Skipaþjónusta KAPP á sumarmánuðum
Nú á sumarmánuðum er mikið að gera í skipaþjónustu KAPP eins og reyndar flesta daga ársins
Við sérhæfum okkur í viðhaldi og uppsetningu á kæli- og frystikerfum. Sérstaða okkar er að KAPP er með, til viðbótar við öfluga kælideild, margar deildir sem styðja hvor aðra; renniverkstæði, vélaverkstæði og ryðfría stálsmíði. Því eru hæg heimatökin að leysa hlutina fljótt og örugglega þegar eitthvað óvænt kemur uppá eða ef tíminn er knappur.
Á meðfylgjandi myndum má sjá starfsmenn KAPP vinna um borð í Tjaldi SH 270 og Björgúlfi EA 312.
Skipin lágu saman í Hafnarfjarðarhöfn í júlí og starfsmenn KAPP nýttu tækifærið og fóru yfir OptimICE® kælikerfin í þeim.
Það eru mismunandi aðstæður um borð í skipum og ýmsar áskornir sem starfsmenn leysa á staðnum.
Hér sjáum við glöggt dæmi um það þar sem plássið fyrir OptimICE® vélina er mjög mismunandi á milli skipa.
Í Tjaldinum þurfti að gera gat á vegg til að koma vélinni fyrir meðan plássið er vel rúmt í Björgúlfi.
Sem dæmi um það sem gert var í skipunum:
• Tjaldur: Sett inn ný OptimICE® BP-120 krapavél með forkæli og hraðkælingu
• Tjaldur: Settur inn nýr forðatankur T-2000
• Björgúlfur: Sett inn OptimICE BP-140 krapavél með forkæli og hraðkælingu
• Björgúlfur: Settur inn nýr forðatankur T-4000
Auk þess voru lagnaleiðir lagðar og þær sem voru fyrir voru yfirfarðar og nýttar.
Almennt er KAPP að þjónusta skip með því að yfirfara kælikerfi og/eða skipta þeim út fyrir ný umhverfisvænni með nýjum kælimiðli.
Feron (F-gös) ertu tekin út og ammóníak, hliðarkæling eða Co2 sett í staðinn. Þannig verður GWP stuðullinn 0-1 í stað 1500-4000 eða meira.
OptimICE® vélin smellpassar inn í rýmið í Tjaldinum.
BP-120 OptimICE® krapavélin með forkæli hraðkælir aflann margfalt hraðar en önnur kæling niður undir 0°C og heldur kælingunni þannig allan veiðitúrinn án þess að hann frjósi.
Tignalegur Tjaldur SH 270 er í eigu KG fiskverkunar í Rifi.
Rjúfa þurfti gat á vegginn til að koma krapavélinni fyrir.
Starfsmenn fylgja öryggisreglum og hefðum á vinnustað.
T-2000 forðatankur geymir fljótandi krapann þangað til honum er sprautað yfir fiskinn.
Tjaldurinn við höfnina í Hafnarfirði.
Starfsmaður KAPP að leggja lokahöndina á uppsetningu OptimICE® krapavélarinnar í Björgúlfi.
Björgúlfur EA 312 er glæsilegt skip í eigu Samherja og gerður út frá Dalvík.
BP-140 krapavélin hefur gott pláss í Björgúlfi.
Verið var að tengja T-4000 forðatankinn með lagnaleiðum við sjálfa krapavélina.
Rafmagnstaflan komin á sinn stað og verið að leggja lokahönd að tengingar.
OptimICE® síurnar komnar á sinn stað.
Inngangur að krapavélinni í Björgúlfi.