Hornsteinn lagður að nýjum höfuðstöðvum KAPP
Föstudaginn 19. júní var lagður hornsteinn að nýjum höfuðstöðvum KAPP ehf að Turnahvarfi 8 í Kópavogi.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum mætti fjölmenni við athöfnina sem heppnaðist einstaklega vel. Vel var veitt í mat og drykk og stóð veislan langt fram á kvöld enda veðurguðirnir í sínu besta skapi.
Dagurinn var um margt merkilegur, hjónin Elfa og Freyr, eigendur KAPP ehf. áttu brúðkaupsafmæli, Freyr átti einnig afmæli og svo var þetta Kvennadagurinn 19. júní 2020.
Útskriftarnemar úr hinum ýmsu iðngreinum tengdum KAPP voru heiðraðir. Það er nokkuð ljóst að framtíð iðnaðar á Íslandi er björt ef marka má þessa efnilegu einstaklinga sem hafa verið á starfssamningi hjá KAPP á síðustu misserum.
Það verður mikil breyting til batnaðar þegar KAPP flytur starfsemi sína í Turnahvarfið á næsta ári enda húsnæðið sérhannað að þörfum KAPP. Það er einstaklega staðsett, við hliðina á helstu stofnæðum höfðuborgarsvæðisins.