Til hamingju Vala
Í gær, 11. des. 2019 átti Valgerður Jónsdóttir þrjátíu ára starfsafmæli hjá KAPP.
Vala er snillingurinn okkar í bókhaldinu enda hokin reynslu og á stóran þátt í örum uppgangi KAPP sl. ár.
Hún hóf störf hjá Kværni Eureka 11. des. 1989 sem bókari og var fljót að vinna sig upp í starf skrifstofustjóra.
Árið 2003 þegar Guðmundur Jón Matthíasson stofnaði Optimar Ísland og keypti Kværni Eureka varð Vala einn af fimm hluthöfum Optimar Ísland. Það var þannig allt þar til KAPP ehf kaupir Optimar Ísland árið 2015.
Við óskum Völu til hamingju með tímamótin og þökkum henni samfylgdina á farsælum starfsferli.
Á meðfylgjandi myndum er Óskar Sveinn Friðriksson, framkvæmdastjóri KAPP, að afhenda Völu blómvönd í tilefni dagssins.