Bakkaþvottavél frá Nowicki til Dominos
KAPP er umboðsaðili Nowicki á Íslandi en þeir eru eitt af leiðandi fyrirtækjum á sínu sviði með umboðsaðila nánast um allan heim.
Nýverið settum við upp öfluga bakkaþvottavél hjá Dominos. Vélin er ætluð til að þrífa bakka undan pizzadeigi. Hún er mjög öflug með þvottagetu fyrir allt að 600 bakka á klst.
Á meðfylgjandi myndum sést þegar verið er að leggja lokahönd á uppsetningu vélarinnar sem er tvískipt, þvottavél og öflugur þurrkari.