VAKTSÍMI opinn allan sólarhringinn - KÆLIVERKSTÆÐI 894 2700 - OPTIMICE 664 1210

Fréttir

Slippurinn Akureyri ehf og KAPP ehf gera samning um búnað fyrir sjö skip.

Slippurinn Akureyri ehf og KAPP ehf gera samning um búnað fyrir sjö skip.

KAPP ehf og Slippurinn Akureyri ehf, undirrituðu í dag samning um kaup Slippsins á Optim-ICE® kælibúnaði sem fer í skip frá fjórum útgerðum, Samherja, Bergur Huginn, Útgerðarfélag Akureyringa og Nergård Havfiske í Noregi.

Slippurinn sér um alla framleiðslu og uppsetningu á vinnsludekki í umrædd skip en KAPP ehf, sér um framleiðslu og uppsetningu á Optim-ICE ískrapakerfum um borð.

Að sögn Ólafs Ormssonar frá Slippnum og Freys Friðrikssonar frá KAPP, verður áhersla lögð á að hafa vinnsludekkið einfalt og skilvirkt enda skilar það skilar sér í betri og öruggari aflameðferð og minnkar áhættuna á miklu viðhaldi.

Optim-ICE® kælibúnaðurinn fer í eftirtalin skip:
Björgúlfur  EA 312 – Samherji
Björg EA 007 – Samherji
Kaldbakur EA 001 – Útgerarfélag Akureyringa
Harðbakur EA – Útgerarfélag Akureyringa
Vestmannaey VE 444  – Bergur Huginn
Bergey VE 544 – Bergur Huginn
NÝSMÍÐI – Nergård Havfiske

Optim-ICE® kælibúnaður hefur á undanförnum tuttugu árum sannað sig sem sérlega góð kæling fyrir útgerðir og fiskvinnslur.

Optim-ICE® er fljótandi ís sem leysir af hólmi hefðbundinn flöguís og er framleiddur um borð í skipinu. Kælingin umlykur fiskinn og heldur honum í kringum 0 °C allan fiskveiðitúrinn, í löndum, í flutningum þvert í kringum landið og til annarra landa og allt til endanlegs viðskiptavinar.

Kælikeðjan rofnar því aldrei með Optim-ICE® kælingu.

Sjá umfjöllun MBL.is hér!

Myndatexti: Freyr Friðriks­son, hjá KAPP, og Ólaf­ur Orms­son, hjá Slippn­um, und­ir­rituðu samn­ing­inn á Sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing­unni í Brus­sel í gær (07-05-19).

Nemar frá Borgarholtsskóla í heimsókn.

Nemar frá Borgarholtsskóla í heimsókn.

Nú á dögunum komu nemar frá Borgarholtsskóla í heimsókn og fengu kynningu á starfsemi KAPP. Það var gaman að finna hve þau voru áhugasöm og forvitin um fjölbreytta mögleika sem KAPP hefur uppá að bjóða. Framtíðin er björt, það er nokkuð ljóst.

Myndatexti

Heimir Halldórsson og Freyr Friðriksson kynna starfsemi KAPP fyrir nemum frá Borgarholtsskóla

Nýtt kæli- og frystkerfi Innnes í Korngörðum

Nýtt kæli- og frystkerfi  Innnes í Korngörðum

KAPP ehf og Dalsnes, móðurfélag Innnes hafa gert með sér samkomulag um nýtt ammoníaks kæli- og frystikerfi fyrir nýtt vöruhótel í Korngörðum.

Framkvæmdir hefjast í mars og standa fram á sumar. Vöruhótelið verður hátækni vöruhús, það fullkomnasta á Íslandi. Auk vöruhúss verður öll starfsemi Innnes í húsnæðinu.

Myndatexti:
Frá uppsetningu á nýju kæli- og frystikerfi í vöruhótelinu í Korngörðum.

Eigendur KAPP kaupa rekstur Stáltech

Eigendur KAPP kaupa rekstur Stáltech

Hjónin Freyr Friðriksson og Elfa Hrönn Valdimarsdóttir, eigendur KAPP ehf., hafa keypt rekstur Stáltech ehf, sem hefur þjónustað fiskvinnslur, kjötvinnslur og aðrar greinar matvælaiðnaðarins frá stofnun árið 2003. Stáltech hefur jafnframt framleitt færibönd, kæli & uppþýðingarkör fyrir sjávarútveginn ásamt því að sinna sölu og þjónustu á fiskvinnsluvélum frá Pisces. þetta kemur fram í tilkynningu. 

„Með þessum kaupum erum við að styrkja KAPP ehf sem enn öflugra þjónustu og framleiðslufyrirtæki á sviði véla-, kæli- og renniverkstæðis. Við sjáum mikil tækifæri í að auka enn frekar framleiðslu og þjónustu við sjávarútveginn og matvælaiðnaðinn í heild sinni. Við getum nú boðið upp á fleiri lausnir fyrir okkar viðskiptavini,” segir Freyr Friðriksson, framkvæmdastjóri KAPP.

Fyrirtækið framleiðir hinar heimsþekktu OPTIM-ICE ísþykknivélar sem eru mjög vinsælar á alþjóðamarkaði. OPTIM-ICE er með bestu kæliaðferðum sem fyrirfinnast í dag en ísþykknivélarnar hafa einstaklega hraða kælingu og eiginleika sem fara mjög vel með hráefnið.

Allir starfsmenn Stáltech og fyrrum eigendur fyrirtækisins, þeir Eiður Sveinsson og Páll Ingi Kristjónsson, halda áfram að starfa hjá KAPP í höfuðstöðvum fyrirtækisins að Miðhrauni 2 í Garðabæ. KAPP hefur nýverið stækkað framleiðslusal fyrirtækisins um 300 fermetra og segir Freyr að sú stækkun komi sér vel undir starfsemi Stáltech.

Myndatexti: Eiður Sveinsson, Elfa Hrönn Valdimarsdóttir, Freyr Friðriksson og Páll Ingi Kristjónsson við OPTIM-ICE ísþykknivél í höfuðstöðvum KAPP ehf að Miðhrauni 2 í Garðabæ.

OPTIM-ICE til Rússlands

OPTIM-ICE til Rússlands

VALKA kaupir krapavélar fyrir MURMAN Seafood
KAPP ehf og VALKA ehf undirrituðu á dögunum 
samningum afhendingu á ískrapabunaði frá Optim-ICE  sem mun verða uppsettur hjá MURMAN Seafood  í Rússlandi í apríl 2019.
Myndatexti: Frá vinstri: Heimir frá KAPP,  Pálmar frá Valka og Trausti frá KAPP.