VAKTSÍMI opinn allan sólarhringinn - KÆLIVERKSTÆÐI 894 2700 - OPTIMICE 664 1310

Fréttir

KAPP ehf bætir við sig í Turnahvarfi

KAPP ehf bætir við sig í Turnahvarfi

KAPP ehf hefur náð samningum við MótX ehf um að KAPP eignist allt húsnæðið í Turnahvarfi 8.

KAPP og MótX hófu byggingu nýrra höfuðstöðva beggja fyrirtækjanna að Turnahvarfi 8 fyrir réttu ári síðan og var áformað að þau væru saman í húsnæðinu.

Sökum verkefnastöðu náðust samningar um að KAPP myndi eitt nýta alla aðstöðuna. Nýju höfðustöðvarnar munu því nýtast enn betur og þjóna framtíðarþörfum KAPP á komandi árum.

Á meðfylgjandi mynd, sem tekin var við undirskriftina, eru frá vinstri: Sverrir Bergmann Pálmason frá Fasteingamiðlun, Vignir Steinþórsson, MótX, Elfa Hrönn Valdimarsdóttir, KAPP, Freyr Friðriksson, KAPP og Viggó Hilmarsson, MótX.

KAPP ehf kaupir Kistufell bifreiðaverkstæði

KAPP ehf kaupir Kistufell bifreiðaverkstæði

KAPP ehf hefur keypt véla- og bifreiðaverkstæðið Kistufell ehf. Þar með er KAPP ehf að styrkja vélarhlutann í starfsemi sinni enn frekar hér á landi. 

Vélaverkstæðið Kistufell, stofnað árið 1952 af bræðrunum Guðmundi og Jónasi Jónassonum, hefur starfað í 700 fermetra eigin húsnæði að Tangarhöfða 13. Fyrirtækið sérhæfir sig í vélaviðgerðum á all flestum tegundum af vélum, slípun sveifarása, borun á vélablokkum, þrýstiprófun hedda og samsetningum á vélum. Hjá fyrirtækinu starfa sjö bifvélavirkjar þar af eru tveir bifvélavirkjameistarar.

„Fyrirtækið verður rekið áfram með svipuðu sniði og áður og með sama mannskap. Þó er stefnt að því að efla starfsemina með alhliða þjónustu á vélasviði og þá í samvinnu með KAPP," er haft eftir Guðmundi Inga Skúlasyni, framkvæmdastjóra Kistufells og aðaleiganda fyrirtækisins frá árinu 2004.

KAPP sinnir vélaviðgerðum og rennismíði, selur og þjónustar kæli-, frysti- og vinnslubúnað ásamt því að hanna, framleiða og smíða ryðfríar vörur fyrir matvælaiðnaðinn. KAPP framleiðir meðal annars OptimICE ísþykknivélar sem hafa verið mjög vinsælar í sjávarútvegi um allan heims undanfarin tuttugu ár. 

„Kistufell er öflugt vélaverkstæði með mikla sögu og vel tækjum búið. Fyrirtækið hefur verið í rekstri af þremur kynslóðum í sömu fjölskyldu í tæpa sjö áratugi. Þessi kaup styrkja þjónustu okkar á innanlandsmarkaði mikið og gera okkur sem heild enn sterkari að sækja fram í okkar starfsemi og þjónustu fyrir viðskiptavini," segir Óskar Sveinn Friðriksson, framkvæmdastjóri KAPP.

 

Heimsókn KAPP í rússnenska sendiráðið á Íslandi

Heimsókn KAPP í rússnenska sendiráðið á Íslandi

KAPP ehf hefur á undaförnum árum verið með talsverð viðskipti til Rússlands og í framhaldi af því bauð sendiherra Rússa á Íslandi KAPP í heimsókn til að ræða nánari samskipti.

Mikil ánægja hefur verið í Rússlandi með OptimICE krapakerfið sem KAPP ehf hannar, framleiðir, þjónustar og selur í gegnum söluskrifstofu KAPP í Rússlandi.

Meðal viðskiptavina í Rússlandi eru mörg af stærstu og öflugustu útgerðarfélögum Rússlands og núna í haust bætist við ný verksmiðja búin OptimICE krapakerfum.

Erindi boðs KAPP ehf með sendiherra var m.a. að ræða öflugt skákmót sem haldið verður á Íslandi á næsta ári í samstarfi við skáksambönd Rússlands og Íslands en KAPP ehf mun verða einn af aðal styrktaraðilum þessa móts.

OptimICE er fljótandi krapaís sem notaður er í að kæla fisk um leið og hann er veiddur. Með því verður kælingin mun hraðari og gæðin aukst umstalsvert ásamt því að kælikeðjan rofnar aldrei, frá veiðium, í uppskipun, í flutningum milli landshluta og allt til endanlegs notanda.

Á meðfylgjandi mynd sem tekin var í heimsókninni eru frá vinstri: Viggó Einar Hilmarsson skákfrömuður og eigandi MótX, Magnús Árni Skúlason eigandi Reykjavik Economics ehf og hluti af InDefence hópnum, Freyr Friðriksson eigandi KAPP ehf, Anton Vasiliev sendiherra Rússa á Íslandi, Óskar Sveinn Friðriksson framkvæmdastjóri KAPP ehf og Ari Alexander Ergis Magnússon kvikmyndagerðarmaður.

 

Frábær starfsmannaferð í Fljótshlíðina

Frábær starfsmannaferð í Fljótshlíðina

Um síðustu mánaðarmót var starfsmannafélag KAPP með árlega Sumargleði. Farið var í helgarferð í Fljótshlíðina þar sem fjöldi starfamanna mætti með maka og börn.

Hópurinn gisti í Tjörvalundi þar sem frábær aðstaða er fyrir gistingu, leiki og veisluhöld. Um áttatíu manns mættu og skemmtu sér í þrjá daga.

Á laugardeginum var farið í jeppaferð með SouthCoast Adventure á Eyjafjallajökul. Farið var alveg upp á topp þar sem útsýnið er stórfenglegt. Á leiðinni biðu okkar snjósleðar fyrir þá sem vildu leika sér á sleðum, aðrir voru á fjórhjóli og sumir tóku með sér skíði og renndu sér niður jökulinn.

Eftir sjö tíma ferð var slegið til grillveislu. Boðið var upp á holugrillað lambalæri að hætti Óskars framkvæmdastjóra KAPP ásamt fleiri veitingum í föstu og fljótandi formi.

Þegar tók rökkva var slegið í brekkusögn við varðeld þar sem trúbador úr sveitinni hélt uppi stuðinu. Að því loknu var haldið í hlöðuna á Tjörvalundi þar sem fjörið stóð fram undir morgun.

Það voru því kátir stafsmenn KAPP sem héldu heim í rólegheitum á sunnudeginum og allir staðráðnir í að mæta aftur á næsta ári.

Flottur hópur útskriftarnema frá KAPP

Flottur hópur útskriftarnema frá KAPP

Nú á dögunum var stór hópur nema í starfsþjálfun frá KAPP að útskrifast úr hinum ýmsu iðngreinum.

Framtíðin er björt hjá þessum metnaðarfullu strákum og við óskum þeim til hamingju með árangurinn. KAPP ehf hefur í gengum tíðina lagt áherslu á að fá nema í starfsþjálfun í hinum ýmsu iðngreinum. Þess má geta að þeir eru allir orðnir fastráðnir starfsmenn KAPP.

Á myndinni fyrir ofan sjáum við hópinn frá KAPP ehf. sem var að útskrifast.

Frá vinstri á mynd:

Hlynur Georgsson er 25 ára Vestmannaeyingur með véladellu á háu stigi. Hann var núna að útskrifast sem rennismiður en áður hafði hann lokið vélfræðingnum frá Vélskólanum og sveinsprófi í vélvirkjun þar á undan.

Daníel Snær Heimissson er tvítugur Hafnfirðingur. Hann útskrifaðist sem bifvélavirki úr Borgarholtsskóla. Danni hefur á undanförnum árum verið öflugur í Drift mótorsportinu. Hann ber ábyrgðina á viðgerðum og tækniþróun Be Sich Racing liðsins sem hefur verið Íslandsmeistari undanfarin ár.

Kristján Albert Kristinsson er 22 ára Reykvíkingur sem útskrifaðist sem vélfræðingur úr Vélskóli Íslands. Hann er öflugur íshokkíspilari og stuðningsmaður Arsenal í enska boltanum.

Birkir Fannar Steingrímsson er 27 ára Hafnfirðingur sem var að útskrifast sem meistari í vélvirkjun frá Meistaraskóla Tækniskólans. Birkir Fannar er öllum hlutum kunnugur hjá KAPP. Hann hóf störf árið 2013 og hefur unnið í öllum deildum fyrirtækisins og er því með viðamikla þekkingu á öllum verkum sem koma til okkar. Hann er með þjónustulund á háu stigi og alltaf léttur í lund. Með miklum dugnaði og hæfileikum hefur Birkir unnið sig upp í starf verkstjóra hjá KAPP. 

Kristinn Jón Arnarson er 26 ára frá Rifi á Snæfellsnesi. Hann var að útskrifast sem vélfræðingur. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Kristinn mikla reynslu af alls konar vélavinnu enda er hans helsta áhugamál snjósleðamennska, bílaviðgerðir og starfið í Hjálparsveit Skáta í Kópavogi. 

Andri Snær Ólafsson sem er 19 ár Reykvíkingur var að ljúka sveinsprófi í vélvirkjun ásamt því að vera búinn með skólann í rennismíði. Framundan er svo meistaranám í vélfræði. Andri er mikil áhugamaður um fjallamennsku og félagsmaður í ferðaklúbbi 4x4. Skemmtilegast finnst honum í jeppaferðum þar sem ævintýrin eru á hverju strái.

 

Gullver NS-12 skiptir yfir í OptimICE krapakerfi

Gullver NS-12 skiptir yfir í OptimICE krapakerfi

Gullver NS-12 á Seyðisfirði nýtti sumarlokun hjá fyrstihúsinu á staðnum til að yfirfara skipið. Hluti af því var að skipta út tveimur flöguísvélum á fá öflugt OptimICE krapakerfi í staðin.

Optim-ICE® er fljótandi ís sem framleiddur er úr sjó um borð í skipinu og leysir af hólmi hefðbundinn flöguís. Kælingin umlykur fiskinn og heldur honum í kringum -0,5 °C allan fiskveiðitúrinn, í löndun, í flutningi þvert í kringum landið, til annarra landa og allt til endanlegs viðskiptavinar.

Kælikeðjan rofnar því aldrei með Optim-ICE® kælingu og fiskurinn helst ferskur í hámarksgæðum allan tímann.

Gullver fór í yfirhlaningu á Seyðisfirði eins og segir í frétt á heimasíðu Síldarvinnslunnar, eiganda Gullvers.

Einnig var frétt um Gullver á 200milur.is og í Fiskifrettum.is

Gullver er skuttogari í eigu Síldarvinnslunnar, gerður út frá Seyðisfirði. Smíðaður úr stáli árið 1983 í Noregi, er 45m á lengd, 9,5m á breidd og skráður 423 brúttólestir.

Síldarvinnslan hf. er í dag eitt af stærstu og öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og byggir starfsemin á yfir 60 ára reynslu í fiskvinnslu og útgerð. Fyrirtækið er það stærsta á Íslandi í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski og stærsti framleiðandi á fiskimjöli og lýsi á Íslandi. 

KAPP ehf óskar Síldarvinnslunni og áhöfn Gullvers til hamingju með nýja OptimICE krapakerfið.

Hér fyrir neðan eru myndir frá uppsetningunni þar sem þrír starfsmenn KAPP voru í tíu daga að koma BP-130 krapavélinni og T-3000 forðatanknum fyrir. Þess má geta að vélin var sérhönnuð og aðlöguð að þröngum aðstæðum í Gullverinu og rofið var gat á hliðina til að koma vélinni á sinn stað.

 

 

 

Nýtt OptimICE krapakerfi í Ottó N. Þorláksson VE 5

Nýtt OptimICE krapakerfi í Ottó N. Þorláksson VE 5

Í dag fer skuttogarinn Ottó N. Þorklásson VE 5 frá Vestmannaeyjum í sína fyrstu veiðiferð með nýtt krapakerfi frá OptimICE.

Um borð er starfsmaður frá KAPP sem kennir áhöfninni réttu handtökin þannig að aukin gæði og hærra afurðaverð fáist frá byrjun.

Fyrir valinu varð OptimICE kælikerfi sem inniheldur BP-130 krapavél með forkæli ásamt T-4000 forðatanki.  

Mun betri gæði og hærra afurðaverð

Áður var fiskurinn kældur með flöguís en með þessari breytingu kælist aflinn margfalt hraðar niður í -0,5°C og helst hann þannig alla veiðiferðina án þess að frjósa, í uppskipun og í flutningum þvert yfir landið.

Við hraðari og endingarbetri kælingu, sem felst í því að fljótandi krapinn umlykur allan fiskinn, lengist hillutíminn til muna og fiskurinn verður sem spriklandi nýr þegar hann kemur í vinnslu í landi.

Þriðja OptimICE krapakerfið til Vestmannaeyja á þessu ári

Fyrr á þessu ári var sett OptimICE krapakerfi í bæði Vestmannaey og Bergey með góðum árangri og nú ákvað Ísfélag Vestmannaeyja, eigandi Ottós, að skipta út flöguísnum og setja upp OptimICE hágæða krapakerfið sem er einnig mun auðveldara og ódýrara að vinna með úti á sjó.

OptimICE hefur verið selt um allan heim undanfarin tuttugu ár og stærstu útgerðir í Rússlandi, Bandaríkjunum, Japan, Ástralíu og Evrópu eru að nota það daglega með góðum árangri. 

Farsæll togari í fjóra áratugi

Ottó N. Þorláksson VE 5 er skuttogari sem smíðaður var hjá Stálvík í Garðabæ árið 1981. Hann er 485 brúttólestir, 50m langur og 10m breiður. Hann er aðallega gerður út á bolfisk. Skipstjóri er Sigurður Konráðsson og Björn Guðjonsen er vélstjóri.

KAPP ehf óskar Ísfélagi Vestmannaeyja til hamingju með OptimICE krapakerfið.

Meðfylgjandi eru myndir frá uppsetningunni:

Huginn VE 55 tekur upp ammóníakspressu frá Sabroe

Huginn VE 55 tekur upp ammóníakspressu frá Sabroe

Starfsmenn KAPP hafa undanfarið verið að vinna í því að taka upp Sabroe ammóníakspressu í Huginn VE 55.

Ammóníak er mjög öflugur kælimiðill þar sem það á við, sérstaklega í uppsjávarskipum, frystiskipum og stærri landvinnslum.

Skipt var um allar legur, pakkningar, þéttingar o.fl. þannig að rekstraröryggið sé tryggt næstu árin.

Huginn VE 55 er frystiskip og fjölveiðiskip gert út af Huginn ehf í Vestmannaeyjum sem fiskar bæði í nót og flottroll. Skipið veiðir einungis uppsjávarfisk. Síld, loðnu, kolmunna og makríll er frystur um borð til manneldis.

Skipið var smíðað í Chile 2001, er 68 m langt og tekur 879 tonn. Nýlega var lestarrýmið stækkað um 600 rúmmetra og verður skipið þá betur útbúið til að sjókæla aflann og landa honum ferskum en ekki frystum.

KAPP ehf sérhæfir sig í þjónustu og viðgerðum á kælibúnaði fyrir sjávarútveginn og framleiðir m.a. Optimice krapavélarnar sem eru seldar um allan heim.

Á meðfylgjandi myndum má sjá starfsmenn KAPP athafna sig um borð.

 

Hornsteinn lagður að nýjum höfuðstöðvum KAPP

Eigendur KAPP efh, hjónin Elfa Valdimarsdóttir og Freyr Friðriksson.

Föstudaginn 19. júní var lagður hornsteinn að nýjum höfuðstöðvum KAPP ehf að Turnahvarfi 8 í Kópavogi.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum mætti fjölmenni við athöfnina sem heppnaðist einstaklega vel. Vel var veitt í mat og drykk og stóð veislan langt fram á kvöld enda veðurguðirnir í sínu besta skapi.

Dagurinn var um margt merkilegur, hjónin Elfa og Freyr, eigendur KAPP ehf. áttu brúðkaupsafmæli, Freyr átti einnig afmæli og svo var þetta Kvennadagurinn 19. júní 2020.

Útskriftarnemar úr hinum ýmsu iðngreinum tengdum KAPP voru heiðraðir. Það er nokkuð ljóst að framtíð iðnaðar á Íslandi er björt ef marka má þessa efnilegu einstaklinga sem hafa verið á starfssamningi hjá KAPP á síðustu misserum.

Það verður mikil breyting til batnaðar þegar KAPP flytur starfsemi sína í Turnahvarfið á næsta ári enda húsnæðið sérhannað að þörfum KAPP. Það er einstaklega staðsett, við hliðina á helstu stofnæðum höfðuborgarsvæðisins.

 

 

 

Aukin frystigeta í Tasemuit

Aukin frystigeta í Tasemuit

KAPP er þessa dagana að ljúka við stækkun á frystigetu frystitogarans Tasemuit.

Skipið er í klössun í Reykjavík, skipt um spil o.fl. þar með talið að yfirfara allan kæli- og frystibúnað ásamt því að bæta við öflugum láréttum plötufrysti.

Verkið hefur gengið mjög vel og frystigetan Tasemuit hefur aukist til muna.

Kæliverkstæði KAPP sinnir allri almennri þjónustu á frysti- og kælitækjum, til sjós og lands, bæði á verkstæði okkar og hjá viðskiptavinum. Á verkstæðinu er einnig unnið að framleiðslu á OptimICE ískrapavélum og forkælum.

Taesmuit er frá Grænlandi og er í eigu Nanoq Seafood.

Nýr verkstjóri hjá KAPP

Nýr verkstjóri hjá KAPP

Birkir Fannar Steingrímsson hefur verið ráðinn verkstjóri hjá KAPP.

Hann tekur við af Árna Heiðari Gylfasyni sem lauk störfum um mánaðarmótin eftir farsælan feril innan KAPP. Við þökkum Árna fyrir samveruna og vel unnin störf í gegnum árin og óskum honum velfarnaðar í framtíðinni.

Birkir Fannar, sem er menntaður vélvirki, er öllum hlutum kunnugur hjá KAPP. Hann hóf störf árið 2013 og hefur tekið þátt í þeim mikla uppgangi sem hefur verið hér síðustu árin.  

Birkir hefur unnið í öllum deildum fyrirtækisins og er því með viðamikla þekkingu á öllum verkum sem koma til okkar. Hann er með þjónustulund á háu stigi og alltaf léttur í lund.

Ekki hika við að hafa samband við hann í síma 894 2705 ef þú ert með spurningar eða verkefni sem þú vilt að við sinnum.

 

Lausfrystir til Matorku ehf

Lausfrystir til Matorku ehf

KAPP var rétt í þessu að klára uppsetningu á plötufrysti hjá Motorku efh.

Frystirinn var áður svokallaður Súperfrystir sem hraðfrysti flök niður í -0,9°C á örfáum mínútum. Nú fær hann nýtt hlutverk í starfsstöð Matorku í Grindavík eftir að starfsmenn KAPP breyttu honum í öflugan lausfrysti / roðfrysti. Stýringin á frystinum er hönnuð af KAPP í samvinnu við Stuð ehf.

Matorka ehf var stofnuð árið 2010 og leggur megináherslu á landvinnslu fyrir Ameríkumarkað. Mikil áhersla er á hágæðavöru sem er umhverfisvæn og í stöðugum gæðum þegar komið er til endanlegs neytanda um heim allan.

Sjá myndir af uppsetningunni hér að neðan:

 

KAPP styrkir Mottumars 2020

KAPP styrkir Mottumars 2020

Mottumars er árlegt verkefni Krabbameinsfélagsins, sem er í senn vitundarvakning um krabbamein hjá körlum og fjáröflun fyrir félagið.

Í ár er löggð áhersla á gildi hreyfingar sem forvarnar gegn krabbameinum. Rannsóknir sýna að reglubundin hreyfing dregur úr líkum á krabbameinum auk þess sem hreyfing er til góðs fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein.

KAPP er styrktaraðil Mottumars 2020 og fengu m.a. allir starfsmenn par af Stuðningssokkunum. Sokkarnir eru hannaðir af snillingunum í Kormáki og Skildi.