Skóflustunga að nýjum höfuðstöðvum KAPP

Skóflustunga að nýjum höfuðstöðvum KAPP

Það var stór dagur í sögu KAPP þegar tekin var skóflustunga að nýjum höfðustöðvum að Turnahvarfi 8 í Kópavogi.

Húsnæðið er sérsniðið að þörfum KAPP og mun verða mikil lyftistöng í framleiðslu og þjónustu við viðskiptavini. Húsið er 2.800 fm á tveimur hæðum með kjallara að hluta til. Lóðin er um 4000 fm á besta útsýnisstað höfðuborgarsvæðisins. Stutt er í stofnæðar sem mun auðvelda aðgegni í allar áttir, sérstaklega fyrir stóru flutningavagnana. Áætluð verklok eru 2021.

Fjöldi fólks var við skóflustunguna sem var í blíðskaparveðri föstudaginn 9. ágúst.

Allir starfsmenn KAPP, sem höfðu á því tök, tóku skóflustunguna samtímis ásamt Guðrúnu Hafsteinsdóttur formanni samtaka Iðnaðarinns.

Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson sóknarprestur í Seljakirkju blessaði síðna lóðina áður en gestir gæddu sér á ljúffengum veitingum frá Grillvagninum. Um fimmtíu manns voru viðstaddir þessa stóru stund í sögu KAPP.
 

Related posts

  • Ný töskubelti í Leifsstöð

    Ný töskubelti í Leifsstöð

  • KAPP og Eðalfiskur skrifa undir samning á Aqua Nor

    KAPP og Eðalfiskur skrifa undir samning á Aqua Nor

  • OptimICE krapakæling  fyrir löndun uppsjávarafla

    OptimICE krapakæling fyrir löndun uppsjávarafla

  • Viðtal við Frey Friðriksson í Morgunblaðinu, mörg tækifæri framundan.

    Viðtal við Frey Friðriksson í Morgunblaðinu, mörg tækifæri framundan.

  • KAPP ehf selur saltsprautukerfi til Vísis hf í Grindavík

    KAPP ehf selur saltsprautukerfi til Vísis hf í Grindavík

  • Heimsókn frá mótorhjólahóp í Færeyjum

    Heimsókn frá mótorhjólahóp í Færeyjum