VAKTSÍMI opinn allan sólarhringinn - KÆLIVERKSTÆÐI 894 2700 - OPTIMICE 664 1310

Fréttir

Uppsetning á hraðfrystigámum frá Titan Container AS

Uppsetning á hraðfrystigámum frá Titan Container AS

Nýlega setti KAPP upp umhverfisvæna Blast Freezer frystigáma frá Titan Containers AS hjá tveimur fyrirtækjum í Hafnarfirði, Omega 3 og Stakkholti. Báðir gámarnir eru 20 feta langir.

Gámarnir eru með mjög öflugri hraðfrystingu og kæla niður í -40°C.

Frystitíminn er um 60% hraðari en á hefðbundnum frystigámum.

Umgangur um gámana er mjög þægilegur þar sem þeir hafa heilopnun í báða enda og því jafnvel hægt að keyra í gegnum þá á lyftara.

Hægt er að fá gámana í ýmsum stærðum og gerðum með kælingu frá +30°C niður í -65°C. Dæmi um hraða frystingarinar er að þeir frysta heilan gám af ópakkaðri vöru, t.d. fiski á grindum niður í -40°C á 1-2 klst.

 

OptimICE® forkælir í Dala Rafn VE 508

OptimICE® forkælir í Dala Rafn VE 508

KAPP seldi nýverið forkælir í Dala Rafn VE 508 sem gerður er út af Ísfelagi Vestmannaeyja. Kælifelagið í Eyjum sem að hluta til er í eigu KAPP sá um uppsetningu og tengingu á búnaðinum um borð og segir Pétur, skipstjóri Dala Rafns, núna nokkrum vikum eftir uppsetningu að forkælirinn sé frábær í alla staði og mælingar á hitastigi sýni að fiskurinn sé að ná niðurkælingunni á mjög skömmum tíma.

 

KAPP á Seafood Expo Russia

KAPP á Seafood Expo Russia

Eins og undanfarin ár er KAPP með bás á rússnensku sjávarútvegssýningunni Seafood Expo Russia sem haldin er í Saint Petersburg 10-12 júlí.

Mikill uppgangur er í sjávarútvegi í Rússlandi og ásóknin í sýninguna eftir því. Yfir 300 sýnendur taka þátt í 13.000 fm sýningarhöll. Yfir 7.000  kaupendur koma á sýninguna frá 30 fylkjum Rússlands og yfir 50 löndun.

Heimir Halldórsson þjónustustjóri KAPP og Freyr Friðriksson eigandi KAPP eru á sýningunni ásamt starfsmönnum rússnensku söluskrifstofu KAPP í Murmansk.

Mikil ánægja er með sýninguna enda er hún öflugusta sjávarútvegssýning Rússlands á hverju ári sem haldin er af einkaaðilum.

 

100% vistvænt CO2 kælikerfi frá SCM Frigo sett upp hjá Sláturfélagi Suðurlands á Hvolsvelli

100% vistvænt CO2 kælikerfi frá SCM Frigo sett upp hjá Sláturfélagi Suðurlands á Hvolsvelli

KAPP óskar Sláturfélagi Suðurlands til hamingju með nýja vistvæna CO2 kælikerfið frá SCM Frigo sem sett var upp hjá Kjötiðnaðarstöð SS á Hvolsvelli. Stöðin á Hvolsvelli er sú stærsta og fullkomnasta á Íslandi og þar eru m.a. framleiddar hinar heimsfrægu SS pylsur og 1944 réttirnir.

CO2 kælikerfið frá SCM Frigo eru 100% vistvænt. Það er hannað þannig að kolefnissporið sé í algjöru lágmarki, uppsetning á því sé einföld og viðhald verði lítið. Rekstrarkostnaður kælikerfisins er einstaklega hagkvæmur.

Einnig var settur upp frystiklefi frá  Incold. Hann er framleiddur samkvæmt ströngustu stöðlum um gæði, endingu og rekstrarkostnað. 

KAPP ehf er með öflugt kæliverkstæði sem sér um uppsetningu og þjónustu kælikerfa fyrir hins ýmsu fyrirtæki eins og t.d. matvælaverslanir, matvælaframleiðslufyrirtæki, innflutningsaðila auk sjávarútvegsfyrirtækja.

KAPP er umboðsaðili fyrir SCM Frigo kælikerfin og Incold frysti- og kæliklefana. 

 

 

Vestmannaey VE 54 með OptimICE® krapavél

Vestmannaey VE 54 með OptimICE® krapavél

Fyrsta skipið í raðsmíðaverk­efni ís­lenskra út­gerða er vænt­an­legt til lands­ins um 10. júlí. Það er Vest­manna­ey sem út­gerðarfé­lagið Berg­ur-Hug­inn í Eyj­um, dótt­ur­fé­lag Síld­ar­vinnsl­unn­ar í Nes­kaupstað, kaup­ir. Heima­höfn þess er í Vest­manna­eyj­um eins og nafnið bend­ir til.

Ber­gey, hitt nýja skip Síld­ar­vinnsl­unn­ar, er vænt­an­legt í sept­em­ber og er það einnig með OptimICE® krapavél.

Sjá nánar á mbl.is