KAPP er Framúrskarandi fyrirtæki 2019-2023
Creditinfo hefur s.l. fjórtán ár vottað Framúrskarandi fyrirtæki í íslensku atvinnulífi fyrir góðan og traustan rekstur.
Nú, fimmta árið í röð, er KAPP ehf. meðal 2% best reknu fyrirtækja Íslands.
Við erum mjög stolt að ná þessum árangri fimmta árið í röð. Þessi viðurkenning næst ekki nema með afburða góðu starfsfólki og góðum samskiptum við viðskiptavini.
Til að hljóta þessa vottun CreditInfo þarf að uppfylla þessi skilyrði:
- Hefur skilað ársreikningur til RSK fyrir rekstrarárin 2020-22
- Er í lánshæfisflokki 1, 2 eða 3
- Rekstrarhagnaður (EBIT) er jákvæður rekstrarárin 2020-22
- Ársniðurstaðan var jákvæð rekstrarárin 2020-22
- Eiginfjárhlutfall var a.m.k. 20% rekstrarárin 2020-22
- Framkvæmdastjóri er skráður í fyrirtækjaskrá RSK
- Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo
- Rekstrarhagnaður var a.m.k. 50 milljónir 2021 og 2022
- Eignir voru a.m.k. 100 milljónir árin 2020-22
Markmið greiningarinnar er að verðlauna þau fyrirtæki sem standa sig vel og stuðla þannig að bættu viðskiptaumhverfi.
Framúrskarandi fyrirtæki byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag fjárfesta og hluthafa. Það er því eftirsóknavert að skara fram úr.