KAPP gerir stóran samning á Færeysku sjávarútvegssýningunni
KAPP ehf og Danska skipasmiðastöðin Karstensen Skibsværft A/S, undirrituðu í dag samning um kaup Karstensen á Optim-ICE® kælibúnaði sem fer í skip frá þremur útgerðum í Noregi.
Stærsta skipið af þessum þremur skipum er Havsnrup M-195-M, hún verður 77 metrar að lengd og 15,60 metrar að breidd, Gollenes M-311-Hø verður 66 metra langt 14 metrar á breidd og Sille Marie AG-2-K 70 metrar á lengd og 15 metrar á breidd.
Öll skipin eru hönnuð af Karstensen Skibsværft A/S í samvinnu með kaupendur. KAPP ehf mun sjá um framleiðslu og uppsetningu á Optim-ICE® ískrapakerfum um borð í öll skipin.
Myndin frá undirritun samningsins á sjávarútvegssýningunni í Færeyjum í dag, Freyr Friðriksson eigandi KAPP og Kent Damgaard framkv,stjóri Karstensen Skibsvært.
OptimICE® hraðkæling
Optim-ICE® kælibúnaðurinn hefur á undanförnum árum sannað sig sem sérlega góð hraðkæling fyrir útgerðir og fiskvinnslur. Um er að ræða fljótandi ís sem leysir af hólmi hefðbundinn flöguís og er framleiddur um borð í skipunum. Kælingin umlykur fiskinn og heldur honum í kringum 0°C gráður allan fiskveiðitúrinn, í löndun, í flutningum o.s.frv. Kælikeðjan rofnar því aldrei með Optim-ICE®
Allur Optim-ICE® búnaður er hannaður og framleiddur hjá KAPP ehf í Kópavogi og hefur verið seldur um allan heim síðan 1999.
Hér er svo linkur á skipasmíðastöðina.