til að gengið var frá sölu félagsins og erum fullviss um að KAPP sé rétti aðilinn til að taka við keflinu núna," segir Hjalti Halldórsson, annar eiganda RAF undanfarin 12 ár.

Sjá allt um RAF ehf hér.

KAPP_kaupir_RAF_sprautuvel_Ososn_hátækni_

Súrefnistæki

Fleiri fréttir

  • KAPP kaupir Kami Tech Inc. í Seattle

    KAPP kaupir Kami Tech Inc. í Seattle

  • KAPP hlaut umverfisframtak ársins hjá SA

    KAPP hlaut umverfisframtak ársins hjá SA

  • KAPP Skaginn ehf kaupir eignir þrotabús Skagans 3X á Akranesi

    KAPP Skaginn ehf kaupir eignir þrotabús Skagans 3X á Akranesi

  • KAPP er Framúrskarandi fyrirtæki 2019-2024

    KAPP er Framúrskarandi fyrirtæki 2019-2024

  • Fjör á KAPP básnum á IceFish í Fífunni

    Fjör á KAPP básnum á IceFish í Fífunni

  • Thor Landeldi kaupir GMT frá Innovasea

    Thor Landeldi kaupir GMT frá Innovasea

  • Ólafur Karl ráðinn sem aðstoðarforstjóri KAPP

    Ólafur Karl ráðinn sem aðstoðarforstjóri KAPP

  • KAPP skrifar undir samning við Atlas Premium Seafood

    KAPP skrifar undir samning við Atlas Premium Seafood

  • Saltsprautuvel-RAF-S900-visir-hf

    Vísir hf. fær afhenta nýja saltsprautuvél frá KAPP

  • Ny-Fiskur-CO2-Krapavel-OptimICE

    Ný-Fiskur fær fyrsta eintakið af nýrri CO2 krapavélina frá KAPP

  • Hágæða hnífabrýni fyrir hringhnífa

    Hágæða hnífabrýni fyrir hringhnífa

  • Carrier kælikerfi fyrir sendibíla Mata ehf

    Carrier kælikerfi fyrir sendibíla Mata ehf

  • Rafvirkjanemar í heimsókn hjá KAPP

    Rafvirkjanemar í heimsókn hjá KAPP