Fréttir
Óskum Krónunni og Akureyringum til hamingju með nýja umhverfisvæna Krónuverslun á Akureyri
KRÓNAN opnaði nýja verslun á Akureyri fyrir skömmu, þá fyrstu á Norðurlandi
Freyr Friðriksson í viðtali hjá CBC í Kanada
OPIÐ - en takmörkuð starfsemi vegna árshátíðar
Breiðablik Íslandsmeistari karla 2022
Breiðablik var rétt í þessu að sigra Bestu deild karla í knattspyrnu 2022 og þar með Íslandsmeistari í annað sinn.
Við óskum Breiðablik og Heimi Halldórssyni starfsmanni KAPP innilega til hamingju með árangurinn.
Heimir ásamt öðrum Blikum í KAPP hafa beðið lengi eftir þessari stund og ég veit með vissu að það verður fagnað langt fram eftir nóttu eins og vera ber.
KAPP flutti í Turnahvarf í Kópavogi fyrir ári síðan og þá lofaði Heimir því að Breiðablik yrðu meistarar á þessu ári.
Sannspár Heimir.
KAPP er Framúrskarandi fyrirtæki 2019, 2020, 2021 og 2022
KAPP á IAA Hannover sýningunni sem hófst í dag
OptimICE® er stór hluti af alheims markaðsherferð Bitzer
KAPP er hluti af viðskiptasendinefnd sem fer til Kanada
Íslandsstofa og sendiráð Íslands í Kanada skipuleggja nú viðskiptasendinefnd til Halifax og St. John, 6. og 9. september 2022.
Ferðinn er skipulögð með áherslu á að skapa tækifæri fyrir tæknifyrirtæki í sjávarútvegi á Kanadamarkaði.
KAPP ehf verður hluti af sendinefndinni og kynnir sína starfsemi með sérstaka áherslu á OptimICE®.
Markmið heimsóknarinnar er að hitta fyrirtæki og stjórnvöld með það fyrir augum að mynda ný viðskiptatengsl, styrkja þau sem fyrir eru og kynna vörur og þjónustu íslenskra sjávartæknifyrirtækja.

OptimICE hraðkæling
KAPP er framleiðandi á OptimICE krapavélum fyrir sjávarútveginn sem seldar er um allan heim síðan 1999. Söluskrifstofur eru í Bandaríkjunum, Noregi, Frakklandi, Færeyjum, Rússlandi og Mexikó.
OptimICE® er fljótandi krapaís sem framleiddur er úr sjó um borð í skipinu og leysir af hólmi hefðbundinn flöguís.
Hraðkælingin umlykur fiskinn, kemur honum hratt niður fyrir 0°C og heldur honum í kringum -0,5 °C allan veiðitúrinn, í löndun, í flutningi þvert í kringum landið og allt til endanlegs viðskiptavinar.
Kælikeðjan rofnar því aldrei með OptimICE® hraðkælingu og fiskurinn helst ferskur í hámarksgæðum allan tímann.

Umhverfismál
Umhverfismál eru stór þáttur í starfsemi KAPP þar sem lögð er áhersla á að aðstoða fyrirtæki við að skipta út F-gösum (Freon) í kælikerfum og nota umverfisvænni kælimiðla í staðin eins og ammóníak, Co2 eða rafmagn.
KAPP kolefnisjafnar alla sína starfsemi og meira til með eigin skógi í Fljótshlíðinni.
Þjónusta KAPP nær víða
KAPP þjónusta nær víða eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Nú á dögunum voru starfsmann okkar kallaðir út til að sinna A/C áfyllingu ásamt fleiru fyrir jarðvegsverktaka þar sem verið er að tvöfalda Vesturlandsveginn.
Farið var á staðinn á þjónustubifreið KAPP sem er stútfull af tækum og tólum til að sinna þjónustu utan verkstæðis okkar.
Alltaf gaman að geta aðstoðað þegar kallið kemur.