VAKTSÍMI opinn allan sólarhringinn - KÆLIVERKSTÆÐI 894 2700 - OPTIMICE 664 1310

Fréttir

OptimICE® ískrapakerfi í grænlenska togaranum Tasermiut

OptimICE® ískrapakerfi í grænlenska togaranum Tasermiut

Starfsmenn KAPP vinna þessa dagana við að uppfæra og yfirfara OptimICE ískrapakerfi í grænlenska togaranum Tasermiut.

Togarinn, sem er í eigu Nanoq Seafood, var byggður í Noregi 1988 er 77m langur og 2500 brúttótonn.

Vinnan gengur vel og reikna KAPP menn og útgerðin með að vinnu ljúki seinna í mánuðinum.

 

 

 

 

 

Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna kom í heimsókn

sjjasfælkadjs

Nemendur Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna ásamt leiðbeinendum frá MATÍS kíktu í heimókn til KAPP og fengu fræðslu um ískrapa  (OptimICE) og um kæligeta hans við mismundandi umhverfishitastig.   

Kostir notkunar á ískrapa eru ótvíðæðir, enda eru afurðir umluktar vökva sem er -2-3°C og því er niðurkæling afurða mun hraðaðri en hefðdundins ís. Kjarnhiti, t.d. í fiski, næst niður á mjög stuttum tíma.

Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna var stofnaður árið 1998 á grundvelli þríhliða samkomulags milli Háskóla Sameinuðu þjóðanna, utanríkisráðuneytisins og Hafrannsóknastofnunar.

Skólinn er rekinn í nánu samstarfi fræða- og menntasamfélagsins, stjórnvalda og atvinnulífs. Meðal samstarfsaðila á Íslandi má nefna Matís, Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Háskólans á Hólum.   

Meginviðfangsefni skólans er að byggja upp færni og þekkingu meðal sérfræðinga á sviði sjávarútvegs og fiskeldis í þróunarlöndum og innan þeirra stofnana og samtaka er þeir vinna í.  

 

Hitastig í upphafi hefur afgerandi áhrif á gæðin

Hvort sem um ræðir Ísland eða önnur lönd þá er mikil vitundarvakning um það hvernig skal meðhöndla hráefni fiskafurða, hvort sem um ræðir við veiðar, fiskeldi, við vinnslu eða flutning á hráefni.

Hitastig og meðhöndlun hráefnis í upphafi hefur afgerandi áhrif á lengd geymsluþols afurða og er kæling er sú varðveisluaðferð sem hægir minnst á skemmdarferli sjávarfangs og því afar mikilvægt að þekking á framleiðslunni, og því sem ber að varast, sé til staðar.  

 

Á myndinni sést þorskur eftir fjórtan daga í kælingu. Sá efri er kældur með OptimICE en sá neðri er með hefðbundnum flöguís.

 

 

Fisktækniskóli Íslands í heimsókn hjá KAPP

Fisktækniskóli Íslands í heimsókn hjá KAPP

Á dögunum komu nemendur Fisktækniskóla Íslands í kynningu hjá KAPP.

Hlutverk skólans er að mennta fólk í sjávarútvegi eftir grunnskóla ásamt endurmenntun starfsfólks í sjávarútvegi.

Björn Valur Gíslason, kennari, kom með hóp ungmenna úr skólanum. Þau fóru um fyrirtækið, ræddu við starfsmenn og sáu framleiðsluna. Sérstakan áhuga höfðu þau á framleiðslu OptimICE krapakerfisins sem flestar stærstu útgerðir Íslands og fleiri landa nota til að auka gæði sjávarafurða og auka hillutíma afurða hjá viðskiptavinum.

Að lokum fengu nemendurnir léttar veitingar og hlýddu á nánari kynningu á hinum fjölmörgu deildum KAPP frá Óskari Sveini Friðrikssyni framkvæmdastjóra.

Ammoníakskerfi í Guðrúnu Þorkelsdóttir SU 211

Ammoníakskerfi í Guðrúnu Þorkelsdóttir SU 211

 

Starfsmenn KAPP ehf vinna þessa dagana við það að skipta út RSW kælibúnaði í uppsjávarskipi ESKJU Guðrúnu Þorkelsdóttir SU 211.

Um er að ræða útskipti á freon kerfi en í stað þess kemur 2 x 1000 kW ammoníaks kerfi sem að KAPP seldi og setur upp.

Þetta er talsverð nákvæmnisvinna þar sem starfsmenn KAPP m.a. skera úr dekki skipsins til að taka út eldri kælibúnað og koma fyrir nýjum ásamt niðurifi á lögnum og endurnýjum á þeim.

 

 

 

 

 

 

KAPP er framúrskarandi fyrirtæki 2019

KAPP er framúrskarandi fyrirtæki 2019

 

Creditinfo hefur í tíu ár vottað Framúrskarandi fyrirtæki í íslensku atvinnulífi fyrir góðan og traustan rekstur.

Markmið greiningarinnar er að verðlauna þau fyrirtæki sem standa sig vel og stuðla þannig að bættu viðskiptaumhverfi.  

Framúrskarandi fyrirtæki byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag fjárfesta og hluthafa. Það er því eftirsóknavert að skara fram úr.