Vel heppnað kvöld hjá starfsmannafélagi KAPP

Vel heppnað kvöld hjá starfsmannafélagi KAPP

Nú fyrir stuttu hélt starfsmannafélag KAPP gleðikvöld þar sem boðið var upp á þétta og virkilega vel heppnaða dagskrá.

Mjög góð þátttaka var, nánast allir sem áttu tök á því að mæta mættu. Byrjað var á því að hittast í Hvalasafninu á Granda þar sem boðið var upp á drykki og leiðsögn um safnið. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er Hvalasafnið áhrifamikið og talsverð upplifun.

Því næst var tölt yfir götuna í Fly over Iceland. Fæstir höfðu komið þangað áður en óhætt að setja að allir hafi orðið fyrir óvæntri upplifun í hæsta gæðaflokki. Öll umgjörð og framkvæmd er í Hollywood gæðum og fóru sumir beint á eftir og keyptu miða á sýninguna daginn eftir.

Kvöldin lauk svo með því að hópurinn labbaði yfir á Grandi Mathöll þar sem KAPP átti bókaðan hliðarsalninn. Allir fengu spilapenginga sem þeir nýttur í að kaupa mat og drykki að eigin vali. Einn pantaði sér sviðakjamma með frönskum og káli.

Virkilega flott kvöld hjá starfsmannafélaginu og verður spennandi að sjá hvað verður boðið uppá næst.

Related posts

  • CO2 kælimiðill í allar krapavélar

    CO2 kælimiðill í allar krapavélar

  • Ný OptimICE krapavél fyrir smábáta

    Ný OptimICE krapavél fyrir smábáta

  • KAPP kaupir RAF ehf

    KAPP kaupir RAF ehf

  • OptimICE krapavél í Helgu Maríu RE-1

    OptimICE krapavél í Helgu Maríu RE-1

  • Halli kveður eftir 53 ár

    Halli kveður eftir 53 ár

  • Óskum Krónunni og Akureyringum til hamingju með nýja umhverfisvæna Krónuverslun á Akureyri

    Óskum Krónunni og Akureyringum til hamingju með nýja umhverfisvæna Krónuverslun á Akureyri