VAKTSÍMI opinn allan sólarhringinn - KÆLIVERKSTÆÐI 894 2700 - OPTIMICE 664 1310

Fréttir

Nýr umhverfisvænn RSW kælimiðill í Guðrúnu Þorkelsdóttir SU 211

Nýr umhverfisvænn RSW kælimiðill í Guðrúnu Þorkelsdóttir SU 211

Nú á dögunum var lokið við að skipt um kælikerfi í uppsjávarskipinu Guðrúnu Þorkelsdóttur SU 211 þar sem nýtt RSW kerfi með umhverfisvænum ammoníakskælimiðli var sett upp.

Starfsmenn KAPP hafa unnið við uppsetninguna á undanförnum vikum enda er verkið viðamikið vandasamt.

RSW ammoníakskerfið er einstaklega umhverfisvænt og mun umhverfisvænna en R22 freonkælikerfið sem var áður í skipinu.

Við óskum eigendum og starfsfólki ESKJU og áhöfn Guðrúnar Þorkesdóttur til hamingju með nýja umhverfisvæna kælimiðilinn.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá verkstað við Reykjavíkurhöfn.

 

Gleðilegt ár 2020

Gleðilegt ár 2020

KAPP óskar ykkur öllum gleðilegs- og uppskeruríks árs 2020 og þakkar kærlega fyrir liðið ár.

Árið hjá KAPP var einstaklega viðburðarríki og kraftmikið þökk sé fjölmörgum viðskiptavinum hjá hinum mörgu deildum KAPP.

Hápunktar ársins voru fjölmargir og fjölbreyttir:

Þetta er aðeins brot af þeim fjölmörgu verkefnum sem starfsmenn KAPP unnu að á árinu þar sem megin áherslan er lögð á framúrskarandi þjónustu og vönduð vinnubröggð.

Meðfylgjandi eru áramótamyndir frá öflugum sjávarútvegskjarna á Snæfellsnesi. Á litlu svæði eru þrjár hafnir, Rif, Ólafsvík og Grundarfjörður, sem eiga það allar sameiginlegt að iða af lífi allt árið um kring með kraftmiklum útgerðum og framúrskarandi starfsfólki.

Gleðilegt nýtt ár!

 

 

 

Kristinn útskrifast úr Véltækniskólanum

Kristinn útskrifast úr Véltækniskólanum

Við óskum Kristni Jóni Arnarsyni til hamingju með útskriftina úr Véltækniskólanum en hann var rétt í þessu að útskrifast sem vélfræðingur.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Kristinn mikla reynslu af alls konar vélavinnu enda er hans helsta áhugamál snjósleðamennska, bílaviðgerðir og starfið í Hjálparsveit Skáta í Kópavogi.

Kristinn, sem á ættir sínar að rekja á Rif á Snæfellsnesi, mun útskrifast með Sveinspróf á næsta ári. Hann hefur verið í starfsnámi hjá KAPP ehf og er Freyr Friðriksson hans meistari. KAPP hefur á undanförnum árum verið með nema í starfsþjálfun bæði í vélvirkjun og rennismíði. Í dag eru fimm nemar hjá KAPP.

Framtíðin er björt hjá þessum kraftmikla stúdent sem hefur með náminu í Véltækniskólanum einnig verið í rafvirkjun í Tækniskólanum og ætti að útskrifast sem rafvirki á næsta ári.

 

 

 

Metaðsókn í árlega skötuveislu KAPP

Metaðsókn í árlega skötuveislu KAPP

Föstudaginn 13. desember síðastliðinn hélt KAPP ehf sína árlegu skötuveislu. Eins og undanfarin ár var það eðalkokkurinn Magnús Níelsson hjá Kræsingum ehf sem eldaði ofan í viðskiptavini og velunnara þar sem boðið var uppá kæsta skötu og saltfisk með alles. 

Veislan var haldin í húsnæði KAPP að Miðhrauni 2 í Garðabæ. Að venju mætti fjölmenni og í ár var metþáttaka þar sem 387 mættu og nutu góðra veitinga undir tónum stuðboltanna Friðriks Inga Óskarssonar og Helga Hermannssonar sem sáu um lifandi tónlist. Geir Ólafsson tók svo lagið við fagnaðarlæti gesta.

Starfsmenn og eigendur KAPP þakka frábæra þátttöku í skötuveisluna og óska viðskiptavinum og velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Meðfylgjandi eru myndir frá veislunni:

Til hamingju Vala

Til hamingju Vala

Í gær, 11. des. 2019 átti Valgerður Jónsdóttir þrjátíu ára starfsafmæli hjá KAPP.

Vala er snillingurinn okkar í bókhaldinu enda hokin reynslu og á stóran þátt í örum uppgangi KAPP sl. ár.

Hún hóf störf hjá Kværni Eureka 11. des. 1989 sem bókari og var fljót að vinna sig upp í starf skrifstofustjóra.

Árið 2003 þegar Guðmundur Jón Matthíasson stofnaði Optimar Ísland og keypti Kværni Eureka varð Vala einn af fimm hluthöfum Optimar Ísland. Það var þannig allt þar til KAPP ehf kaupir Optimar Ísland árið 2015.

Við óskum Völu til hamingju með tímamótin og þökkum henni samfylgdina á farsælum starfsferli.

Á meðfylgjandi myndum er Óskar Sveinn Friðriksson, framkvæmdastjóri KAPP, að afhenda Völu blómvönd í tilefni dagssins.